Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

27.07.2014 00:30

Grunnuppskrift af brauði

Hráefni:
1 kg. Spelt
1/2 dl. Þurrger
1 tsk. Salt
1 msk. Sykur (má sleppa)
150 gr. Smjörlíki eða 1/2 dl. Matarolía
600 - 1000 ml Vatn ,volgt

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið rólega saman (ef hrærivél er notum er gott að nota korókinn og láta vélina vera á minsta styrk). Þá er smjörlíkimu bætt saman við og svo vatninu. Ef matarolía er notuð er gott að setja hana saman við fyrstu 600 ml af vatninu því það þarf alla vega 600 ml af vatni í degið en stundum meira. Blandið rólega saman í fyrstu og svo aukið hraðan í nærsthæðsta eða hæðsta. 
Einnig er hægt að hnoða degið í höndunum og þá finnst mér best að fara alveg eins að eins og með hrærivélina nema að í staðinn fyrir krókkinn nota ég sleif og blanda öllu saaman þannig að hægt sé að hella úr skálini (að vökvinn renni ekki út um allt) á borð og byrja að hnoða. Það er nauðsinlegt að hnoða degið lengi og ákveðið í ca. 10-15 mín. í höndunum en í hrærivél um 5 mín. þá er degið látið hefast í minst 45 mín. en má hefast í 2-3 klst. 
Úr þessu deigi má móta hvaða brauð sem er stór sem smá , bollur eða snittubrauð, pylsubrauð eða hamborgarabrauð. 
Einnig má setja saman við degið allskonar fræ, kúmen eða bara það sem manni dettur í hug.
Bakstur tíminn er mislangur eftir því hvað er verið að baka úr deiginu.

Stórt brauð eru ca. 20-30 mín við 190°C en smá brauð í um 10 mín . við sama hita. En hafa ber í huga að bakaraofnar eru misjafnir eins og þeir eru margir, þannig að það er best að finna út hvað hentar hverjum ofni.

27.07.2014 00:00

Rúnars Súkkulaðibitakökur.

Hráefni:

300 gr. Spelt

150 gr. Sykur

125 gr. Púðursykur

150 gr. Smjörlíki (lint) 

1  stk. Egg

1  tsk. Natron

Vanillusykur

  

 

Aðferð:

Þurrefnunum blandað saman á borði, því næst mylljið smjörlíkið saman við

Þurrefnablönduna og að lokum er eggjunum hnoðað saman við.

Geymið degið í ísskáp í nokkra tíma. Búið til kúlur og stingið súkkulaðibita

í hverja kúlu. Bakist við 180°C blástur í 5-10 mín. 

 

01.07.2014 05:43

Brúnterta

Hráefni:
4 bl. Spelt
3 bl. Sykur
3-4 msk. Kakó
9 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
5 stk. Egg
200 gr. Smjör, brætt
3 bl. Mjólk
1 glas vaniludropar

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman, setjið egginn, smjörið, mjólkina og dropana í skálina og blandið vel saman við þurrefnin. Smyrjið tvö stór eða fjögur lítil kringlót form og setjið deigið í formin. Bakist við 200°C í ca. 20-40 mín.
Látið botnana kólna og setjið smjörkem á milli botnana og ofan á kökuna.

01.07.2014 04:05

Amerískur - kryddlögur

Hráefni:
6 msk. ólífuolía
6 msk. rifinn laukur
4 msk. sítrónusafi
4 msk. steinselja, söxuð
1 tsk. salt
1 tsk. merian eða rósmarín
1 tsk. timian
e.t.v. 1 tsk. fennikel

Aðferð:
Blandið öllu saman, hellið yfir kjötið og látið standa í luktu íláti í 2 klst. Snúið kjötinu öðru hverju. Þessi á vel við lamba- og kjúklingakjöt.

01.07.2014 04:04

Grill - kryddlögur

Hráefni:
3 msk. ólífuolía
3 msk. þurrt sherry
2 msk. Worcestershire - eða soyasósa
1 tsk. sinnep
1 - 2 stk. pressuð hvítlauksrif
Ögn af nýmöluðum pipar

Aðferð:
Blandið öllu saman og hellið yfir kjötið eða fiskinn.
Setjið í kæli og snúið öðru hverju.
Látið lax og kjúkling bíða í leginum í 2 klst.
Buff í 3 - 4 klst. Kjötstykki í 24 - 48 klst.
Þessi lögur er líka góður til að pensla með.
Á vel við kjöt, fugla og fisk.

