Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

30.07.2014 13:55

Indverskur kjúklingur.

Hráefni:
1 stk niðurskorinn kjúklingur
3 msk tómatpurre
3 msk AB mjólk
1/2 tsk garam masala
1/2 tsk chilli duft
2 hvítlauksrif,kreist
2 msk mango chutney
1 tsk salt
2 msk kóriander
4 msk olífuolía
150 ml vatn
1 dós kókosmjólk.

 

 

Aðferð:

Öllu kryddi blandað saman í skál ásamt tómatpurre og AB mjólk.
Olían hituð í potti eða á Wok pönnu-kryddblandan sett út í og látin sjóða í 2 mín, hræra í á meðan.
Kjúklingurinn er settur í og látinn krauma í 1/2 tíma-hræra annað slagið.
Vatninu bætt í og látinn sjóða þar til hann er tilbúinn.
Í lokin er kókosmjólkinni hellt yfir og suðan látin koma upp til að jafna sósuna.

Borið fram með nanbrauði.

 

 

Nanbrauð.

Hráefni:
450 gr hveiti
1 msk salt
280 ml volgt vatn
90 gr olía.

 

Aðferð:

Öllu þessu er blandað saman þar til úr verður meðfærilegt deig sem síðan er flatt út í litlar kökur,þær eru steiktar á þurri þykkbotna pönnu.

30.07.2014 13:54

Kalkúnn með sveppafyllingu

Hráefni:
4 1/2 kg kalkúnn
4-5 feitar beikonsneiðar
1/2 sítróna
salt
brætt smjör

Fylling
2-3 dl franskbrauð (1-2 daga gamalt)
1 dl sérrí eða portvín
innyfli úr kalkún (lifur,hjarta og fóarn)
400 g niðursoðnir sveppir (vökvinn í sósu)
1 dl fersk steinselja
salt og pipar

Sósa
soð af kalkún
sveppasoð
vatn
2-3 kjúklingateningar
1/2 dl sérrí eða portvín
hveiti
rjómi

 

 

Aðferð:

Rífið niður brauðið og leggið í bleyti í vínið. Hakkið innyflin í matkvörn, setjið sveppi, steinselju og brauðið í kvörnina og hakkið saman. Kryddið með salti og pipar.
Hreinsið og þerrið kalkúninn. Troðið fyllingunni inn í hann og saumið fyrir opið eða lokið með trépinnum.
Nuddið kalkúninn vel að utan með sítrónu og salti. Leggið beikonsneiðar yfir bringuna og pakkið kalkúninum inn í álpappír. Steikið í 250°C heitum ofni í tvær klst. Takið álpappírinn og beikonsneiðarnar af, penslið kalkúninn með bræddu smjöri. Steikið áfram í 20 mín eða þar til kalkúnninn er fallega brúnn.
er fyrir 6-8
Sósa
Hellið kalkúnasoðinu í pott ásamt sveppasoði og vatni.
Kryddið með kjúklingateningum og sérríi eða portvíni. Þykkið sósuna með hveitijafningi (hveiti og vatni) eða sósujafnara. Hellið rjóma út í og hitið (sjóðið ekki)
Berið fram með brúnuðum kartöflum og waldorfsalati.

30.07.2014 13:53

Kjúklingabringur m/mozzarella

Hráefni:
4 kjúklingabringur
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
4 sneiðar mozzarellaostur
1 tsk ólífuolía
basillauf
salt og pipar

 

 

Aðferð:

Kryddið bringurnar eftir smekk og steikið í oíunni á pönnu. Takið af pönnunni og setjið sólþurrkaða tómata ofan á hverju bringu, setjið síðan mozzarellaostsneið og basillauf þar ofan á. Setjið bringurnar aftur á pönnuna, látið lokið á og steikið þar til osturinn er bráðnaður.

