Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Færslur: 2011 Júlí

01.07.2011 05:11

Fiskur í ofni með lauk, tómötum og mozzarella osti

Hráefni:
2-3 stk.  Ýsuflök (roð og beinlaus)
2-3 stk. Tómatar (fer eftir stærð fiskflakana)
1-2 stk. Laukur (fer eftir stærð fiskflakana)
1 rúlla mozzarela ostur, ferskur eða 2 stórar kúlur
10-20 sneiðar ostur
1-2 tsk. Salt
1-2 tsk. Aromat (má sleppa)
5-10 stk. Soðnarkartöflur (má sleppa)

Aðferð:
Skerið ýsuflökin í bita og setjið í fat og hellið sjóðandiheitu vatni yfir bitana og látið vera í nokkrar mín (alls ekki lengur en 2-3 mín ef fiskurinn er þyðinn en má vera mest í ca. 10 mín ef hann er bein freðinn). Smyrjið eldfastmót vel að innan og upp á hliðarnar með smjörlíki og raðið fiskbitunum í botninn á eldfastamótinu og kryddið með salti og aromati. Skerið laukinn niður í strimla og raðið yfir fiskinn, þá er tómatarnir skornir í sneiðar og raðað yfir laukinn og því næst er mozzarella osturinn skorinn í sneiðar og raðað ofan á tómatsneiðarnar. Svo ef eldfastamótið er hát og mjótt má gera aðra hæð og þá er fiskbitum raðað ofan á mozzarelaostin og sama röð eins og talið er upp hér á undan. Þetta er gert koll af kolli þar til hráefnin eru búinn þá eru kartöflunum raðað efst, þannig að í seinasta laginu á eftir mozzarella ostinum eru kartöflurnar og ostsneiðum raðað yfir kartöflurnar. Það er alveg nóg að hafa eitt lag af mozzarella ostinum ef vill og þá koma kartöflurnar ofan á tómatan í restina. 
Sett inn í 200°C heitan ofninn í 20-30 mín. Fer eftir hversu mörg lög eru (eitt, tvö eða þrjú) og hvort fiskurinn er orðin þyðinn eða frosinn og þykkt bitana.

Ef kartöflunum er sleppt er gott að hafa hrísgrjón með sem meðlæti sem og grænmeti.
Einnig er magn tómartana og lauksins alveg eftir smekk og svo má alveg sleppa ostinum að öllu leiti en þá mæli ég með því að strá pínu raspi yfir efstalagið og þá þarf að setja smá smjörlíki með eða spreyja yfir raspinn með jurtaspreyji.

01.07.2011 05:01

Coka cola sósa

Hráefni:
2 dl coka cola
2 dl tómatsósa
½ hvítvínsedik
½ laukur, smátt saxaður
1 ½ tsk svartur pipar
2 msk púðursykur
2 tsk salt
2 tsk chili duft

Aðferð:
Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 1-1 ½ klst.
Sósan geymist í allt að 3 vikur í kæli.

01.07.2011 05:00

Gráðaosta sósa

Hráefni:
1/2 líter vatn
2.msk. kjötkraftur
1.staup brandí
1.dl. rjómi
100 gr. gráðaostur
1.msk. hunang

Aðferð:
Allt sett i pott og soðið saman í 5 mín. eða þar til þykknar.

01.07.2011 04:52

Súrsætsósa

Hráefni:
1 laukur - lítill
1 gulrót
1/2 græn paprika
1 hvítlauksgeiri
100 gr. sykur
1 1/2 dl. hvítvínsedik
1 1/2 dl. vatn
1 msk tómatpurre
1 msk soyasósa
1 dl tómatsósa

Aðferð:
Skerið allt grænmetið í litla bita og saxaðu hvítlaukin fínt.
Blandaðu öllu saman og látið sjóða við vægan hita þangað til allt grænmetið er meyrt.
Bættu tómatsósunni út í og hitaðu að suðu.
Borin fram heit með t.d.djúpsteiktum fiski, kjötbollum eða rækjum.

01.07.2011 04:13

Graflaxsósa

Hráefni:
2 msk Púðursykur
2 msk Hunang
2 msk Sætt sinnep (hveiti laust)
2 msk Dijon sinnep (hveiti laust)
1 msk Dill
½ tsk Kóríanderduft (má sleppa)
2 msk Sítrónusafi
1 dl Bragðlítil olía (ekki extra virgin)
2 msk Sýrður rjómi (val)
Smakkað til með salt og pipar

Aðferð:
Hrærið púðursykrinum, hunanginu, sinnepinu, dillinu og sítrónusafanum vel saman. Hellið þvínæst olíunni varlega útí og hrærið allan tímann. Bætið loks sýrða rjómanum saman við (má sleppa) og smakkið til með salti og pipar.

01.07.2011 04:12

Heimagert majónes

Hráefni:
1 stór eggjarauða, við stofuhita
½ tsk dijonsinnep (hveiti laust)
¼ tsk salt
¾ bolli ólífuolía eða grænmetisolía
1 tsk hvítvínsedik eða eplaedik
1 ½ tsk nýkreistur sítrónusafi
¼ tsk hvítur pipar

Aðferð:
Pískið saman eggjarauðu, sinnep og salt þangað til það hefur blandast vel.
Takið ¼ bolla af olíunni frá og bætið henni út í eggjablönduna dropa fyrir dropa. Hrærið stöðugt á meðan þar til blandan fer að þykkna.
Hrærið ediki og sítrónusafa saman við og bætið þá restinni af olíunni, ½ bolla,
út í afar hægt og rólega. Hrærið stöðugt i á meðan.
Ef svo virðist sem blandan muni skilja sig, hættið þá að bæta olíu út í og hrærið af afli þar til blandan er slétt á ný.
Hrærið að lokum piparnum saman við og smakkið majónesið til með salti.
Strengið plastfilmu yfir ílátið og kælið þar til að notkun kemur.
Majónesið ætti þá að endast í tvo daga í ísskáp.
Það er mjög auðvelt að búa til sitt eigið majones. Aðeins þarf góða þolinmæði í því að hræra og úr verður góður bolli af heimagerðu majonesi.

