Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

27.07.2014 20:55

Piparkökur

4 dl. Spelt (fín malað)
1,5 dl. Hrásykur
2 tsk. Kanill
1 tsk. Negull
1 tsk. Engifer
1/8 tsk. Pipar
1 tsk. Matarsódi
90 gr. Smjör
0,5 dl. Mjólk
0,5 dl. Sykurrófusíróp eða Döðlusíróp

Blandið öllu hráefninu saman og hnoðið.
Geymið í kæli yfir nótt.
Fletjið deigið út fremur þunnt og stingið út kökur. Það má líka gera litlar kúlur í staðinn fyrir að fletja út og stinga út kökur.
Bakið við 200°C. í ca. 10 mín.

Ath. Þetta deig er líka kjörið til að nota í Mömmukökur, en þá er öllu krydd sleppt.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365372
Samtals gestir: 103726
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 04:22:20