30.07.2014 13:52

Kjúklingabringur Tex-Mex

Hráefni:
800 gr kjúklingabringur

Marinering:
5-7 hvítlauksgeirar (má vera 7-10) bara betra
2 cm engiferrót
1 dl barbecue sósa
1/2 dl appelsínuþykkni
1/2 tsk negulduft (má sleppa) geri það oftast
1 tsk cumminduft
1tsk kórianderduft (er oftast með hann ferskan)
1 1/2 msk dijon sinnep
1 msk hlynsyróp
1 dl góð matarolía

 

Aðferð:

Setjið hvítlaukinn og engiferrótina í matvinnsluvél eða töfrasprota og hakka smátt. Látið allt annað innihald nema olíuna í skálina og blandið vel saman. Á meðan vélin er að snúast helllið þá matarolíunni saman við í mjórri bunu.
Setjið bringurnar í skál og hellið helmingnum af marineringunni yfir en afgangurinn fer í sósuna.
Gott er að láta bringurnar marinerast í leginum yfir nótt eða jafnvel sólarhring.
Bringurnar eru annaðhvort pönnusteiktar (geri það oftast í ca 15 mínútur samtals á báðum hliðum) eða bara smella þeim á grillið. Muna að snúa bringunum oft á meðan steikingu stendur svo þær brenni ekki, og pensla með marineringunni annað slagið.
Finnst best að hafa gott salat sem meðlæti ásamt góðu brauði.

 


Sósan:
Hráefni:

1msk góð matarolía
6 hvítlauksgeirar saxaðir
1 chillipipar kjarnhreinsaður og smátt skorinn
1dl kjötsoð
1/2 - 1dl barbecue sósa
marineringin sem tekið var frá í sósuna
1 msk hunang
3 cl bourbon-viskí ( má sleppa)

Aðferð:

Léttsteikja hvítluk og cillipipar saman og hella síðan kjötsoðinu yfir öllu öðru blandað saman við og hitað í potti og látið simmera smá stund þá tilbúið.

29.07.2014 13:55

Svínahnakki í mango chutney.

Hráefni:

4-6 Svínahnakkasneiðar

1 askja sveppir

2-4 paprikur (Rauð, græn, gul eða eftir smekk)

½-1 stk. Púrrulaukur

1  krukka Mango chutney sósa

½ L. Rjómi eða dós af Kókosmjólk.

Tondori krydd.

 

Aðferð:

Skerið kjötið í munnbita og kryddið með tondori kryddinu, skerið grænmetið og steikið. Mér finnst best að byrja á sveppunum og steikja þá upp úr smjöri. Þegar grænmetið er steikt er það tekið af pönnuni og kjötið steikt á meðan er sósan og rjóminn sett í pott og hitað því næst er grænmetið sett smá stund á pönnuna og allt sem er á pönnunni sett í pottinn með sósuni þegar suðan er kominn upp á henni. Látið mala í 20-30 mín. Berið fram með hrisgrjónum og fersku grænmetri.

27.07.2014 21:28

Guðbjargarkökur

Hráefni:

2 1/2 bolli Haframjöl

2 1/2 bolli Spelt

2 1/2 bolli Sykur

1 1/2 bolli Smjörlíki (brætt)

2 stk Egg

1 tes. Natron

Örlítið salt

2 bolli Rúsínur, Súkkulaði og saxaðar möndlur  

 

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum og naminu vel saman á borði, búið til holu í þurrefnablönduna og hellið bráðnu smjörlíkinu í holuna og blandið saman, að lokum eru egginn sett saman við og hnoðoa. Deigið á að vera frekar blaut.

Bakist við 180°C blástur í 5-10 mín.

27.07.2014 21:25

Beyglur

Hráefni:
U.þ.b. 3 dl. fingurvolgt vatn
2 tsk. þurrger
1 1/2 msk. sykur
500 gr. spelt
1 1/2 tsk. salt

 

 

Aðferð:

Leysið gerið upp í 1 dl. af vatni. Blandið þurrefnunum saman við. Bætið við vatni eins og þarf. Látið deigið síðan lyfta sér í um 1 klst. Mótið 8 kúlur úr deiginu, gerið gat með fingrinum í miðju hverrar kúlu og mótið síðan kúluna þar til hún lítur út eins og myndarleg beygla. Látið lyfta sér í um 10 mín. Sjóðið vatn í víðum potti. Lækkið hitann en þó þannig að vatnið bulli. Sjóðið beyglurnar þar til þær fljóta upp á yfirborðið, ágætt er að snúa þeim við alla vega einu sinni. Veiðið síðan upp úr pottinum (t.d. með fiskispaða þannig að vatnið renni af) og setjið á plötu með smá olíubornum bökunarpappír. 

