Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

30.07.2014 13:54

Kalkúnn með sveppafyllingu

Hráefni:
4 1/2 kg kalkúnn
4-5 feitar beikonsneiðar
1/2 sítróna
salt
brætt smjör

Fylling
2-3 dl franskbrauð (1-2 daga gamalt)
1 dl sérrí eða portvín
innyfli úr kalkún (lifur,hjarta og fóarn)
400 g niðursoðnir sveppir (vökvinn í sósu)
1 dl fersk steinselja
salt og pipar

Sósa
soð af kalkún
sveppasoð
vatn
2-3 kjúklingateningar
1/2 dl sérrí eða portvín
hveiti
rjómi

 

 

Aðferð:

Rífið niður brauðið og leggið í bleyti í vínið. Hakkið innyflin í matkvörn, setjið sveppi, steinselju og brauðið í kvörnina og hakkið saman. Kryddið með salti og pipar.
Hreinsið og þerrið kalkúninn. Troðið fyllingunni inn í hann og saumið fyrir opið eða lokið með trépinnum.
Nuddið kalkúninn vel að utan með sítrónu og salti. Leggið beikonsneiðar yfir bringuna og pakkið kalkúninum inn í álpappír. Steikið í 250°C heitum ofni í tvær klst. Takið álpappírinn og beikonsneiðarnar af, penslið kalkúninn með bræddu smjöri. Steikið áfram í 20 mín eða þar til kalkúnninn er fallega brúnn.
er fyrir 6-8
Sósa
Hellið kalkúnasoðinu í pott ásamt sveppasoði og vatni.
Kryddið með kjúklingateningum og sérríi eða portvíni. Þykkið sósuna með hveitijafningi (hveiti og vatni) eða sósujafnara. Hellið rjóma út í og hitið (sjóðið ekki)
Berið fram með brúnuðum kartöflum og waldorfsalati.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18