Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Færslur: 2014 Október

03.10.2014 15:05

Ostasalat

Hráefni:
1 dós sýrður rjómi
1 dós létt majones (lítil )
Smá púrrulaukur
1 græn paprika
1 rauð paprika
blá vínber skorin í tvennt
rauð vínber skorin í tvennt
1 hvítlauksostur
1 mexíkó ostur


Aðferð:
Allt skorið smátt og blandað saman borið fram með ritz kexi eða brauði.


 


03.10.2014 14:00

Pepparone ostasalat

Hráefni:
150 gr. Sýrður rjómi
200 gr. majones
1 stk. Laukur
2 stk. Pepperoniost
1/2 tsk. paprikkuost eða hvítlauksost
100 gr. skinka
20 stk. blá vínber skorin í tvennt (má vera meira)

Aðferð:
Allt skorið smátt og blandað saman, látið bíða aðeins í kæli. Borið fram með ritz kexi eða brauði og bláum vínbetjum

03.10.2014 13:00

Túnfisksalat

Hráefni:
1 dós Túnfisk (olíu eða vatni)
1-2 stk. Laukur, fer eftir smekk
2-4 stk. Harð soðin egg, fer líka eftir smekk
250 ml. Majones (má vera meira eða minna)


Aðferð:

Hellið vökvanum af túnfisknum of setjið hann í skál. Saxið laukinn í smátt og bætið saman við túnfiskinn. Skerið eggin í eggjaskera lang og svo þvers um og bætið þeim í skálina. Loks er majonesið hrært saman við. Það má salta og pipra ef vill, jafnvel setja smá Aromat.

02.10.2014 21:43

Pastaréttur með ostasósu

Hráefni:

500 gr. spelt pasta

1 askja sveppir, (250 gröm)

1 stk. rauð paprika,

1 stk. græn paprika

1 stk. vorlaukur

4 stk. gullrætur

1 haus brokkolí

1 krukka maisbaunir

1 bréf skinka, reykt

 

Ostasósa.

1 askja beikonsmurostur (300 gröm)

1 askja sveppasmurostur (300 gröm)

500 ml. rjómi

250 ml. mjólk

Allur safin af maisbaununum

Smá salt ef vill

 

Aðferð:

Sjóðið pastað eins og stendur á umbúðunum, skerið grænmetið niður í bita (stærðin fer eftir smekk) og steikjið á pönnu. Skerið skinkuna í strimla.

Sósa:

Setjið rjóman og ostana saman í pott og hitið saman, hellið safanum og mjólkini saman við og látið malla í 2-3 mín. saltið ef þarf.

Samsetning:

Blandið saman pastanu, grænmetinu, maisbaununum og skinkuni í eldfastmót og hellið sósuni vel yfir. Hitið í ofni við 200°C í 15-20 mín.

Borið fram með hvítlauksbrauði og jafnvel fersku grænmeti.

 

Ath. Það má nota hvaða gerð sem er af pasta og hvaða grænmeti sem ykkur dettur í hug að nota. Einnig má prufa sig áfram með aðrar smuroststegundir og álegstegundir, en ég mæli með því að forsteikja bekonið ef það verður fyrir valinu. Til steikingar má nota það sem þið eruð vön, olíu, smjör, smjörlíki eða kóksolíu. 

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365285
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 13:48:07