Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
Færslur: 2013 September27.09.2013 11:21Frönsk súkkulaðikaka með kremiHráefni: 4 stk. Egg 2 dl. Sykur 200 gr. Suðusúkkulaði 200 gr. Smjör 1 dl. Spelt Aðferð: Bræðið suðusúkkulaðið og smjörið í potti og látið kólna á meðan eggin og sykurinn er þeytt saman (ca. 10 mín). Blandið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu samanvið eggjaþeytuna og speltinu rólega saman með sleif. Setjið í smurt eldfastmót og bakið við 150°C í 30-45 mín. Látið kólna smá. Kakan hefast vel en fellur þegar hún er tekin úr ofninum. Krem: Hráefni: 150 gr. Suðusúkkulaði 75 gr. Smjör 1 msk. Sýróp Aðferð: Setið suðusúkkulaðið og smjörið í pott og bræðið. blandið sýrópinu saman við í lokin og hellið yfir kökuna. Gott er eað kæla kremið í nokkrar mínútur.
|
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is