Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Færslur: 2014 Nóvember

29.11.2014 00:00

Pakistani

Hráefni:
500 gr. Hakk
2 stk. Meðalstórir laukar
100 gr. Smjörlíki
1 dós. niðursoðnir tómatar
2-3 tsk. Tómatpúrra
1 tsk. Papripukrydd
2 tsk. Karrý
1 tsk. Engifer
1 tsk. Hvítlauksduft.
2 tsk. Kóriander
1 1/2 tsk. Grahm Masala (sleppi þessu alltaf)
2 tsk. Salt

Aðferð:
Þurrsteikjið hakkið og setjið í skál. Saxið laukinn og steikjið hann í potti í smjörlíkinu í smá stund en passið að brenna hann ekki, á að vera ljós. Þá bætið þið öllu kryddinu saman við. Þá er tómötunum og tómatpúrruni blandið vel saman. Loks er steikta hakkið bætt saman við gumsið í pottinum og látið mala í 30 mín.
Gutt er að bera þetta fram með hrísgrjónum og vefjum (tortilla) og jafnvel heitum mæisbaunum. Vefjur


Hráefni:

5 dl. Spelt
1 tsk. Salt
1/2 dl. olía
150-175 ml. Heitt vatn

Aðferð:
Sigtið speltið og saltið í skál, nuddið olíunu inn í speltið og loks er vatninu bætt saman við í smá skömtum og hnoðað. fletjið út og þurrsteikt á pönnu. Gott er að bleita klút til að hafa undir og yfir kökunum þegar búið er að steikja þær. Ath. passið að steikja ekki of mikið því þá verða kökurnar stökkari og þá erfiðara að vefja þeim saman.

17.11.2014 23:21

Pottréttur Línu

Hráefni:
1 kg. Hakk
1 1/2 L. vatn
1 msk. grænmetiskraftur (frá Himneskt og færst í Bónus)
100 gr. Smjör
2 stk. Gul paprika
2 stk. Græn paprika
1 askja Sveppir
2 stk. Laukar (stærð eftir smekk)
1 dós Hunts pasta sauce með Roasted Garlic & Onion (26 OZ eða 737 gr)
2 tsk. Pure Garlic (Frá Santa Maria, er með kvörn og færst í bónus)
4 tsk. Chili Explosion (Frá Santa Maria, er með kvörn og færst í bónus)
1 bolli. Hrisgrjón (ósoðin)

Aðferð:
Saxið grænmeti eftir smekk og steikjið á pönnu í smjörinu(mér finnst alltaf best að steikja sveppina í smástund áður en ég sett hitt græmnetið út á pönnuna) og kryddið með helmingnum af kryddinu. Á meðan verið er að steikja grænmetið þá er vatninu og grænmetiskraftinum sett í stóran pott og látið sjóða. Þá er græmnetinu helt saman við soðið í pottinum og hitinn lækkaður undir pottinum en passa að suðan haldist undir pottinum. Hakkið steikt (ekki þvo pönnuna áður) og kryddað með restinni af kryddinu þegar það er orðið vel brúnað. Á meðan hakkið er að steikjast þá er Hunts sósan bætt út í pottinn með soðinu og grænmetinu og muna að hræra af og til í pottinum allan tíman. Þegar hakkið er brúnað og kryddað þá er því bætt saman við það sem er í pottinum og að lokum eru hrísgrjónunum bætt saman við kássuna. Sjóðið í minnst 30 mín og hrærið reglulega í á milli því hrísgrjónin villja falla til botns. Ef vökvinn er of mikill þá er hægt að þykkja kássuna með ljósum sósujafnara.

ATH! Kryddið er allfarið eftir smekk setji meira ef þið viljið hafa þetta sterkt, minna ef þið vilji ekki hafa mjög sterkt.

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18