Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

27.07.2014 21:20

Gyðingakökur

Hráefni:
500 gr spelt
250 gr smjör
250 gr sykur
2 egg
10 dropar af sítrónudropum
1 1/2 tsk hjartarsalt
1-2 msk mjólk
75 gr saxaðar möndlur í skraut + steyttur sykur

 

 

Aðferð:

Þurrefnunum er blandað saman. Smjörið mulið saman við. Eggjum, mjólk og sítrónudropum bætt við. Hnoðað þar til stíft og laust við allar spurngur. Geymt yfir nótt í ísskáp.
Deigið er flatt þunnt út (munið að hafa spelt við höndina og strá á borðplötuna og yfir deigið ef með þarf), síðan er stungnar út kökur með því að nota glas. Kökunum er raðað á plötur, penslaðar með eggi og steyttum sykri og söxuðum möndlum dreift yfir. Bakaðar ljósbrúnar við ca 200°C.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 73
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 354364
Samtals gestir: 99835
Tölur uppfærðar: 28.9.2020 17:48:17