Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Færslur: 2011 Júní

30.06.2011 03:03

Jólakaka I.

Hráefni: 

200 gr smjörlíki
200 gr sykur
500 gr spelt
150 gr rúsínur
3 stk egg
3 ½ tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 tsk kardimommur
Mjólk


Aðferð:

Hrærið smjörlíkið og sykurinn saman. Látið eggin út í eitt í senn. Þurrefnum, rúsínum er bætt út í. Þynnt með mjólk. Bakið í tveimur vel smurðum jólakökumótum.

30.06.2011 03:00

Jólakaka II.

Hráefni:
250 gr spelt
4 tsk lyftiduft
100 gr sykur
1 tsk kardimommudropa
100 gr smjör / smjörlíki
1 egg
2 ½ dl mjólk
45 gr rúsínur

Aðferð:

Speltinu og lyftidufti sáldrað í fat, þar í er blandað kardimommum og sykri. Smjörlíkið brætt. Helmingnum af mjólkinni og egginu er hrært í deigið. Þá er smjörlíkinu og það mjólkinni sem er eftir, hrært saman við. Síðast er hreinsuðum rúsínum og britjuðu súkkatinu blandað út í. Látið í vel smurt form og bakað í 2 - 3 stundarfjórunga.
ATH. Mjög gott að nota smjör í staðinn fyrir smjörlíki hún verður miklu betri þannig.

29.06.2011 03:01

Kryddkaka

Hráefni:
250 gr. spelt 
1.tsk. lyftiduft
3/4 tsk. natron
1 tsk. salt
3/4 tsk. negull
3/4 tsk. kanill
1/8 tsk. pipar
165 gr. smjörlíki
100 gr. púðursykur
150 gr. sykur
1 tsk. vanilla
3 egg
2 dl. mjólk

Aðferð:

Hrærið smjörlíki, púðursykur, sykur og egg vel. Hrærið síðan þurrefnunum varlega saman við. Bakist í 45-50 mín. við 180 gráðu hita.

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18