Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
10.09.2014 04:00EplapieHráefni: 4 bollar spelt 2 bollar haframjöl 2 bolli sykur 480 gr smjörlíki 2 stk. Egg 2 tsk. Lyftiduft 1 kg. Epli eða eftir smekk
Aðferð: Stillið ofninn á 150-170°C. Flysjið eplin og rífið niður í rifjárni. Fínmalið haframjölið í matvinnsluvél. Blandið þurrefnunum í skál, bræðið smjörið við vægan hita og hellið saman við þurrefnin. Hnoðið. Setjið eggin saman við og hnoðið aðeins meira. Smyrjið eldfast mót og þekið botninn með deiginu og upp á hliðarnar, notið ca. 2/3 af deiginu. Setjið rifin eplin yfir deigið í mótinu og svo restina af deiginu yfir eplin. Bakist í 45 mín (lengur ef þið viljið hafa kökuna vel bakað, ca. 60 mín.) Gott er að vera búin að setja allt í eldfastamótið fyrr um daginn og baka kökuna bara rétt áður en hún er borin fram. Hún er mjög góð með ís og þeyttum rjóma. Ég hef gert þessa sömu köku (pie) með rabarbara og hindiberjum. Þá var ég með 800 gr. Smátt saxaðan rabarbara og 250 gr. Frosin hindiber og stráði smá sykri yfir fyllinguna áður en ég setti deigið yfir þar sem rabarbarinn er svo súr. |
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is