Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Pizzubotnar

21.07.2009 00:00

Æðislegur pizzabotn

Hráefni: 

6 dl. volgt vatn
1 bréf þurrger
900 gr. spelt (fínmalað)
3 tsk. salt
4 msk. ólífuolía

Aðferð:

Öllu blandað saman og hnoðað vel. Bætið við vatni eða spelti eftir því sem þurfa þykir. Látið hefast í 30-60 mín eða þar til deigið hefur um tvöfaldast að stærð.
Þetta er frekar stór uppskrift, hana má alveg helminga.

Til tilbreytingar:

- Notið grófmalað spelt í stað hluta af fínnmöluðu spelti
- Bætið oreganó í deigið eða jafnvel fínt söxuðum hvítlauk
- Notið deigið til að búa til brauðstangir (penslið þær með ólífuolíu og kryddið eftir smekk)
- Fyrir börnin (t.d. frábært fyrir skipulagða vinahópa eða afmælisveislurnar), skiptið deiginu jafnt niður eftir fjölda barna, setjið mismunandi álegg í skálar og leyfið hverju barni að föndra við sína pizzu.


  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 59
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 354726
Samtals gestir: 99896
Tölur uppfærðar: 30.9.2020 09:41:15