Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

12.06.2014 04:00

Mexíkósk súpa

Hráefni: 

1 stk grillaður kjúklingur
2 stk laukar
4 stk hvítlauksbátar (pressaðir
2
msk olía
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 stk teningur kjúklingakrafur + ½ ltr.vatn
1 stk teningur nautakjötskraftur + ½ ltr
1 líter tómatdjús
1 msk koriander
1 ½ tsk chili
1 ½ tsk cayannepipar

Aðferð:

Laukur + hvítlaukur skorinn og mýktur í olíunni í stórum potti, öllu hinu blandað saman við. Látið malla í ca. 2 tíma. Smakkað til og má ef til vill setja meiri hvítlauk eða krydd.  1 stk grillaður kjúklingur brytjaður og settur út í ca. ½ tíma fyrir framreiðslu.  Sýrður rjómi, nachoflögur og rifinn ostur borið fram með súpunni.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18