Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

12.06.2014 02:29

Sveppasúpa

Hráefni:
600 g sveppir
2 msk smjör
safi úr 1 sítrónu
3 skalottulaukar
4 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
1,2 l grænmetissoð eða vatn
1 stór kartafla skorin í teninga
1,5 dl þurrt rauðvín
2 smk sojasósa
salt og pipar eftir smekk
tímjan og rósmarín, 1/2 tsk af hvoru

4 msk sýrður rjómi
söxuð steinselja til skrauts

Aðferð:

Hellið sjóðandi vatni yfir sveppina og látið liggja í ca. 20 mínútur. Laukurinn og hvítlaukurinn léttsteiktur upp úr smjörinu, sveppunum bætt útí ásamt 1 msk af ólífuolíunni, látið malla við vægan hita í 5-10 mínútur. Bætið víni og sojasósu út í, ásamt kryddjurtunum. Látið krauma áfram í 10 mínútur. Síið sveppavökvann og bætið soði við, heildarmagn er ca. 1,2 lítrar, og bætið kartöflunni við, suðan látin koma upp og soðið áfram við lágan hita í 30 mínútur.
Kryddið með salti og pipar og skreytið með steinselju

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18