Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

01.10.2009 07:43

Jógúrkmuffins

Hráefni:
2½ bolli spelt 
2 bolli sykur
250 gr. brætt smjörlíki
3 stk. egg
½ tsk. matarsóti
½ tsk. salt
1 dós jógúrt, hnetu og karmellu eða kaffi (180 ml.)
100 gr. súkkulaði saxað/bitar

Aðferð:
Allt sett í skál og blandað vel saman, passa að hræra ekki of mikið. Degið sett í muffinsform og bakað við 180°C í ca. 10 mín.

01.10.2009 07:15

Marmarakaka.

Hráefni:
150 gr smjör eða smjörlíki
2 ½ dl sykur
3 egg
1 dl mjólk
4 dl spelt
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur (eða dropar)
1 - 2 tsk kakó

Aðferð:

Smjörlíki og sykri hrært saman þar til létt og ljóst. Eggjarauðurnar hrærðar út í ein og ein í einu, hræra vel á milli. Spelti og lyftiduft sett út í síðan mjólk og hræra allt vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega út í með sleif.
Setja 1/3 af deiginu í aðra skál og hrærið út í það kakói og vanillusykri. Setja dálítið að ljósu deigi í vel smurt formið, setjið helming af brúna deiginu ofan á ljósa síðan koll af kolli enda á ljósu deigi. Gerið munstur í deigið með því að draga hníf óreglulega í gegnum öll lögin.
Bakið á rist neðalega í ofninum við 175°C í allt að 50 mín. Látið kökuna standa í forminu í nokkrar mín. áður en henni er hvolt á rist. Gott er að hafa formið yfir henni meðan hún kólnar.

01.10.2009 07:00

Möndlukaka með Bleiku kremi

Hráefni:
2. egg
1 1/2. dl. sykur
1 3/4.dl. spelt
1. tsk. lyftiduft
100.gr. brætt smjörliki
1 1/2. tsk, möndludropar.

Krem:
Bleikur glassúr: florsykur---heittvatn--matarlitur.

Aðferð:  

Egg og sykur þeytt vel saman. Spelti og lytiduft bætt út í og hrært smá . Smjörliki og dropum bætt í. Sett í vel smurt form. Bakað í ca. 30.min við 175c.  Kakan kæld, glassúrinn búin til og settur ofan á kökkuna.

01.10.2009 07:00

Sandkaka

Hráefni:
250 gr. smjör, mjúkt
250 gr. sykur
5 egg
250 gr. spelt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel saman. Bætið að síðustu speltinu út í og blandið vel saman. Setjið deigið í smurt jólakökuform og bakið í um 1 klst.

01.10.2009 06:34

Möndlukaka Krissa

Hráefni:
100 gr Smjölíki (mjúkt)
100 gr Sykur
200 gr Spelt
1 stk Egg
1 tsk Lyftiduft
1¼ dl Mjólk
vanilludropar
möndludropar

Kremið.
Flórsykur
Kakkó
Sjóðandi heitt kaffi
Vanilludropar


Aðferð:
Smjörlíkinu og sykrinum hrært saman. Spelt, lyftiduft, eggin sett í skálina og hrært svo er mjólk og dropunum helt útí (það finnst alveg þegar þetta er tilbúið)
Ekki hræra mikið, bara rétt að ná þessu saman.
Sett í smurt form og inní ofn þar til kakan er orðin ljós brún. 180°C í ca. 30 mín.
Kakan kæld. Á meðan er kremið hrært saman.   Sigtið saman flórsykur og kakó í skál hellið ögn af heitu kaffinu út í og hrærið saman, magnið fer eftri smekk. Þegar glassúrinn er hæfilega þykkur/þunnur er vanilludropunum bætt út í. Ath. það verður að láta kremið strax á af því annars verður það kekkjótt

01.10.2009 06:20

Sjónvarpskaka

Hráefni:
Kökubotn:
300 gr sykur
4 egg
1 tsk vanillusykur
250 gr spelt
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 gr smjör

Ofaná bráð:
125 gr smjör
100 gr kókosmjöl
125 gr dökkur púðursykur
4 msk mjólk

Aðferð:
Kökubotninn:
Þeyta saman egg og sykur, bætið spelti, vanillusykur, lyftiduft blandað saman. Smjör brætt í mjólk og öllu blandað saman og sett í ofnskúffu.
Ofninn settur á 175°C og botninn bakaður í ca. 20 mín.

Ofanábráðin:
Allt NEMA kókosmjölið brætt saman í potti, - hella kókosmjöli saman við þegar allt er bráðið. Þessu er síðan hellt yfir heitan kökubotninn og hann svo settur aftur inn í ofninn í ca 10 mín við 200°C

01.10.2009 06:17

Skúffukaka

Hráefni:
4 bl. Spelt
3 bl. Sykur
3-4 msk. Kakó
9 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
5 stk. Egg
200 gr. Smjör, brætt
3 bl. Mjólk
1 glas vaniludropar

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman, setjið egginn, smjörið, mjólkina og dropana í skálina og blandið vel saman við þurrefnin. Smyrjið ofnskóffu og setjið deigið í skúffuna. Bakist við 200°C í ca. 20-40 mín.
Látið kökuna kólna og setjið smjörkem eða glassúr yfir kökuna.

01.10.2009 00:00

Vínarterta.

