Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
Flokkur: Kryddlegir01.07.2014 04:05Amerískur - kryddlögurHráefni: 6 msk. ólífuolía 6 msk. rifinn laukur 4 msk. sítrónusafi 4 msk. steinselja, söxuð 1 tsk. salt 1 tsk. merian eða rósmarín 1 tsk. timian e.t.v. 1 tsk. fennikel Aðferð: Blandið öllu saman, hellið yfir kjötið og látið standa í luktu íláti í 2 klst. Snúið kjötinu öðru hverju. Þessi á vel við lamba- og kjúklingakjöt. 01.07.2014 04:04Grill - kryddlögurHráefni: 3 msk. ólífuolía 3 msk. þurrt sherry 2 msk. Worcestershire - eða soyasósa 1 tsk. sinnep 1 - 2 stk. pressuð hvítlauksrif Ögn af nýmöluðum pipar Aðferð: Blandið öllu saman og hellið yfir kjötið eða fiskinn. Setjið í kæli og snúið öðru hverju. Látið lax og kjúkling bíða í leginum í 2 klst. Buff í 3 - 4 klst. Kjötstykki í 24 - 48 klst. Þessi lögur er líka góður til að pensla með. Á vel við kjöt, fugla og fisk. 01.07.2014 04:03Hvítlauks - kryddlögurHráefni: 4 msk. soyasósa 4 msk. ólífuolía 2 msk. tómatsósa 1 msk. edik ¼ tsk. nýmalaður pipar 2 stk. pressuð hvítlauksrif Aðferð: Blandið öllu saman. Hellið yfir kjötið og látið standa í 2 klst. Á vel við svínakjöt, nautakjöt og kjúklingakjöt. 01.07.2014 04:02KarrílögurHráefni: 2 dl. tómatsósa 1 msk. sítrónusafi 1 ½ tsk. karrí 1 tsk. nýmalaður pipar 1 dl. soð ( helst kjúklingasoð) Aðferð: Blandið öllu saman og hellið yfir kjötið. Látið standa í 3 - 4 klst. Penslið með karríleginum Seinni helming grilltímans. Fyrir grillkjötið. Á vel við lambakjöt, svínarif og kjúkling. 01.07.2014 04:01Kryddblanda fyrir lambakjötHráefni: 3 msk. salt 3 msk. púðursykur 2 msk. paprikuduft 1 1/4 msk. chiliduft 1 msk. svartur pipar 2 1/2 msk. hvítlauksduft 1 1/2 tsk. basilikum. Aðferð: Allt sett í krukku og hrist saman, við notkun er olíu fyrst smurt á kjötið og síðan kryddað með blöndunni, gott að láta bíða aðeins. 01.07.2014 04:00Kryddjurtalögur.Hráefni: 3 msk. rautt eða hvítt vínedik 3 msk. ólífuolía 1 msk. sítrónusafi 2 tsk. rósmarín, esdragon eða blandað jurtakrydd 1 tsk. salt ½ tsk. nýmalaður svartur pipar 1 - 2 stk. hvítlauksrif Aðferð: Setjið allt í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hitanum og látið löginn kólna undir hlemmi. Hellið yfir kjötið og látið liggja í leginum í 2 - 4 klst. Fyrir grillkjötið. Á vel við lamba og fuglakjöt. 01.07.2014 03:57Kryddlögur "Teriyaki"Hráefni: 4 msk. soyasósa 2 msk. ólífuolía 2 msk. púðursykur eða hunang 1 msk. rautt vínedik eða þurt rauðvín 1/8 tsk. engifer 2 stk. pressuð hvítlauksrif Aðferð: Blandið öllu saman og hellið yfir kjötið. Á vel við nautakjöt, svínarif, fugla og fisk. Látið standa á köldum stað í 6 - 8 klst. Látið fisk standa í 2 - 4 klst., svínarif eða kjúkling í 4 - 8 klst. 01.07.2014 03:54RauðvínskryddlögurHráefni: 1 dl. olífuolía 1 dl. þurrt rauðvín 1 dl. rautt vínedik 1 rifin gulrót 1 lítill rifin laukur 2 pressuð hvítlauksrif 4 negulnaglar 1 lárviðalauf 3 steinseljugreinar 2 timiangreinar, eða ½ tsk. þurkað Salt og nýmalaður pipar Aðferð: Blandið olíu, ediki og víni saman. Bætið öðrum efnum út í, hrærið vel og hellið yfir kjötið. Látið standa í 2 klst. Snúið kjötinu af og til. Kryddlögur fyrir grillkjötið og fyrir flestar kjöttegundir.
|
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is