Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
10.09.2014 04:10Eplakaka ÞóruHráefni: 250 gr. Sykur 250 gr. Smjörlíki 4 stk. Egg 250 gr. Spelt ¼ tsk. Hjartasalt 1 tsk. Kanill 1 tsk. Vanilludropar eða möndludropar Epla og súkkulaði (magn eftir smekk) brytjað út í degið eða eplunum raðað ofan á. Mjög gott heitt með ís og/eða rjóma. Aðferð: Sykurinn og smjörlíkinu hrært vel saman, svo er eggjunum hrært saman við og því næst er þurrefnunum blandað saman við. Í lokin eru droppunum, eplunum og súkkulaðinu blandað saman við degið. Setjið degið í vel smurt form og stráið kanilsykri yfir og bakið við 175°C fyrstu 20 mín. og lækkið þá hitan niður í 120°C og bakið í 30 mín. til viðbótar. Deigið passar í tvö kringlótmót, en einnig er gott að setja degið í skúffu. |
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is