Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

01.07.2011 00:36

Súrsætsósa (einföld og fljótleg)

Hráefni:
1 dl. Sykur
1 dl. Tómatsósa
1 dl. Borðedik
1 dl. Vatn
1 dós Ananas, lítil
1 msk. Kartöflumjöl


Aðferð:
Setjið sykurinn, tómatsósuna , borðedikið og vatnið í pott og látið suðuna koma upp. Látið krauma  í smá stund. Blandið smá vatni saman við kartöflumjölið og hellið því saman við sósuna, passið að það má ekki sjóða sósuna eftir að kartöflumjölið er komið saman við, vegna þess að þá verður sósan eins og tyggjó. Svo er ananasinum og safanum blanndað saman við í lokin.
Þessi sósa er góð með kjöti og fiski.

01.07.2011 00:30

Villisveppasósa

Hráefni:
450-500 gr íslenskir villisveppir
6-8 gr þurrkaðir kóngasveppir, muldir í morteli
2 msk olía
2 pelar rjómi
75 gr gráðostur
salt, sykur og pipar
koníak

Aðferð:
Sveppirnir skornir í bita/sneiðar og steiktir í olíunni. Þeir síðan settir í pott ásamt rjómanum og muldum kóngasveppunum. Suðan látin koma hægt upp og gráðostinum bætt út í. Saltað og piprað eftir smekk og einnig er gott að láta örlítinn sykur með til að skerpa bragðið. Sósan látin sjóða við lægsta hita i 30-40 mín og hrært í af og til. Rétt áður en hún er borin fram er 1 msk af koníaki bætt út í.

30.06.2011 03:03

Jólakaka I.

Hráefni: 

200 gr smjörlíki
200 gr sykur
500 gr spelt
150 gr rúsínur
3 stk egg
3 ½ tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 tsk kardimommur
Mjólk


Aðferð:

Hrærið smjörlíkið og sykurinn saman. Látið eggin út í eitt í senn. Þurrefnum, rúsínum er bætt út í. Þynnt með mjólk. Bakið í tveimur vel smurðum jólakökumótum.

30.06.2011 03:00

Jólakaka II.

Hráefni:
250 gr spelt
4 tsk lyftiduft
100 gr sykur
1 tsk kardimommudropa
100 gr smjör / smjörlíki
1 egg
2 ½ dl mjólk
45 gr rúsínur

Aðferð:

Speltinu og lyftidufti sáldrað í fat, þar í er blandað kardimommum og sykri. Smjörlíkið brætt. Helmingnum af mjólkinni og egginu er hrært í deigið. Þá er smjörlíkinu og það mjólkinni sem er eftir, hrært saman við. Síðast er hreinsuðum rúsínum og britjuðu súkkatinu blandað út í. Látið í vel smurt form og bakað í 2 - 3 stundarfjórunga.
ATH. Mjög gott að nota smjör í staðinn fyrir smjörlíki hún verður miklu betri þannig.

29.06.2011 03:01

Kryddkaka

Hráefni:
250 gr. spelt 
1.tsk. lyftiduft
3/4 tsk. natron
1 tsk. salt
3/4 tsk. negull
3/4 tsk. kanill
1/8 tsk. pipar
165 gr. smjörlíki
100 gr. púðursykur
150 gr. sykur
1 tsk. vanilla
3 egg
2 dl. mjólk

Aðferð:

Hrærið smjörlíki, púðursykur, sykur og egg vel. Hrærið síðan þurrefnunum varlega saman við. Bakist í 45-50 mín. við 180 gráðu hita.

05.10.2009 22:00

Ananashlaup

Hráefni:
2,2 kg. Ananas, ferskur
1,1 L. Vatn

Aðferð:
Þetta er sett í pott og suðan látin koma upp og látið sjóða í 5-10 mín. og því næst sigað í gegnum grisju yfir nótt. Saftin mæld og sett í pott. ATH! hratið sem kemur eftir sigjunina er hægt að nota í marmilaði. Viktið hratið og setjið ca. jafn mikin sykur. (kíló á móti kíló) og sjóðið við vægan hita í 2-4 klst. Kælið og setjið á krukkur.Hráefni:
1,5 L. saft
1,3 kg. Sykur
1 1/2 bréf hleypir (Gulur Melatín)

Aðferð:
Saftin og sykur sett í pott og suðan látin koma upp, látið sjóða í ca. 10-15 mín. þá er hleypirinn settur út í og hrært vel í svo hleypirin kekkist ekki. Látið sjóðaí 1 mín. og hellið heitu á glerkrukkur og setjið lokið strax á.

05.10.2009 21:29

Appelsínu marmilaði

Hráefni:

1 kg. Appelsínur

800 gr. Sykur

200 ml. Vatn

 

 

Aðferð:

Skolið appelsínurnar, skerið í bátta og hakkið (með berkinum).  Setjið appelsínuhakkið í pott með sykrinum og vatninu, kveikjið undir.  Látið suðuna koma upp, þá er lækkað í eins lágan hita og hægt er, en samt halda suðuni og látið krauma í 2 - 4 klst. (fer eftir magni). Þá er slökkt undir og marmilaðið látið kólna áður en það er sett á krukkur.