01.07.2014 04:03

Hvítlauks - kryddlögur

Hráefni:
4 msk. soyasósa
4 msk. ólífuolía
2 msk. tómatsósa
1 msk. edik
¼ tsk. nýmalaður pipar
2 stk. pressuð hvítlauksrif

Aðferð:
Blandið öllu saman. Hellið yfir kjötið og látið standa í 2 klst.
Á vel við svínakjöt, nautakjöt og kjúklingakjöt.

01.07.2014 04:02

Karrílögur

Hráefni:
2 dl. tómatsósa
1 msk. sítrónusafi
1 ½ tsk. karrí
1 tsk. nýmalaður pipar
1 dl. soð ( helst kjúklingasoð)

Aðferð:
Blandið öllu saman og hellið yfir kjötið. Látið standa í 3 - 4 klst. Penslið með karríleginum
Seinni helming grilltímans.
Fyrir grillkjötið. Á vel við lambakjöt, svínarif og kjúkling.

01.07.2014 04:01

Kryddblanda fyrir lambakjöt

Hráefni:
3 msk. salt
3 msk. púðursykur
2 msk. paprikuduft
1 1/4 msk. chiliduft
1 msk. svartur pipar
2 1/2 msk. hvítlauksduft
1 1/2 tsk. basilikum.

Aðferð:
Allt sett í krukku og hrist saman, við notkun er olíu fyrst smurt á kjötið og síðan kryddað með blöndunni, gott að láta bíða aðeins.

01.07.2014 04:00

Kryddjurtalögur.

Hráefni:
3 msk. rautt eða hvítt vínedik
3 msk. ólífuolía
1 msk. sítrónusafi
2 tsk. rósmarín, esdragon eða blandað jurtakrydd
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaður svartur pipar
1 - 2 stk. hvítlauksrif

Aðferð:
Setjið allt í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hitanum og látið löginn kólna undir hlemmi. Hellið yfir kjötið og látið liggja í leginum í 2 - 4 klst.
Fyrir grillkjötið. Á vel við lamba og fuglakjöt.

01.07.2014 03:57

Kryddlögur "Teriyaki"

Hráefni:
4 msk. soyasósa
2 msk. ólífuolía
2 msk. púðursykur eða hunang
1 msk. rautt vínedik eða þurt rauðvín
1/8 tsk. engifer
2 stk. pressuð hvítlauksrif

Aðferð:
Blandið öllu saman og hellið yfir kjötið.
Á vel við nautakjöt, svínarif, fugla og fisk.
Látið standa á köldum stað í 6 - 8 klst.
Látið fisk standa í 2 - 4 klst., svínarif eða kjúkling í 4 - 8 klst.

01.07.2014 03:54

Rauðvínskryddlögur

Hráefni:
1 dl. olífuolía
1 dl. þurrt rauðvín
1 dl. rautt vínedik
1 rifin gulrót
1 lítill rifin laukur
2 pressuð hvítlauksrif
4 negulnaglar
1 lárviðalauf
3 steinseljugreinar
2 timiangreinar, eða ½ tsk. þurkað
Salt og nýmalaður pipar

Aðferð:
Blandið olíu, ediki og víni saman. Bætið öðrum efnum út í, hrærið vel og hellið yfir kjötið. Látið standa í 2 klst. Snúið kjötinu af og til.
Kryddlögur fyrir grillkjötið og fyrir flestar kjöttegundir.

13.06.2014 22:55

Kjúklingasúpa

Hráefni:
1 msk. Olía
1 tsk. Karrý
2 stk. Rauðar paprikur
2 stk. Grænar paprikur
1 stk. Púrrulaukur (blaðlaukur)
10 stk. Hvítlauksgeirar
1 L. Vatn (ég set alltaf 1,5 L)
1 flaska. Hot Chilli tómatsósa frá Hunts (má líka vera mild)
1 askja. Rjómaostur (400 gr)
1/4 L. Rjómi (ég set 1/2 - 1 L af rjóma eða 1/2 L. af rjóma og 1 dós af kókosmjólk)
2 stk. Kjúklingateningar
2 stk. Grænmetisteningar
4 stk. Kjúklingabringur
Salt og pipar eftir smekk (Mér finnst gott að setja Tondorri krydd í staðin fyrir pipar)

