Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

01.07.2011 05:11

Fiskur í ofni með lauk, tómötum og mozzarella osti

Hráefni:
2-3 stk.  Ýsuflök (roð og beinlaus)
2-3 stk. Tómatar (fer eftir stærð fiskflakana)
1-2 stk. Laukur (fer eftir stærð fiskflakana)
1 rúlla mozzarela ostur, ferskur eða 2 stórar kúlur
10-20 sneiðar ostur
1-2 tsk. Salt
1-2 tsk. Aromat (má sleppa)
5-10 stk. Soðnarkartöflur (má sleppa)

Aðferð:
Skerið ýsuflökin í bita og setjið í fat og hellið sjóðandiheitu vatni yfir bitana og látið vera í nokkrar mín (alls ekki lengur en 2-3 mín ef fiskurinn er þyðinn en má vera mest í ca. 10 mín ef hann er bein freðinn). Smyrjið eldfastmót vel að innan og upp á hliðarnar með smjörlíki og raðið fiskbitunum í botninn á eldfastamótinu og kryddið með salti og aromati. Skerið laukinn niður í strimla og raðið yfir fiskinn, þá er tómatarnir skornir í sneiðar og raðað yfir laukinn og því næst er mozzarella osturinn skorinn í sneiðar og raðað ofan á tómatsneiðarnar. Svo ef eldfastamótið er hát og mjótt má gera aðra hæð og þá er fiskbitum raðað ofan á mozzarelaostin og sama röð eins og talið er upp hér á undan. Þetta er gert koll af kolli þar til hráefnin eru búinn þá eru kartöflunum raðað efst, þannig að í seinasta laginu á eftir mozzarella ostinum eru kartöflurnar og ostsneiðum raðað yfir kartöflurnar. Það er alveg nóg að hafa eitt lag af mozzarella ostinum ef vill og þá koma kartöflurnar ofan á tómatan í restina. 
Sett inn í 200°C heitan ofninn í 20-30 mín. Fer eftir hversu mörg lög eru (eitt, tvö eða þrjú) og hvort fiskurinn er orðin þyðinn eða frosinn og þykkt bitana.

Ef kartöflunum er sleppt er gott að hafa hrísgrjón með sem meðlæti sem og grænmeti.
Einnig er magn tómartana og lauksins alveg eftir smekk og svo má alveg sleppa ostinum að öllu leiti en þá mæli ég með því að strá pínu raspi yfir efstalagið og þá þarf að setja smá smjörlíki með eða spreyja yfir raspinn með jurtaspreyji.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18