Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

30.07.2014 13:52

Kjúklingabringur Tex-Mex

Hráefni:
800 gr kjúklingabringur

Marinering:
5-7 hvítlauksgeirar (má vera 7-10) bara betra
2 cm engiferrót
1 dl barbecue sósa
1/2 dl appelsínuþykkni
1/2 tsk negulduft (má sleppa) geri það oftast
1 tsk cumminduft
1tsk kórianderduft (er oftast með hann ferskan)
1 1/2 msk dijon sinnep
1 msk hlynsyróp
1 dl góð matarolía

 

Aðferð:

Setjið hvítlaukinn og engiferrótina í matvinnsluvél eða töfrasprota og hakka smátt. Látið allt annað innihald nema olíuna í skálina og blandið vel saman. Á meðan vélin er að snúast helllið þá matarolíunni saman við í mjórri bunu.
Setjið bringurnar í skál og hellið helmingnum af marineringunni yfir en afgangurinn fer í sósuna.
Gott er að láta bringurnar marinerast í leginum yfir nótt eða jafnvel sólarhring.
Bringurnar eru annaðhvort pönnusteiktar (geri það oftast í ca 15 mínútur samtals á báðum hliðum) eða bara smella þeim á grillið. Muna að snúa bringunum oft á meðan steikingu stendur svo þær brenni ekki, og pensla með marineringunni annað slagið.
Finnst best að hafa gott salat sem meðlæti ásamt góðu brauði.

 


Sósan:
Hráefni:

1msk góð matarolía
6 hvítlauksgeirar saxaðir
1 chillipipar kjarnhreinsaður og smátt skorinn
1dl kjötsoð
1/2 - 1dl barbecue sósa
marineringin sem tekið var frá í sósuna
1 msk hunang
3 cl bourbon-viskí ( má sleppa)

Aðferð:

Léttsteikja hvítluk og cillipipar saman og hella síðan kjötsoðinu yfir öllu öðru blandað saman við og hitað í potti og látið simmera smá stund þá tilbúið.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365443
Samtals gestir: 103731
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 06:32:20