Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
27.07.2014 20:50SörurKökurnar 200 g möndlur 180 g flórsykur 3 eggjahvítur salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 160-180°C. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og blandið flórsykrinum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið möndlunum og flórsykrinum varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á bökunarpappír. Bakið í ca 10-12 mínútur. Krem 5-6 msk sýróp (velgt) 6 eggjarauður 300 g smjör 2 msk kakó 2 tsk kaffiduft (instant kaffi gott að mylja fínt í mortéli) Velgið sýrópið. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru orðnar kremgular og þykkar. Hellið sýrópinu þá í mjórri bunu saman við og þeytið á meðan. Síðan er mjúku smjöri bætt í og þeytt á meðan. Bætið kakó og kaffi út í og hrærið vel saman. Látið kremið kólna í ísskáp í 1-2 klst. áður en það er sett á kökurnar. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið því á sörubotnana. Notið skeið til að slétta úr kreminu þannig að það þynnist við kantana. Kælið kökurnar vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar. Hjúpur
400 g suðusúkkulaði Skerið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins áður en kremhlutanum á sörunum er dýft ofan í. |
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is