Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

30.07.2014 13:55

Indverskur kjúklingur.

Hráefni:
1 stk niðurskorinn kjúklingur
3 msk tómatpurre
3 msk AB mjólk
1/2 tsk garam masala
1/2 tsk chilli duft
2 hvítlauksrif,kreist
2 msk mango chutney
1 tsk salt
2 msk kóriander
4 msk olífuolía
150 ml vatn
1 dós kókosmjólk.

 

 

Aðferð:

Öllu kryddi blandað saman í skál ásamt tómatpurre og AB mjólk.
Olían hituð í potti eða á Wok pönnu-kryddblandan sett út í og látin sjóða í 2 mín, hræra í á meðan.
Kjúklingurinn er settur í og látinn krauma í 1/2 tíma-hræra annað slagið.
Vatninu bætt í og látinn sjóða þar til hann er tilbúinn.
Í lokin er kókosmjólkinni hellt yfir og suðan látin koma upp til að jafna sósuna.

Borið fram með nanbrauði.

 

 

Nanbrauð.

Hráefni:
450 gr hveiti
1 msk salt
280 ml volgt vatn
90 gr olía.

 

Aðferð:

Öllu þessu er blandað saman þar til úr verður meðfærilegt deig sem síðan er flatt út í litlar kökur,þær eru steiktar á þurri þykkbotna pönnu.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18