01.07.2011 04:11

Hvítlauksdressing

Hráefni:
1 dós Grískjógúrt (frá MS)
2-3 tsk. Hvítlaukur (þurrkaður og malaður)
1-2 tsk. hvítlaukssalt með persel
1-2 tsk. Hunang

Aðferð:
Setjið jógúrtina í skál sem gott er að hræra í og hrærið smá stund í jógúrtini til að míkja hana. Setjið kryddið og hunangið saman við og hrærið vel saman.  Látið bíða í 1-3 klst. á borði svo að sósan jafni sig. Ef vill má gera hana daginn áður og þá er hún geimd í kæli. Gott er að hræra af og til í sósuni því þá jafnast bragðið. 

Athugið að það fer eftir smekk mann hversu mikið hvítlauksbragð á að vera þannig að þið verðið bara að fykra ykkur áfarm með kryddin og hunangið.  Gott að setja smá hrásykur ef vill. Einnig er hægt að nota ferstakn hvítlauk en er ekki alveg viss með hlutföllin. 

Þetta er mjög gott með grillmat, sallati og í bökuðumkartöflum.

01.07.2011 04:10

Jógúrtsósa

Hráefni:
180 gr hrein jógúrt
2-3 msk steinselja, dill eða graslaukur
Salt og pipar

Aðferð:
Allt hrært vel saman.  Góð sósa með fisk ofl

01.07.2011 04:00

Salsadressing

Hráefni:
180 gr. Sýrður rjómi (fitu prósentuhlutfall eftir smekk)
200 ml. Salsa- eða takosósa

Aðferð:
Setjið sýrðarjóman og sósuna saman í skál og blandið vel saman og berið fram með salati, kjúkling eða bara því sem ykkur finnst að þessi dressing geti passsað vel við.

01.07.2011 02:57

Brúnkaka.

Hráefni:
125 gr smjörlíki
150 - 200 gr púðursykur
1 stk egg
1 tsk steyttur kanill
1 tsk negull
1 tsk natron ( sótaduft)
Rifið hýðið af ½ sítrónu
100 gr kúrenur
25 gr súkkat ( má sleppa)
1 ½ dl mjólk
250 gr spelt

Aðferð:

Hrærið saman smjörlíki og sykri, egginu síðan bætt í og hrært um stund. Þá er rifnu sítrónuhýðinu, kúrenum og súkkati blandað saman við, ásamt spelti, natróni og öllu kryddinu. Þynnt út með mjólkinni. Sett í vel smurt form og bakað við fremur lítinn hita, þar til kakan er bökuð í gegn.

01.07.2011 01:45

Orlýdeig

Hráefni:
250 gr. hveiti
1 egg
2 eggjahvítur
2 dl pilsner
1 dl volgt vatn
1/2 msk. sykur
örlítið salt

 

Aðferð:
Öllu blandað saman nema eggjahvítunum og láttu standa í stofuhita í 1 klst.
Stífþeyttu eggjahvíturnar og blandaðu varlega saman við deigið rétt áður en það er notað.
Veltu fisknum, kjötinu eða rækjunum upp úr deiginu og djúpsteiktu 180°c í ca 2-3 mín.  Láttu stykkin á bökunarpappír og inní ofn á 70°c til að halda heitum, ef þarf.

01.07.2011 00:36

Súrsætsósa (einföld og fljótleg)

Hráefni:
1 dl. Sykur
1 dl. Tómatsósa
1 dl. Borðedik
1 dl. Vatn
1 dós Ananas, lítil
1 msk. Kartöflumjöl


Aðferð:
Setjið sykurinn, tómatsósuna , borðedikið og vatnið í pott og látið suðuna koma upp. Látið krauma  í smá stund. Blandið smá vatni saman við kartöflumjölið og hellið því saman við sósuna, passið að það má ekki sjóða sósuna eftir að kartöflumjölið er komið saman við, vegna þess að þá verður sósan eins og tyggjó. Svo er ananasinum og safanum blanndað saman við í lokin.
Þessi sósa er góð með kjöti og fiski.

01.07.2011 00:30

Villisveppasósa

Hráefni:
450-500 gr íslenskir villisveppir
6-8 gr þurrkaðir kóngasveppir, muldir í morteli
2 msk olía
2 pelar rjómi
75 gr gráðostur
salt, sykur og pipar
koníak

Aðferð:
Sveppirnir skornir í bita/sneiðar og steiktir í olíunni. Þeir síðan settir í pott ásamt rjómanum og muldum kóngasveppunum. Suðan látin koma hægt upp og gráðostinum bætt út í. Saltað og piprað eftir smekk og einnig er gott að láta örlítinn sykur með til að skerpa bragðið. Sósan látin sjóða við lægsta hita i 30-40 mín og hrært í af og til. Rétt áður en hún er borin fram er 1 msk af koníaki bætt út í.

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365289
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 14:09:38