Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

27.07.2014 00:30

Grunnuppskrift af brauði

Hráefni:
1 kg. Spelt
1/2 dl. Þurrger
1 tsk. Salt
1 msk. Sykur (má sleppa)
150 gr. Smjörlíki eða 1/2 dl. Matarolía
600 - 1000 ml Vatn ,volgt

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið rólega saman (ef hrærivél er notum er gott að nota korókinn og láta vélina vera á minsta styrk). Þá er smjörlíkimu bætt saman við og svo vatninu. Ef matarolía er notuð er gott að setja hana saman við fyrstu 600 ml af vatninu því það þarf alla vega 600 ml af vatni í degið en stundum meira. Blandið rólega saman í fyrstu og svo aukið hraðan í nærsthæðsta eða hæðsta. 
Einnig er hægt að hnoða degið í höndunum og þá finnst mér best að fara alveg eins að eins og með hrærivélina nema að í staðinn fyrir krókkinn nota ég sleif og blanda öllu saaman þannig að hægt sé að hella úr skálini (að vökvinn renni ekki út um allt) á borð og byrja að hnoða. Það er nauðsinlegt að hnoða degið lengi og ákveðið í ca. 10-15 mín. í höndunum en í hrærivél um 5 mín. þá er degið látið hefast í minst 45 mín. en má hefast í 2-3 klst. 
Úr þessu deigi má móta hvaða brauð sem er stór sem smá , bollur eða snittubrauð, pylsubrauð eða hamborgarabrauð. 
Einnig má setja saman við degið allskonar fræ, kúmen eða bara það sem manni dettur í hug.
Bakstur tíminn er mislangur eftir því hvað er verið að baka úr deiginu.

Stórt brauð eru ca. 20-30 mín við 190°C en smá brauð í um 10 mín . við sama hita. En hafa ber í huga að bakaraofnar eru misjafnir eins og þeir eru margir, þannig að það er best að finna út hvað hentar hverjum ofni.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365372
Samtals gestir: 103726
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 04:22:20