Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
Færslur: 2013 Október02.10.2013 21:10Kaffiterta með púðursykurskremiHráefni: 50 gr smjörlíki 185 gr sykur 2 stk egg (önnur hvítan í kremið) 150 gr spelt fin malað 1 tsk lyftiduft ¼ tsk natron 1 msk kakó 60 gr mjólk 60 gr lagað kaffi vanilludropar
Aðferð: Hrært saman í venjulegt deig. Bakist í 2 formum við 200°C í 20-30 min (vel brún) Bláberjasulta og krem á milli botnanna, krem ofan á og á hliðarnar.
115 gr púðursykur 60 gr sykur 40 gr vatn 1 stk eggjahvíta
Aðfreð Sykurinn allur og vatn sett í pott og suðsn látin kom upp látið krauma þar til allur sykurinn hefur bráðnað saman þeytið eggjahvítuna vel, hellið heitri sykurkvoðuni varlega í mjórru bunu saman við hvítuna og þeyttið þar til kremið verður kalt. 02.10.2013 21:10RolótertaHráefni:
Aðferð: Marens: Stífþeytið eggjahvíturnar, sykurinn og púðursykurinn mjög vel saman. Hræra síðan mjög varlega rice crispies útí.T eikna á bökunarpappír 2x20 cm hringi. Skipta deiginu jafnt á hringina. Baka báða í einu 130°C í 60 mín á blæstri. 02.10.2013 21:00FrómasHráefni: 4 stk. Egg 100 gr. Sykur 4-5 stk. Matarlímsblöð 250 ml. Rjómi (einn peli) 1 dl. Bragðefni Aðferð: Setjið matarlímsblöðin í vatn í glas eða skál og látið liggja í um 10-15 mín. Þeyttið saman egginn og sykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Bragðefnið og matarlímið er brætt saman yfir vatnsbaði (kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum áður en þau eru sett saman við bragðefnið), á meðan er rjóminn þeyttur. Þegar matarlímið er alveg bráðnað í bragðefninu þá er það siktað og bætt saman við eggjablönduna og blandað rólega saman, því nærst er rjómanum blandað rólega saman við og smakkið. Hellið blönduni í eina stóra skál eða nokkrar litlar og setjið í ískáp í 2-6 klst. (eftir því hvort það er bara ein skál notuð eða fleiri). Skreytið með rjóma og ávöxtum ef vill þegar frómasinn er orðin stífur. Best er að skreyta rétt áður en hann er borinn fram. Bragðefnið getur verið safi af niðursoðnum ávöxtum og eða líkjör. Einnig ef bragðið er of dauft þá er gott að setja 1/2 dl. til viðbótar af bragðefni, en athugi samt að bragðið verður sterkara þegar frómasinn hefur stífnað. 01.10.2013 21:31SörutertaHráefni:
Aðferð: Botninn. Eins og venjulegur marengs bakaður við 160-180 gráður í 45 mínKremið. Eggjarauður þeyttar ljósar og léttar, sýrópinu bætt við svo smjörinu í smá skömmtum og að lokum kakóinu Hjúpurinn. Rjóminn og sýrópið hitað í potti að suðu, suðusúkkulaðið brotið niður í skál og rjómasýrópsblöndunni bætt út í. Hrært þar til orðið er fljótandi hjúpur Gott er að smyrja kreminu á milli og utan um hana og kæla hana svo. láta hjúpinn aðeins taka sig og síðan setja hann á
|
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is