Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Formkökur

01.07.2011 02:57

Brúnkaka.

Hráefni:
125 gr smjörlíki
150 - 200 gr púðursykur
1 stk egg
1 tsk steyttur kanill
1 tsk negull
1 tsk natron ( sótaduft)
Rifið hýðið af ½ sítrónu
100 gr kúrenur
25 gr súkkat ( má sleppa)
1 ½ dl mjólk
250 gr spelt

Aðferð:

Hrærið saman smjörlíki og sykri, egginu síðan bætt í og hrært um stund. Þá er rifnu sítrónuhýðinu, kúrenum og súkkati blandað saman við, ásamt spelti, natróni og öllu kryddinu. Þynnt út með mjólkinni. Sett í vel smurt form og bakað við fremur lítinn hita, þar til kakan er bökuð í gegn.

30.06.2011 03:03

Jólakaka I.

Hráefni: 

200 gr smjörlíki
200 gr sykur
500 gr spelt
150 gr rúsínur
3 stk egg
3 ½ tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 tsk kardimommur
Mjólk


Aðferð:

Hrærið smjörlíkið og sykurinn saman. Látið eggin út í eitt í senn. Þurrefnum, rúsínum er bætt út í. Þynnt með mjólk. Bakið í tveimur vel smurðum jólakökumótum.

30.06.2011 03:00

Jólakaka II.

Hráefni:
250 gr spelt
4 tsk lyftiduft
100 gr sykur
1 tsk kardimommudropa
100 gr smjör / smjörlíki
1 egg
2 ½ dl mjólk
45 gr rúsínur

Aðferð:

Speltinu og lyftidufti sáldrað í fat, þar í er blandað kardimommum og sykri. Smjörlíkið brætt. Helmingnum af mjólkinni og egginu er hrært í deigið. Þá er smjörlíkinu og það mjólkinni sem er eftir, hrært saman við. Síðast er hreinsuðum rúsínum og britjuðu súkkatinu blandað út í. Látið í vel smurt form og bakað í 2 - 3 stundarfjórunga.
ATH. Mjög gott að nota smjör í staðinn fyrir smjörlíki hún verður miklu betri þannig.

29.06.2011 03:01

Kryddkaka

Hráefni:
250 gr. spelt 
1.tsk. lyftiduft
3/4 tsk. natron
1 tsk. salt
3/4 tsk. negull
3/4 tsk. kanill
1/8 tsk. pipar
165 gr. smjörlíki
100 gr. púðursykur
150 gr. sykur
1 tsk. vanilla
3 egg
2 dl. mjólk

Aðferð:

Hrærið smjörlíki, púðursykur, sykur og egg vel. Hrærið síðan þurrefnunum varlega saman við. Bakist í 45-50 mín. við 180 gráðu hita.

01.10.2009 07:15

Marmarakaka.

Hráefni:
150 gr smjör eða smjörlíki
2 ½ dl sykur
3 egg
1 dl mjólk
4 dl spelt
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur (eða dropar)
1 - 2 tsk kakó

Aðferð:

Smjörlíki og sykri hrært saman þar til létt og ljóst. Eggjarauðurnar hrærðar út í ein og ein í einu, hræra vel á milli. Spelti og lyftiduft sett út í síðan mjólk og hræra allt vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega út í með sleif.
Setja 1/3 af deiginu í aðra skál og hrærið út í það kakói og vanillusykri. Setja dálítið að ljósu deigi í vel smurt formið, setjið helming af brúna deiginu ofan á ljósa síðan koll af kolli enda á ljósu deigi. Gerið munstur í deigið með því að draga hníf óreglulega í gegnum öll lögin.
Bakið á rist neðalega í ofninum við 175°C í allt að 50 mín. Látið kökuna standa í forminu í nokkrar mín. áður en henni er hvolt á rist. Gott er að hafa formið yfir henni meðan hún kólnar.

01.10.2009 07:00

Sandkaka

Hráefni:
250 gr. smjör, mjúkt
250 gr. sykur
5 egg
250 gr. spelt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel saman. Bætið að síðustu speltinu út í og blandið vel saman. Setjið deigið í smurt jólakökuform og bakið í um 1 klst.

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18