Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

13.06.2014 22:55

Kjúklingasúpa

Hráefni:
1 msk. Olía
1 tsk. Karrý
2 stk. Rauðar paprikur
2 stk. Grænar paprikur
1 stk. Púrrulaukur (blaðlaukur)
10 stk. Hvítlauksgeirar
1 L. Vatn (ég set alltaf 1,5 L)
1 flaska. Hot Chilli tómatsósa frá Hunts (má líka vera mild)
1 askja. Rjómaostur (400 gr)
1/4 L. Rjómi (ég set 1/2 - 1 L af rjóma eða 1/2 L. af rjóma og 1 dós af kókosmjólk)
2 stk. Kjúklingateningar
2 stk. Grænmetisteningar
4 stk. Kjúklingabringur
Salt og pipar eftir smekk (Mér finnst gott að setja Tondorri krydd í staðin fyrir pipar)

Aðferð:
Saxið paprikurnar og púrrulaukinn smátt eða bara eftir smekk. Hitið pönnuna og setjið olíuna og karrýið á pönnuna og látið hitna vel, setjið saxað grænmetið á pönnuna og rífið eða pressið hvítlaukinn út í og látið grænmetið svitna. Setjið vatnið og teningana í stóran pott og kveikjið undir á miðlungshita. Setjið grænmetið af pönnuni í pottinn og hrærið í. Ekki þvo pönnuna því gott er að steikja kjúklingabringurnar upp úr kryddinu sem er eftir er á pönnuni þegar grænmetið er sett í pottinn. Og steikjið bringurnar þar til þær eru steiktar í gegn. Þetta tekur ca. jafn langan tíma og láta suðuna koma upp á súpuni. Bætið rjómaostinum, Chilli sósuni og rjómanum saman við það sem er í pottinum þegar bringurnar eru komnar á pönnuna og látið suðuna koma upp við miðlungshita (því ef notaður er hæðsti hitinn þá er hætt við því að súpan brenni við eða það ferstist við botninn út af öllun rjómanum og rjómaostinum). Svo þegar suðan er kominn upp er súpan tilbúinn. Saltið og kryddið eftir smekk. Þegar bringurnar eru tilbúnar eru þær brytjaðar niður í litlabita og settar saman við súpuna.
Það má bera súpuna fram með brauði og/eða tortilla flögum en það þarf ekki því súpan er svo matar mikil.

Athugið:
Til þess að gera þessa súpu fyrir grænmetisætur þá má sleppa kjúklingnum og kjúklingateningunum og bætt við fleirrum grænmetisteningum.

Þetta er stór uppskrift og þá upplagt að gera hana ef von er á mörgum gestum og gott er að gera súpuna daginn áður því hún er ekki síðri daginn eftir og er jafnvel betri þá. Einnig er gott að frysta súpuna. 

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18