Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Færslur: 2009 Júlí

30.07.2009 13:42

Fylltir sveppir

Hráefni:
8. stórir sveppir
2.bökunarkartöflur
3.msk beikon smurostur
rifinn gratínostur

 

 

Aðferð:

Kartöflur bakaðar og innihaldið skafið með skeið og blandað við smurostinn stilkurinn brotinn úr sveppunum og þeir fylltir með blöndunni saltað og piprað osti stráð yfir og bakað við 200 í 10 mín.

30.07.2009 13:39

Pönnusteikt grænmeti.

Hráefni:

1 stk. rauðlaukur, skorinn í báta
1/2 kúrbítur í bitum
1-2 sætar kartöflur í bitum
2 stk. rauðar paprikur í bitum

 

Aðferð:

Þetta er sett á pönnu með 1/2 dl. af hvítvínsediki og 1 msk. sykur og látið malla þar um stund.

30.07.2009 13:37

Tómata og klettasalat með osti

Hráefni:
250 gr kirsiberjatómatar
250 gr heilsutómatar
1 vorlaukar
100 gr klettasalat
3 msk olía
1 msk sítrónusafi
2 tsk hlynsíróp
Nýmalaður pipar
Salt
1 ostarúlla með beikon-og paprikublöndu frá Ostahúsinu

 

Aðferð:

Kirsuberjatómatarnir skornir í tvennt og heilsutómatarnir í fjórðunga og þykkar sneiðar. Vorlaukurinn saxaður og settur í skál ásamt tómötum og klettasalati. Olía, sítrónusafi, hlynsíróp, pipar og salt hrist eða hrært saman, hellt yfir salatið og blandað vel. Ostarúllan klipin í bita og þeim blandað saman við.

30.07.2009 13:29

Plokkfiskur

Hráefni:
500 til 600 g soðinn fiskur
4-5 soðnar kartöflur skornar í bita
100 g smjörlíki
1 saxaður laukur
2-3 msk. spelt
salt og mikið af hvítum pipar
1 tsk. sykur
mjólk eftir þörfum

 

 

Aðferð:

Skerið fiskinn á smábita, setjið í pott, látið suðuna koma upp í smá stund. Kælið fiskinn.  Bræðið smjörlíkið og mýkið laukinn við meðalhita, speltinu hrært saman við.
Blandið vel saman og bætið mjólkinni út í þar til blandan verður að sléttum jafningi.
Kryddið með salti, pipar og bætið sykri út í.
Saxið fiskinn lauslega í smáa bita og bætið honum út í jafninginn ásamt kartöflunum.
Hrærið gætilega saman þar til plokkfiskurinn er orðinn gegnheitur.
Gætið þess að gera blönduna ekki ólystuga með að hræra hana í graut!
Berið fram með góðu rúgbrauði, köldu smjöri.

30.07.2009 13:21

Kókosbolludesert.

Hráefni:
1 marengsbotn
1/4 L rjómi
1 lítil askja jarðarber
2-3 kíví
3 kókosbollur
100 gr rjómasúkklaði.

 

 

Aðferð:

þeytið rjómann og myljið marengsbotninn saman við.
Blandið vel og dreifið blöndunni í botninn á meðalstóru fati.
Skerið jarðarber og kíví í sneiðar og raðið ávöxtunum ofan á rjómablönduna.
Myljið kókosbollurnar þar ofan á (best er að gera það með höndunum).
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu yfir réttinn.

30.07.2009 13:18

Sælkera-marengsfjall.

Hráefni:
6 eggjahvítur og rauður
300 gr sykur
2 tsk edik
7,5 dl rjómi
450 gr jarðarber,300 gr bláber
100 gr flórsykur
150 gr súkkulaði
40 gr smjör.

 

 

Aðferð:

Þeytið eggjahvíturnar, edikið og sykurinn saman eins og venja er með marengs.
Takið blönduna úr skálinni með matskeið og búið til litlar marengs-smákökur og set á bökunarpappír.  Það fer svo inn í ofn og bakast í klukkutíma við 135°C.
Á meðan þeytið þið rjómann og set út í hann jarðarberin og bláberin en skilja þarf smá eftir til skreytingar.
Eftir að marengs-kökurnar eru tilbúnar er þeim raðað á kökudisk þannig að þær myndi botn. Látið svo rjóma yfir og næsta lag er aðeins minna af marengs og þaðan koll af kolli svo endar þetta í toppköku.
Kremið eu búið til með því að þeyta saman eggjarauðum og flórsykri.
Súkkulaði og smjör er brætt saman og síðan blandað við eggjablönduna. Að lokum er kreminu hellt yfir fjallið.

