Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
Færslur: 2014 September10.09.2014 05:00AnanasfrómasHráefni:
Aðferð: Hrærið saman eggjarauður og sykurinn ljóst og létt. Þeytið rjóman í annarri skál. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í ca 10 mín. Kreistið vatnið frá og bræðið það í uþb 2 dl af ananassafa (úr dósinni) yfir vatnsbaði,kælið að miklu leyti. Blandið matarlíminu varlega saman við eggjasykurblönduna,síðan sítrónusafanum og svo rjómanum. Síðan smátt skorinn ananasinn og stífþeyttar eggjahvítur. 10.09.2014 04:30EplabakaHráefni:
Aðferð: Smjöri, sykri og spelti hnoðað vel saman. Látið helst standa yfir nótt í ísskáp (ekki nauðsynlegt). Fletjið deigið út og látið þekja eldfast mót.Afhýðið eplin og takið kjarnann úr. Skerið í sneiðar og byrjjið að raða ofan á deigið. Gott er að strá kanel yfir með jöfnu millibili og jafnvel setja góðan slurk af súkkulaði eða öðru góðgæti með. Bakist við 180°C þar til deigið er orðið gullinbrúnt og eplin vel bökuð. 10.09.2014 04:10Eplakaka ÞóruHráefni: 250 gr. Sykur 250 gr. Smjörlíki 4 stk. Egg 250 gr. Spelt ¼ tsk. Hjartasalt 1 tsk. Kanill 1 tsk. Vanilludropar eða möndludropar Epla og súkkulaði (magn eftir smekk) brytjað út í degið eða eplunum raðað ofan á. Mjög gott heitt með ís og/eða rjóma. Aðferð: Sykurinn og smjörlíkinu hrært vel saman, svo er eggjunum hrært saman við og því næst er þurrefnunum blandað saman við. Í lokin eru droppunum, eplunum og súkkulaðinu blandað saman við degið. Setjið degið í vel smurt form og stráið kanilsykri yfir og bakið við 175°C fyrstu 20 mín. og lækkið þá hitan niður í 120°C og bakið í 30 mín. til viðbótar. Deigið passar í tvö kringlótmót, en einnig er gott að setja degið í skúffu. 10.09.2014 04:05EplakanillvöflurHráefni: 3 dl. Spelt má vera gróft 1 tsk. Lyftiduft 1 msk. Maple syrup 1/8 tsk. Salt 2 dl. Mjólk 2 stk. Egg 3 msk. Matarolía vanillindroppar ein vel full tsk, kanill, eitt til eitt og hálft rifið epli
Aðferð: Blandið þurrefnunum saman í skál, því næst er allur vökvinn settur saman við og öllu hrært vel saman. Svo eru eggjunum bætt út í og blandað saman við. Að lokum eru eplin rifin niður og hrært saman við deigið. Bakað í vöfflu járni. Borið fram með sultu, ávöxtum og rjóma. Það má vera ís líka.10.09.2014 04:00EplapieHráefni: 4 bollar spelt 2 bollar haframjöl 2 bolli sykur 480 gr smjörlíki 2 stk. Egg 2 tsk. Lyftiduft 1 kg. Epli eða eftir smekk
Aðferð: Stillið ofninn á 150-170°C. Flysjið eplin og rífið niður í rifjárni. Fínmalið haframjölið í matvinnsluvél. Blandið þurrefnunum í skál, bræðið smjörið við vægan hita og hellið saman við þurrefnin. Hnoðið. Setjið eggin saman við og hnoðið aðeins meira. Smyrjið eldfast mót og þekið botninn með deiginu og upp á hliðarnar, notið ca. 2/3 af deiginu. Setjið rifin eplin yfir deigið í mótinu og svo restina af deiginu yfir eplin. Bakist í 45 mín (lengur ef þið viljið hafa kökuna vel bakað, ca. 60 mín.) Gott er að vera búin að setja allt í eldfastamótið fyrr um daginn og baka kökuna bara rétt áður en hún er borin fram. Hún er mjög góð með ís og þeyttum rjóma. Ég hef gert þessa sömu köku (pie) með rabarbara og hindiberjum. Þá var ég með 800 gr. Smátt saxaðan rabarbara og 250 gr. Frosin hindiber og stráði smá sykri yfir fyllinguna áður en ég setti deigið yfir þar sem rabarbarinn er svo súr.
|
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is