Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

10.08.2015 05:19

Húsmæðrasúpa Línu

2 rauðar papríkur

2 grænar papríkur

1 box sveppir

1 laukur

1 rauðlaukur

1 púrrulaukur

6 hvítlauksrif

400 gr. hvítkál

250 gr smjör

1-2 bréf beikon (klippið niður í litla bita)

2 dósir niðursoðnir tómatar (maukaðir í matvinnsluvél)

2 dósir vatn (látið renna í sitt hvora dósina og þannig skolað hana í leiðinni)

2 flöskur Heins chili sause

1 flaska vatn (gerið eins skolið flöskuna og bætið við í súpuna)

3 grænmetiskraftur

400 gr. rjómaostur (1 askja)

5 dl rjómi

1-2 msk. karrý

1 msk. papríka

Salt eftir smekk

 

Saxið niður allt grænmeti og setjið í pott ásamt smjörinu. Létt steikið í smá stund bætið þá beikoninu saman við og steikjið áfram í ca. 10 mínútur við lágan hita.

Bætið maukuðum tómötunum, chilli sósunni og vatninu í pottinn og hrærið í, myljið grænmetisteningana saman við. Bættið rjómaostinum og rjómanum út í og kryddið. Látið suðuna koma upp og látið mala í 30 mín við lágan hita.   

 

 

Berið fram með soðnu eggi

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 354364
Samtals gestir: 99835
Tölur uppfærðar: 28.9.2020 17:48:17