Aðferð:
Saxið paprikurnar og púrrulaukinn smátt eða bara eftir smekk. Hitið pönnuna og setjið olíuna og karrýið á pönnuna og látið hitna vel, setjið saxað grænmetið á pönnuna og rífið eða pressið hvítlaukinn út í og látið grænmetið svitna. Setjið vatnið og teningana í stóran pott og kveikjið undir á miðlungshita. Setjið grænmetið af pönnuni í pottinn og hrærið í. Ekki þvo pönnuna því gott er að steikja kjúklingabringurnar upp úr kryddinu sem er eftir er á pönnuni þegar grænmetið er sett í pottinn. Og steikjið bringurnar þar til þær eru steiktar í gegn. Þetta tekur ca. jafn langan tíma og láta suðuna koma upp á súpuni. Bætið rjómaostinum, Chilli sósuni og rjómanum saman við það sem er í pottinum þegar bringurnar eru komnar á pönnuna og látið suðuna koma upp við miðlungshita (því ef notaður er hæðsti hitinn þá er hætt við því að súpan brenni við eða það ferstist við botninn út af öllun rjómanum og rjómaostinum). Svo þegar suðan er kominn upp er súpan tilbúinn. Saltið og kryddið eftir smekk. Þegar bringurnar eru tilbúnar eru þær brytjaðar niður í litlabita og settar saman við súpuna.
Það má bera súpuna fram með brauði og/eða tortilla flögum en það þarf ekki því súpan er svo matar mikil.

Athugið:
Til þess að gera þessa súpu fyrir grænmetisætur þá má sleppa kjúklingnum og kjúklingateningunum og bætt við fleirrum grænmetisteningum.

Þetta er stór uppskrift og þá upplagt að gera hana ef von er á mörgum gestum og gott er að gera súpuna daginn áður því hún er ekki síðri daginn eftir og er jafnvel betri þá. Einnig er gott að frysta súpuna. 

12.06.2014 04:00

Mexíkósk súpa

Hráefni: 

1 stk grillaður kjúklingur
2 stk laukar
4 stk hvítlauksbátar (pressaðir
2
msk olía
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 stk teningur kjúklingakrafur + ½ ltr.vatn
1 stk teningur nautakjötskraftur + ½ ltr
1 líter tómatdjús
1 msk koriander
1 ½ tsk chili
1 ½ tsk cayannepipar

Aðferð:

Laukur + hvítlaukur skorinn og mýktur í olíunni í stórum potti, öllu hinu blandað saman við. Látið malla í ca. 2 tíma. Smakkað til og má ef til vill setja meiri hvítlauk eða krydd.  1 stk grillaður kjúklingur brytjaður og settur út í ca. ½ tíma fyrir framreiðslu.  Sýrður rjómi, nachoflögur og rifinn ostur borið fram með súpunni.

12.06.2014 02:29

Sveppasúpa

Hráefni:
600 g sveppir
2 msk smjör
safi úr 1 sítrónu
3 skalottulaukar
4 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
1,2 l grænmetissoð eða vatn
1 stór kartafla skorin í teninga
1,5 dl þurrt rauðvín
2 smk sojasósa
salt og pipar eftir smekk
tímjan og rósmarín, 1/2 tsk af hvoru

4 msk sýrður rjómi
söxuð steinselja til skrauts

Aðferð:

Hellið sjóðandi vatni yfir sveppina og látið liggja í ca. 20 mínútur. Laukurinn og hvítlaukurinn léttsteiktur upp úr smjörinu, sveppunum bætt útí ásamt 1 msk af ólífuolíunni, látið malla við vægan hita í 5-10 mínútur. Bætið víni og sojasósu út í, ásamt kryddjurtunum. Látið krauma áfram í 10 mínútur. Síið sveppavökvann og bætið soði við, heildarmagn er ca. 1,2 lítrar, og bætið kartöflunni við, suðan látin koma upp og soðið áfram við lágan hita í 30 mínútur.
Kryddið með salti og pipar og skreytið með steinselju

02.10.2013 21:10

Kaffiterta með púðursykurskremi

Hráefni:

50 gr smjörlíki

185 gr sykur

2 stk egg  (önnur hvítan í kremið)

150 gr spelt fin malað

1 tsk lyftiduft

¼ tsk natron

1 msk kakó

60 gr mjólk

60 gr lagað kaffi                                         

vanilludropar

 

 Aðferð:

Hrært saman í venjulegt deig.   Bakist í 2 formum við 200°C í 20-30 min  (vel brún)

Bláberjasulta og krem á milli botnanna, krem ofan á og á hliðarnar.Púðursykurskrem   
Hráefni.                                                               

115 gr púðursykur

60 gr sykur     

40 gr vatn 

1 stk eggjahvíta                   

 

Aðfreð

Sykurinn allur og vatn sett í pott og suðsn látin kom upp

látið krauma þar til allur sykurinn hefur bráðnað saman

þeytið eggjahvítuna vel, hellið heitri sykurkvoðuni

varlega í mjórru bunu saman við hvítuna og þeyttið 

þar til kremið verður kalt.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365273
Samtals gestir: 103683
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 13:16:02