Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
Flokkur: Sósur (Kaldar)01.07.2011 04:13GraflaxsósaHráefni: 2 msk Púðursykur 2 msk Hunang 2 msk Sætt sinnep (hveiti laust) 2 msk Dijon sinnep (hveiti laust) 1 msk Dill ½ tsk Kóríanderduft (má sleppa) 2 msk Sítrónusafi 1 dl Bragðlítil olía (ekki extra virgin) 2 msk Sýrður rjómi (val) Smakkað til með salt og pipar Aðferð: Hrærið púðursykrinum, hunanginu, sinnepinu, dillinu og sítrónusafanum vel saman. Hellið þvínæst olíunni varlega útí og hrærið allan tímann. Bætið loks sýrða rjómanum saman við (má sleppa) og smakkið til með salti og pipar. 01.07.2011 04:12Heimagert majónesHráefni: 1 stór eggjarauða, við stofuhita ½ tsk dijonsinnep (hveiti laust) ¼ tsk salt ¾ bolli ólífuolía eða grænmetisolía 1 tsk hvítvínsedik eða eplaedik 1 ½ tsk nýkreistur sítrónusafi ¼ tsk hvítur pipar Aðferð: Pískið saman eggjarauðu, sinnep og salt þangað til það hefur blandast vel. Takið ¼ bolla af olíunni frá og bætið henni út í eggjablönduna dropa fyrir dropa. Hrærið stöðugt á meðan þar til blandan fer að þykkna. Hrærið ediki og sítrónusafa saman við og bætið þá restinni af olíunni, ½ bolla, út í afar hægt og rólega. Hrærið stöðugt i á meðan. Ef svo virðist sem blandan muni skilja sig, hættið þá að bæta olíu út í og hrærið af afli þar til blandan er slétt á ný. Hrærið að lokum piparnum saman við og smakkið majónesið til með salti. Strengið plastfilmu yfir ílátið og kælið þar til að notkun kemur. Majónesið ætti þá að endast í tvo daga í ísskáp. Það er mjög auðvelt að búa til sitt eigið majones. Aðeins þarf góða þolinmæði í því að hræra og úr verður góður bolli af heimagerðu majonesi. 01.07.2011 04:11HvítlauksdressingHráefni: 1 dós Grískjógúrt (frá MS) 2-3 tsk. Hvítlaukur (þurrkaður og malaður) 1-2 tsk. hvítlaukssalt með persel 1-2 tsk. Hunang Aðferð: Setjið jógúrtina í skál sem gott er að hræra í og hrærið smá stund í jógúrtini til að míkja hana. Setjið kryddið og hunangið saman við og hrærið vel saman. Látið bíða í 1-3 klst. á borði svo að sósan jafni sig. Ef vill má gera hana daginn áður og þá er hún geimd í kæli. Gott er að hræra af og til í sósuni því þá jafnast bragðið. Athugið að það fer eftir smekk mann hversu mikið hvítlauksbragð á að vera þannig að þið verðið bara að fykra ykkur áfarm með kryddin og hunangið. Gott að setja smá hrásykur ef vill. Einnig er hægt að nota ferstakn hvítlauk en er ekki alveg viss með hlutföllin. Þetta er mjög gott með grillmat, sallati og í bökuðumkartöflum. 01.07.2011 04:10JógúrtsósaHráefni: 180 gr hrein jógúrt 2-3 msk steinselja, dill eða graslaukur Salt og pipar Aðferð: Allt hrært vel saman. Góð sósa með fisk ofl 01.07.2011 04:00SalsadressingHráefni: 180 gr. Sýrður rjómi (fitu prósentuhlutfall eftir smekk) 200 ml. Salsa- eða takosósa Aðferð: Setjið sýrðarjóman og sósuna saman í skál og blandið vel saman og berið fram með salati, kjúkling eða bara því sem ykkur finnst að þessi dressing geti passsað vel við.
|
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is