30.07.2009 12:00

Sólberjahlaup

Hráefni:
1 kg sólber (látið svolítið af grænum berjum og stilkum fylgja með)
½ dl vatn
1 kg sykri

 

 

Aðferð:

Skolið ber og setjið þau í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp hægt. Sjóðið við vægan hita í 10 mín. Bætið sykri út í og sjóðið í 10 mín í viðbót. Hrærið í annað slagið á meðan sultan sýður. Síið í gegnum grisju og hellið hlaupinu í hreinar krukkur og látið kólna.

29.07.2009 13:23

Toblerone-mús

Hráefni:
200 gr Toblerone, eða annað mjólkursúkkulaði
3 dl rjómi
2 dl vanilluskyr
1 dl sýrður rjómi, 18 %

 

 

Aðferð:

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Þeytið rjóma, blandið öllu saman skyri og sýrðum rjóma og blandið öllu samana. Hellið blöndunni smátt og smátt saman við súkkulaðið og hrærið varlega saman. Hellið í litlar skálar eða glös og geymið í kæli í 2-3 klst. Skreytið með rifnu, dökku súkkulaði.

 

29.07.2009 13:20

Vatnsdeigsbollur

Hráefni:
2 dl. vatn

50 gr. smjörlíki

100 gr. spelt

3 stk. egg


Aðferð:

Setjið vatn og smjörlíki í pott og láta suðuna koma upp, gætið þess að smjörið bráðni.
Bætið speltinu í pottinn (á þessu stigi lækka ég hitann á hellunni) og hrærið í með sleif þar til myndast hefur slétt og samfellt deig, laust frá pottinum. Takið af hitanum og sejið í skál og sáldra smá sykri yfir degið,  kælið.  Hrærið síðan eggjunum saman við einu í einu, hrærið vel á milli. Stundum virðast eggin ekki vilja blandast deiginu en notið þolinmæðina og þess vegna gaffal í staðinn fyrir sleif. Einnig er í lagi að nota hrærivélina.  Setjið degið með matskeið á bökunarplötu  klædda smjörpappír með gott bill á milli.

Bakið í 30-35 mín. við 210°C (200°C í blástursofni.)

Varist að opna ofninn fyrr en vel er liðið á baksturstímann.
Það er mikið hægt að leika sér með svona deig, búa til litlar partýbollur og fylla þær af ís, búðing eða salati. Stórar bolludagsbollur og einnig hring úr deiginu sem hægt er að fylla með ýmsu móti.  En hafa ber í huga að baksturstíminn er breytilegur eftir stærð bollana. Partíbollurnar sem settar eru á með teskeið þurfa ca. 20 mín. en stóru bolludagsbollurnar sem settar eru með kúfaðri matskeið þurfa 45 mín. Og hringurinn svona um 50-60 mín. og honum er sprautað á plötuma, sem má líka gera við bollurnar stórar sem smáar. Þær verða bara fallegri.  

27.07.2009 21:56

Boozt

Hráefni:

Bláberjaboozt
1 lítil dós Bláberjaskyr.is
½ banani
½ pera

 

 

Hráefni:

Tropicalboozt
½ lítil dós Ferskju og hindberjaskyr.is
½ lítil dós Jarðarberjaskyr
½ banani
sneið af ananas
1 - 2 matskeið kókos

 

 

Hráefni:

Jarðarberjaboozt
½ lítil dós Vanilluskyr.is
½ lítil dós Jarðarberjaskyr
½ banani
½ pera
nokkur jarðarber

 

 

Hráefni:

Bananaboozt
½ lítil dós Bláberjaskyr.is
½ lítil dós Ferskju og hindberjaskyr.is
½ banani
½ pera

 

 

Hráefni:

Léttboozt
1 lítil dós Vanilluskyr.is
½ banani
sneið af melónu
½ pera
dass af hreinum appelsínusafi

 

 

Hráefni:

Berjaboozt
1 lítil dós Bláberjaskyr.is
½ banani
nokkur jarðarber

 

 

Hráefni:

Melónuboozt
1 lítil dós Jarðarberjaskyr
½ banani
sneið af melónu

 

Aðferð:

Sama aðferðin við allar uppkriftirnar. Látið allt í blandara og blandið vel saman.
Gott er að nota klaka í uppskriftirnar, sem gerir booztið kaldara og ferskara.

