Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

27.07.2014 21:25

Beyglur

Hráefni:
U.þ.b. 3 dl. fingurvolgt vatn
2 tsk. þurrger
1 1/2 msk. sykur
500 gr. spelt
1 1/2 tsk. salt

 

 

Aðferð:

Leysið gerið upp í 1 dl. af vatni. Blandið þurrefnunum saman við. Bætið við vatni eins og þarf. Látið deigið síðan lyfta sér í um 1 klst. Mótið 8 kúlur úr deiginu, gerið gat með fingrinum í miðju hverrar kúlu og mótið síðan kúluna þar til hún lítur út eins og myndarleg beygla. Látið lyfta sér í um 10 mín. Sjóðið vatn í víðum potti. Lækkið hitann en þó þannig að vatnið bulli. Sjóðið beyglurnar þar til þær fljóta upp á yfirborðið, ágætt er að snúa þeim við alla vega einu sinni. Veiðið síðan upp úr pottinum (t.d. með fiskispaða þannig að vatnið renni af) og setjið á plötu með smá olíubornum bökunarpappír. 

Bakist í um 20 mín. við 220°C (um 15 mín. ef þið eruð með blástur).

Þetta er í raun grunnuppskrift af  beygglum þannig að  það má leika sér með eins og hverjum hentar. Á að duga í 8 stk.


Til tilbreytingar:
Notið hvítlaukssalt í staðinn fyrir venjulegt salt. Setjið 2-3 kúfullar matskeiðar af pestói í deigið áður en þið bætið við því sem upp á vantar af vatninu í lokin. Stráið fræjum (t.d. sesamfræjum) yfir beyglurnar áður en þið bakið þær.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365443
Samtals gestir: 103731
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 06:32:20