Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

29.07.2014 13:55

Svínahnakki í mango chutney.

Hráefni:

4-6 Svínahnakkasneiðar

1 askja sveppir

2-4 paprikur (Rauð, græn, gul eða eftir smekk)

½-1 stk. Púrrulaukur

1  krukka Mango chutney sósa

½ L. Rjómi eða dós af Kókosmjólk.

Tondori krydd.

 

Aðferð:

Skerið kjötið í munnbita og kryddið með tondori kryddinu, skerið grænmetið og steikið. Mér finnst best að byrja á sveppunum og steikja þá upp úr smjöri. Þegar grænmetið er steikt er það tekið af pönnuni og kjötið steikt á meðan er sósan og rjóminn sett í pott og hitað því næst er grænmetið sett smá stund á pönnuna og allt sem er á pönnunni sett í pottinn með sósuni þegar suðan er kominn upp á henni. Látið mala í 20-30 mín. Berið fram með hrisgrjónum og fersku grænmetri.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 128
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 354406
Samtals gestir: 99836
Tölur uppfærðar: 28.9.2020 18:52:06