Hráefni:
150 gr smjörlíki
150 gr sykur
200 gr spelt
200 gr egg
500 gr berjamauk
2 tsk lyftiduft

Aðferð:

Lyftidufti blandað saman við speltið. Smjörlíkið er linað og hrært með sykrinum, þar til það er orðið að þéttri froðu, þá eru eggin hrærð saman við eitt og eitt í einu ásamt einni msk af spelti með hverju þeirra, þannig er haldið áfram þar til eggin eru búin. Sett í tertuform. Bakað við góðann hita. Lögð saman með berjamauki. Stundum borin rjómi með eða jafnvel smurður ofna á.

30.07.2009 13:42

Fylltir sveppir

Hráefni:
8. stórir sveppir
2.bökunarkartöflur
3.msk beikon smurostur
rifinn gratínostur

 

 

Aðferð:

Kartöflur bakaðar og innihaldið skafið með skeið og blandað við smurostinn stilkurinn brotinn úr sveppunum og þeir fylltir með blöndunni saltað og piprað osti stráð yfir og bakað við 200 í 10 mín.

30.07.2009 13:39

Pönnusteikt grænmeti.

Hráefni:

1 stk. rauðlaukur, skorinn í báta
1/2 kúrbítur í bitum
1-2 sætar kartöflur í bitum
2 stk. rauðar paprikur í bitum

 

Aðferð:

Þetta er sett á pönnu með 1/2 dl. af hvítvínsediki og 1 msk. sykur og látið malla þar um stund.

30.07.2009 13:37

Tómata og klettasalat með osti

Hráefni:
250 gr kirsiberjatómatar
250 gr heilsutómatar
1 vorlaukar
100 gr klettasalat
3 msk olía
1 msk sítrónusafi
2 tsk hlynsíróp
Nýmalaður pipar
Salt
1 ostarúlla með beikon-og paprikublöndu frá Ostahúsinu

 

Aðferð:

Kirsuberjatómatarnir skornir í tvennt og heilsutómatarnir í fjórðunga og þykkar sneiðar. Vorlaukurinn saxaður og settur í skál ásamt tómötum og klettasalati. Olía, sítrónusafi, hlynsíróp, pipar og salt hrist eða hrært saman, hellt yfir salatið og blandað vel. Ostarúllan klipin í bita og þeim blandað saman við.

30.07.2009 13:29

Plokkfiskur

Hráefni:
500 til 600 g soðinn fiskur
4-5 soðnar kartöflur skornar í bita
100 g smjörlíki
1 saxaður laukur
2-3 msk. spelt
salt og mikið af hvítum pipar
1 tsk. sykur
mjólk eftir þörfum

 

 

Aðferð:

Skerið fiskinn á smábita, setjið í pott, látið suðuna koma upp í smá stund. Kælið fiskinn.  Bræðið smjörlíkið og mýkið laukinn við meðalhita, speltinu hrært saman við.
Blandið vel saman og bætið mjólkinni út í þar til blandan verður að sléttum jafningi.
Kryddið með salti, pipar og bætið sykri út í.
Saxið fiskinn lauslega í smáa bita og bætið honum út í jafninginn ásamt kartöflunum.
Hrærið gætilega saman þar til plokkfiskurinn er orðinn gegnheitur.
Gætið þess að gera blönduna ekki ólystuga með að hræra hana í graut!
Berið fram með góðu rúgbrauði, köldu smjöri.

30.07.2009 13:21

Kókosbolludesert.

Hráefni:
1 marengsbotn
1/4 L rjómi
1 lítil askja jarðarber
2-3 kíví
3 kókosbollur
100 gr rjómasúkklaði.

 

 

Aðferð:

þeytið rjómann og myljið marengsbotninn saman við.
Blandið vel og dreifið blöndunni í botninn á meðalstóru fati.
Skerið jarðarber og kíví í sneiðar og raðið ávöxtunum ofan á rjómablönduna.
Myljið kókosbollurnar þar ofan á (best er að gera það með höndunum).
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu yfir réttinn.

30.07.2009 13:18

Sælkera-marengsfjall.

Hráefni:
6 eggjahvítur og rauður
300 gr sykur
2 tsk edik
7,5 dl rjómi
450 gr jarðarber,300 gr bláber
100 gr flórsykur
150 gr súkkulaði
40 gr smjör.

 

 

Aðferð:

Þeytið eggjahvíturnar, edikið og sykurinn saman eins og venja er með marengs.
Takið blönduna úr skálinni með matskeið og búið til litlar marengs-smákökur og set á bökunarpappír.  Það fer svo inn í ofn og bakast í klukkutíma við 135°C.
Á meðan þeytið þið rjómann og set út í hann jarðarberin og bláberin en skilja þarf smá eftir til skreytingar.
Eftir að marengs-kökurnar eru tilbúnar er þeim raðað á kökudisk þannig að þær myndi botn. Látið svo rjóma yfir og næsta lag er aðeins minna af marengs og þaðan koll af kolli svo endar þetta í toppköku.
Kremið eu búið til með því að þeyta saman eggjarauðum og flórsykri.
Súkkulaði og smjör er brætt saman og síðan blandað við eggjablönduna. Að lokum er kreminu hellt yfir fjallið.

30.07.2009 12:00

Sólberjahlaup

Hráefni:
1 kg sólber (látið svolítið af grænum berjum og stilkum fylgja með)
½ dl vatn
1 kg sykri

 

 

Aðferð:

Skolið ber og setjið þau í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp hægt. Sjóðið við vægan hita í 10 mín. Bætið sykri út í og sjóðið í 10 mín í viðbót. Hrærið í annað slagið á meðan sultan sýður. Síið í gegnum grisju og hellið hlaupinu í hreinar krukkur og látið kólna.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18