26.07.2009 23:45

Kringlur

Hráefni:
8 dl. Spelt
5 msk. Þurrger
1/2 tsk. Salt
1/2 tsk. Kúmen
3 dl. Vatn
1/2 Egg
2 msk. Matarolía


Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Blandið saman vatninu og matarolíuni og hellið saman við þurrefnin og blandið saman, loks er egginu blandað saman við deigið.
Látið hefast í 30 - 45 mín. í skálini. Mótið kringlurnar og setjið á plötu klæda bökunarpappír og látið kringlurnar hefast í 30 mín. og bakist svo við 200 - 220°C í 10 - 15 mín.
Ath: Ef þið hnoðið deigið í hrærivél er best að nota krókinn og byrja rólega og þegar þurrefnin og vökvinn er komin í þokkalegt deig er gott að auka hraðan í smá tíma því þá verða kringlurnar loft meiri, hefast betur.  

26.07.2009 23:35

Kryddbrauð

Hráefni:
3 dl spelt
3 dl haframjöl
3 dl mjólk
2 dl sykur
1 tsk kakó
1 tsk natron
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/2 tsk negull
smá salt

 

 

Aðferð:

Allt sett saman og hrært vel. Sett í smurt form og bakað við 175 gráður í 1-1 1/2 klst

26.07.2009 23:23

Lítil fléttubrauð

Hráefni:
2 ½ dl volgt vatn
3 tsk þurrger
1 tsk salt
1 tsk sykur
400 - 450 g spelt
1 egg til penslunar
Birki eða sesamfræ sem skraut

 

 

Aðferð:
Setjið gerið, sykurinn og saltið út í vatnið.  Bætið út í speltinu þar til deigið er viðráðanlegt.  Látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mín.  Hnoðið deigið og skiptið því í 16 parta.  Skiptið hverjum bita í 3 parta og gerið ca 12 cm lengjur. 

Fléttið saman 3 lengjur, setjið á plötu, smyrjið með eggi og setjið birki eða sesamfræ ofan á.  Bakið á blæstri og 200°C í ca 15 mín.

24.07.2009 00:00

Skonsur

Hráefni

3 bollar Spelt
1/2 bolli Sykur
3 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Natron
2 stk. Egg
3 dl. Mjólk


Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál, bættið mjólkinni og eggjunum útí þurrefnin og blandið vel saman, en passið að hræra ekki of mikið því þá verða skonsurnar seigar.  Bakið skonsurnar á pönnukökupönnu við vægan hita.

Ath. Ef ekki er til pönnukökupanna er líka hægt að baka skonsurnar á venjulegri pönnu, en þá eru skonsurnar bara litlar eins og klattar og lummur. Einnig  ef svo ílla fer að það er ekki til panna... en vöfflujárn, þá er ekkert sem bannar það að baka skonsurnar í vöfflujárninu.

 


23.07.2009 00:00

Speltbrauð

Hráefni:
5 dl. Spelt
1 dl. Haframjöl
3 tsk. Vínsteinslyftiduft
1/2 tsk. Salt
2 dl. AB-mjólk
1 1/2 dl. Sjóðandi vatn
1 stk. Egg


Aðferð:
Blandið saman þurrefnunum. Setjið vökvann útí og hrærið eins lítið og hægt er.
Smyrjið eitt jólakökkuform. 
Bætið egginu saman við degið, en passið að hræra eins lítið og hægt er.
Bakað í 25 - 35 mín við 200°C.


Einnig er hægt að bæta þeim kryddum og öðru sem okkur þykir gott útí brauðið, t.d:
2 hvítlauksrif
1 tsk tandoori krydd
pítsusósu í stað hluta vökvans
sólþurrkaðir tómatar
ólífur
oregano
timian
strá osti yfir

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365289
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 14:09:38