Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Um síðuna


Hér á þessari síðu ætla ég að setja inn einfaldar uppskriftir með spelti og allskonar fróðleik.  Uppskriftirnar sem ég set hér koma héðan og þaðan, gamlar og nýar, matur og bakstur. Uppskriftir og fróðleikur sem ég hef safnað að mér í gegnum dagana og árin.

Það er ekkert mál að nota hveit í staðin fyrir spelt og öfugt. Ég nota alltaf sama magn af spelti og af hveiti hvort heldur sem er talað um bolla, desilíter eða vog.
Dæmi. Ef að í uppskriftinni er talað um 1 dl. hveiti þá er það líka 1 dl. spelt og öfugt. Og ef hveitið á að vera 100 gr. þá er það sama með speltið, 100 gr.
 
Þar sem þetta er bloggsíða þá er ekki gert ráð fyrir því að raða eftir stafrósröð heldur eftir dagsetningum. Þess vegna er eins og það hafi ekki verið sett nýtt inn á síðuna í einhvern tíma. Það er ekki þannig, ég set inn nýtt efni þegar ég finn nýtt eða gamalt efni sem ég vil setja hér inn. Til að ég geti sett uppskriftirnar eftir stafrósröð verð ég að breyta dagsetningunum á blogginu svo að það komi rétt eftir stafrósröð.

Það
er hægt að prenta út uppskriftirnar en til að sleppa við að prenta út allar uppskriftirnar í flokknum er berst að klikka á "bein slóð á færslu", þetta er linkur undir hverri uppskrift og prenta svo út. Svo er líka hægt að blokka uppskriftina og hægri smella á músinni og afrita (cupy), opna Word skjal og líma (paste) inn á skjalið og þá er hægt að vista og/eða prenta út uppskriftina.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18