Bakist í um 20 mín. við 220°C (um 15 mín. ef þið eruð með blástur).

Þetta er í raun grunnuppskrift af  beygglum þannig að  það má leika sér með eins og hverjum hentar. Á að duga í 8 stk.


Til tilbreytingar:
Notið hvítlaukssalt í staðinn fyrir venjulegt salt. Setjið 2-3 kúfullar matskeiðar af pestói í deigið áður en þið bætið við því sem upp á vantar af vatninu í lokin. Stráið fræjum (t.d. sesamfræjum) yfir beyglurnar áður en þið bakið þær.

27.07.2014 21:20

Gyðingakökur

Hráefni:
500 gr spelt
250 gr smjör
250 gr sykur
2 egg
10 dropar af sítrónudropum
1 1/2 tsk hjartarsalt
1-2 msk mjólk
75 gr saxaðar möndlur í skraut + steyttur sykur

 

 

Aðferð:

Þurrefnunum er blandað saman. Smjörið mulið saman við. Eggjum, mjólk og sítrónudropum bætt við. Hnoðað þar til stíft og laust við allar spurngur. Geymt yfir nótt í ísskáp.
Deigið er flatt þunnt út (munið að hafa spelt við höndina og strá á borðplötuna og yfir deigið ef með þarf), síðan er stungnar út kökur með því að nota glas. Kökunum er raðað á plötur, penslaðar með eggi og steyttum sykri og söxuðum möndlum dreift yfir. Bakaðar ljósbrúnar við ca 200°C.

27.07.2014 21:15

Hálfmánar

Hráefni:
500 gr spelt
250 gr sykur
200 gr smjörlíki
1/2 tsk hjartarsalt
1 tsk lyftiduft
1 egg
1 dl mjólk
kardemommudropar eftir smekk
sveskjusulta eða önnur að eigin vali

 

Aðferð:

Hnoðað deig. Sem sagt öllu hnoðað saman, flatt út og stungið út með glasi, ekki of stórar kökur samt. Smá sulta sett á miðju hverrar kökur og hún svo brotin saman og þrýst á með skafti á gaffli svo kökurnar haldist lokaðar. Bakað við 200°C  í 10-12 mín. Passið bara að setja ekki of mikla sultu því þá springa kökurnar og verða hreint ekki lystugar á nokkurn hátt, þó bragðið verði nú svipað:)

27.07.2014 21:10

Mars smákökur

Hráefni:
370  gr. Sykur

200  gr. Spelt

125 gr. Smjör

75 gr. Möndlur, malaðar

½ dl. Rjómi


Ofan á
4 msk. Rjómi

4 stk. Mars (65 g. hvert)

Heilar möndlur til skrauts


Aðferð:

Bakstur
Hnoðið saman speltinu, möndlunum, sykrinum, smjörinu og rjómanum. Hnoðið deigið vel saman. Búið til kúlur úr deiginu og leggið með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið neðarlega í ofninum við 170°C í 15 mín.

Ofan á
(Mars bráð)
Bræðið Mars súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði, bætið rjómanum saman við og hrærið vel í þar til massinn er orðinn mjúkur. Setjið smávegis á hverja köku með teskeið og þrýstið möndlu ofan á. Best er að gera þetta meðan kökurnar eru ennþá volgar.


27.07.2014 21:00

Mömmukökkur

Hráefni:
8 bollar. spelt
1½ bolli. sykur
4 tsk matarsódi (natron)
150 gr. smjorlíki
4 egg
2 bollar. ylvolgt sýróp

 

Aðferð:

Spelti, sykur og matarsótinn sigtað saman, smjörlíkinu bætt út í, síðan eggjunum einu í einu í senn og hrært í á meðan. Að lokum er sýrópið hrært saman við. Flatt þunnt út og kökkur stungnar út með glassi og sett á smurða ofn plötu.

