Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
01.10.2009 07:43JógúrkmuffinsHráefni: 2½ bolli spelt 2 bolli sykur 250 gr. brætt smjörlíki 3 stk. egg ½ tsk. matarsóti ½ tsk. salt 1 dós jógúrt, hnetu og karmellu eða kaffi (180 ml.) 100 gr. súkkulaði saxað/bitar Aðferð: Allt sett í skál og blandað vel saman, passa að hræra ekki of mikið. Degið sett í muffinsform og bakað við 180°C í ca. 10 mín. 01.10.2009 07:15Marmarakaka.Hráefni: Aðferð: Smjörlíki og sykri hrært saman þar til létt og ljóst. Eggjarauðurnar hrærðar út í ein og ein í einu, hræra vel á milli. Spelti og lyftiduft sett út í síðan mjólk og hræra allt vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega út í með sleif. 01.10.2009 07:00Möndlukaka með Bleiku kremiHráefni: Aðferð: Egg og sykur þeytt vel saman. Spelti og lytiduft bætt út í og hrært smá . Smjörliki og dropum bætt í. Sett í vel smurt form. Bakað í ca. 30.min við 175c. Kakan kæld, glassúrinn búin til og settur ofan á kökkuna. 01.10.2009 07:00SandkakaHráefni: Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel saman. Bætið að síðustu speltinu út í og blandið vel saman. Setjið deigið í smurt jólakökuform og bakið í um 1 klst. 01.10.2009 06:34Möndlukaka KrissaHráefni: 100 gr Smjölíki (mjúkt) 100 gr Sykur 200 gr Spelt 1 stk Egg 1 tsk Lyftiduft 1¼ dl Mjólk vanilludropar möndludropar Kremið. Flórsykur Kakkó Sjóðandi heitt kaffi Vanilludropar Aðferð: Smjörlíkinu og sykrinum hrært saman. Spelt, lyftiduft, eggin sett í skálina og hrært svo er mjólk og dropunum helt útí (það finnst alveg þegar þetta er tilbúið) Ekki hræra mikið, bara rétt að ná þessu saman. Sett í smurt form og inní ofn þar til kakan er orðin ljós brún. 180°C í ca. 30 mín. Kakan kæld. Á meðan er kremið hrært saman. Sigtið saman flórsykur og kakó í skál hellið ögn af heitu kaffinu út í og hrærið saman, magnið fer eftri smekk. Þegar glassúrinn er hæfilega þykkur/þunnur er vanilludropunum bætt út í. Ath. það verður að láta kremið strax á af því annars verður það kekkjótt 01.10.2009 06:20SjónvarpskakaHráefni: Kökubotn: 300 gr sykur 4 egg 1 tsk vanillusykur 250 gr spelt 2 tsk lyftiduft 2 dl mjólk 50 gr smjör Ofaná bráð: 125 gr smjör 100 gr kókosmjöl 125 gr dökkur púðursykur 4 msk mjólk Aðferð: Kökubotninn: Þeyta saman egg og sykur, bætið spelti, vanillusykur, lyftiduft blandað saman. Smjör brætt í mjólk og öllu blandað saman og sett í ofnskúffu. Ofninn settur á 175°C og botninn bakaður í ca. 20 mín. Ofanábráðin: Allt NEMA kókosmjölið brætt saman í potti, - hella kókosmjöli saman við þegar allt er bráðið. Þessu er síðan hellt yfir heitan kökubotninn og hann svo settur aftur inn í ofninn í ca 10 mín við 200°C 01.10.2009 06:17SkúffukakaHráefni: 4 bl. Spelt 3 bl. Sykur 3-4 msk. Kakó 9 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Salt 5 stk. Egg 200 gr. Smjör, brætt 3 bl. Mjólk 1 glas vaniludropar Aðferð: Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman, setjið egginn, smjörið, mjólkina og dropana í skálina og blandið vel saman við þurrefnin. Smyrjið ofnskóffu og setjið deigið í skúffuna. Bakist við 200°C í ca. 20-40 mín. Látið kökuna kólna og setjið smjörkem eða glassúr yfir kökuna. 01.10.2009 00:00Vínarterta.Hráefni: Aðferð: Lyftidufti blandað saman við speltið. Smjörlíkið er linað og hrært með sykrinum, þar til það er orðið að þéttri froðu, þá eru eggin hrærð saman við eitt og eitt í einu ásamt einni msk af spelti með hverju þeirra, þannig er haldið áfram þar til eggin eru búin. Sett í tertuform. Bakað við góðann hita. Lögð saman með berjamauki. Stundum borin rjómi með eða jafnvel smurður ofna á. 30.07.2009 13:42Fylltir sveppirHráefni:
Aðferð: Kartöflur bakaðar og innihaldið skafið með skeið og blandað við smurostinn stilkurinn brotinn úr sveppunum og þeir fylltir með blöndunni saltað og piprað osti stráð yfir og bakað við 200 í 10 mín.30.07.2009 13:39Pönnusteikt grænmeti.Hráefni: 1 stk. rauðlaukur, skorinn í báta
Aðferð: Þetta er sett á pönnu með 1/2 dl. af hvítvínsediki og 1 msk. sykur og látið malla þar um stund.30.07.2009 13:37Tómata og klettasalat með ostiHráefni:
Aðferð: Kirsuberjatómatarnir skornir í tvennt og heilsutómatarnir í fjórðunga og þykkar sneiðar. Vorlaukurinn saxaður og settur í skál ásamt tómötum og klettasalati. Olía, sítrónusafi, hlynsíróp, pipar og salt hrist eða hrært saman, hellt yfir salatið og blandað vel. Ostarúllan klipin í bita og þeim blandað saman við.30.07.2009 13:29PlokkfiskurHráefni:
Aðferð: Skerið fiskinn á smábita, setjið í pott, látið suðuna koma upp í smá stund. Kælið fiskinn. Bræðið smjörlíkið og mýkið laukinn við meðalhita, speltinu hrært saman við.Blandið vel saman og bætið mjólkinni út í þar til blandan verður að sléttum jafningi. Kryddið með salti, pipar og bætið sykri út í. Saxið fiskinn lauslega í smáa bita og bætið honum út í jafninginn ásamt kartöflunum. Hrærið gætilega saman þar til plokkfiskurinn er orðinn gegnheitur. Gætið þess að gera blönduna ekki ólystuga með að hræra hana í graut! Berið fram með góðu rúgbrauði, köldu smjöri. 30.07.2009 13:21Kókosbolludesert.Hráefni:
Aðferð: þeytið rjómann og myljið marengsbotninn saman við. 30.07.2009 13:18Sælkera-marengsfjall.Hráefni:
Aðferð: Þeytið eggjahvíturnar, edikið og sykurinn saman eins og venja er með marengs. 30.07.2009 12:00SólberjahlaupHráefni:
Aðferð: Skolið ber og setjið þau í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp hægt. Sjóðið við vægan hita í 10 mín. Bætið sykri út í og sjóðið í 10 mín í viðbót. Hrærið í annað slagið á meðan sultan sýður. Síið í gegnum grisju og hellið hlaupinu í hreinar krukkur og látið kólna. |
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is