05.10.2009 21:28

Krækiberjahlaup

Hráefni:
1 lítri krækiberjasafi
1 kg. sykur

1 bréf gel hleypir Gulur

 

 

Aðferð:

Tætið ber sundur í matvinnsluvél og sigtið safann frá. Einnig er hægt að setja berin í safapressu og hella safanum í gegnum grisju til að froðan fari ekki með. Hellið safanum í pott ásamt sykri og sjóðið saman í 5-10 mín. og setjið hleypinn saman við og sjóðið í 1 mín. Setjið heitt í hreinar krukkur og lokið strax.

05.10.2009 21:27

Rabarbarahlaup

Hráefni:
2,4 kg. rabarbari 
300 gr. Jarðarber (frosinn) 
1,3 L. vatn

Aðferð:
Rabarbarinn, jarðarberinn og vatnið sett í pott og suðan látin koma upp. Hellið í gegnum grisjupoka og látið sigast vel. Úr þessu kom 3 L saft.


Hráefni:
3 L. saft
50 ml. vatn
2,8 kg sykur
3 bréf Melatín hleipir gulur

Aðferð: 
Setjið  saftina og sykurinn í pott og látið suðuna koma upp og sjóðið í 10-15 mín. Blandið hleipinum saman við og sjóðið í 1 mín. og setjið í hreinar krukkur strax. Lokið krukkunum á meðan hlaupið er heitt.

05.10.2009 21:26

Rababarasulta

Hráefni:

1 kg. Rababari

1 kg. Sykur

 

 

Aðferð:

Skerið rababaran í hæfilega bita og setjið í pott og sykurinn með.  Kveikið undir og látið suðuna koma upp þá er lækkað eins mikið og hægt er til að halda suðuni.  Látið krauma í 4 - 6 klst.  Þá er slökkt undir og sultan látin kólna áður en hún er sett í krukkurnar.

05.10.2009 13:38

Rauðlaukssulta

Hráefni:
4-6 stk rauðlaukar
1 msk smjör
2 msk rauðvínsedik
2 msk sykur,
salt og hvítur pipar úr kvörn

 

 

Aðferð:

Afhýðið rauðlauka og skerið í báta. Bræðið smjör við miðlungshita og létt steikið rauðlauksbátana. Hellið ediki og sykri yfir rauðlaukinn á pönnunni. Látið á vægan hita og sjóðið saman í þykka sultu. Saltið og piprið eftir smekk.

04.10.2009 21:22

Reyniberjahlaup

Hráefni:
600-800 gr vel þroskuð reyniber
8 dl vatn
Sykur ( 1 kg. Sykur á móti 1 L. Af safa úr berjunum)

 

 

Aðferð:

Leggið ber í bleyti yfir nótt í kalt vatn blandað örlitlu ediki. Sjóðið berin í vatni við vægan hita í 2 klst. Sigtið gegnum grisju. Mælið safann og notið í 1 kíló af sykri á móti 1 lítra af safa. Setjið í pott og sjóðið þar til þykknar. Setjið í hreinar krukkur og látið kólna.

04.10.2009 21:19

Rifsberjahlaup

Hráefni:
1 kg rifsber (látið svolítið af grænum berjum og stilkum fylgja með)
1 kg sykur

 

 

Aðferð:

Skolið ber og setjið í pott og látið suðuna koma hægt upp. Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Bætið sykri út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót. Hrærið í annað slagið á meðan sultan sýður. Síið í gegnum grisju og hellið hlaupinu í hreinar krukkur, látið kólna.

01.10.2009 08:01

Hjónabandssæla

Hráefni:
300 gr. Spelt
300 gr. Tröllahafrar
100 gr. Hrásykur
300 gr. Smjör
1 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
300 gr. Sykurlaus sulta

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál, bræðið smjörið og hellið því í skálina og hnoðið saman. Það má einnig hnoða deigið á borði. Smyrjið form og setjið 2/3 af deiginu í botnin og smyrjið sultuni yfir deigið. Myljið restina af deiginu yfir sultuna og bakið við 180°C í 30 mín.

01.10.2009 08:00

Hjónabandssæla með púðursykri

Hráefni: 

3 bollar haframjöl,
2 ½ bolli spelt,
1 tsk natron,
1 tsk lyftiduft,
250 gr smjör eða smjörliki,
2 bollar púðursykur,
2 egg,
Rabbabarasulta eða önnur gerð eftir smekk.

Aðferð:

Blandið saman þurrefnum, brytjið smjöri saman við og bleytið i með egginu.
Hnoðið deigið.
Fletjið um það bil tvo þriðju af deiginu út og setjið í smurt form. Smyrjið sultu yfir. Myljið afganginn af deiginu yfir eða fletjið það út og skerið í strimla og leggjið yfir.
Bakið kökuna við 200°c.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18