Bakað við 160°C í ca. 5-10 mín. Kökurnar eiga að vera ljósbrúnar.

27.07.2014 20:55

Piparkökur

4 dl. Spelt (fín malað)
1,5 dl. Hrásykur
2 tsk. Kanill
1 tsk. Negull
1 tsk. Engifer
1/8 tsk. Pipar
1 tsk. Matarsódi
90 gr. Smjör
0,5 dl. Mjólk
0,5 dl. Sykurrófusíróp eða Döðlusíróp

Blandið öllu hráefninu saman og hnoðið.
Geymið í kæli yfir nótt.
Fletjið deigið út fremur þunnt og stingið út kökur. Það má líka gera litlar kúlur í staðinn fyrir að fletja út og stinga út kökur.
Bakið við 200°C. í ca. 10 mín.

Ath. Þetta deig er líka kjörið til að nota í Mömmukökur, en þá er öllu krydd sleppt.

27.07.2014 20:50

Sörur

Kökurnar

200 g möndlur

180 g flórsykur

3 eggjahvítur

salt á hnífsoddi

Hitið ofninn í 160-180°C. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og blandið flórsykrinum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið möndlunum og flórsykrinum varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á bökunarpappír. Bakið í ca 10-12 mínútur.

Krem

5-6 msk sýróp (velgt)

6 eggjarauður

300 g smjör

2 msk kakó

2 tsk kaffiduft (instant kaffi gott að mylja fínt í mortéli)

Velgið sýrópið. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru orðnar kremgular og þykkar. Hellið sýrópinu þá í mjórri bunu saman við og þeytið á meðan. Síðan er mjúku smjöri bætt í og þeytt á meðan. Bætið kakó og kaffi út í og hrærið vel saman. Látið kremið kólna í ísskáp í 1-2 klst. áður en það er sett á kökurnar.

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið því á sörubotnana. Notið skeið til að slétta úr kreminu þannig að það þynnist við kantana. Kælið kökurnar vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar.

Hjúpur

400 g suðusúkkulaði

Skerið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins áður en kremhlutanum á sörunum er dýft ofan í.

 

27.07.2014 01:00

Flatkökur

Hráefni:
200 gr. Spelt
200 gr. Rúmmjöl
200 gr. Gróft spelt
1 velfull tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
1/2 L. Vatn


Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Sjóðið vatnið og blandið því varlega saman við. Hrærið öllu saman - blandan þarf að vera jöfn, en það má ekki hræra of mikið, þá verða flatkökurnar seigar.
Hitið pönnukökupönnu á eldavélinni og smyrjið hana. Setjið um það bil eina ausu af deigi á pönnuna og steikið þar til flatkakan verður fallega bökuð á báðum hliðum.

Staflið flatkökunum upp og breiðið heitan rakan klút yfir til þess að þær þorni ekki. Best að pakka þeim fljótt í plastpoka.... ja, nema maður vilji borða þær í hvelli.

27.07.2014 00:45

Gaujabrauð

Hráefni:
3 dl. Spelt
1/2 tsk. Salt
1 msk. Olía
1 dl. Heitt vatn
smá mjöl til að fletja út í.


Aðferð:

Speltið og saltið blandað saman í skál og olíunni nuddað inn í mjölið.  Vökvinn bætt útí og öllu hnoðað saman í mjúkt deig.

Deigið skipt niður í tíu litlar kúlur sem eru flattar út í lítil þunn brauð.

Steikjið brauðið á þurri pönnu báðu meginn í u.þ.b. ½ til 1 mín. hvor hlið.

Ath: Brauðið brennur auðveldlega eins og flatkökur og í fjórfalda uppskrift er gott að láta 5 dl. af vatni.


Þetta er uppskrift frá Gauja litla.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365372
Samtals gestir: 103726
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 04:22:20