Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
Flokkur: Sultur og Hlaup05.10.2009 22:00AnanashlaupHráefni: 2,2 kg. Ananas, ferskur 1,1 L. Vatn Aðferð: Þetta er sett í pott og suðan látin koma upp og látið sjóða í 5-10 mín. og því næst sigað í gegnum grisju yfir nótt. Saftin mæld og sett í pott. ATH! hratið sem kemur eftir sigjunina er hægt að nota í marmilaði. Viktið hratið og setjið ca. jafn mikin sykur. (kíló á móti kíló) og sjóðið við vægan hita í 2-4 klst. Kælið og setjið á krukkur. Hráefni: 1,5 L. saft 1,3 kg. Sykur 1 1/2 bréf hleypir (Gulur Melatín) Aðferð: Saftin og sykur sett í pott og suðan látin koma upp, látið sjóða í ca. 10-15 mín. þá er hleypirinn settur út í og hrært vel í svo hleypirin kekkist ekki. Látið sjóðaí 1 mín. og hellið heitu á glerkrukkur og setjið lokið strax á. 05.10.2009 21:29Appelsínu marmilaðiHráefni: 1 kg. Appelsínur 800 gr. Sykur 200 ml. Vatn
Aðferð: Skolið appelsínurnar, skerið í bátta og hakkið (með berkinum). Setjið appelsínuhakkið í pott með sykrinum og vatninu, kveikjið undir. Látið suðuna koma upp, þá er lækkað í eins lágan hita og hægt er, en samt halda suðuni og látið krauma í 2 - 4 klst. (fer eftir magni). Þá er slökkt undir og marmilaðið látið kólna áður en það er sett á krukkur. 05.10.2009 21:28KrækiberjahlaupHráefni: 1 bréf gel hleypir Gulur
Aðferð: Tætið ber sundur í matvinnsluvél og sigtið safann frá. Einnig er hægt að setja berin í safapressu og hella safanum í gegnum grisju til að froðan fari ekki með. Hellið safanum í pott ásamt sykri og sjóðið saman í 5-10 mín. og setjið hleypinn saman við og sjóðið í 1 mín. Setjið heitt í hreinar krukkur og lokið strax. 05.10.2009 21:27RabarbarahlaupHráefni: 2,4 kg. rabarbari 300 gr. Jarðarber (frosinn) 1,3 L. vatn Aðferð: Rabarbarinn, jarðarberinn og vatnið sett í pott og suðan látin koma upp. Hellið í gegnum grisjupoka og látið sigast vel. Úr þessu kom 3 L saft. Hráefni: 3 L. saft 50 ml. vatn 2,8 kg sykur 3 bréf Melatín hleipir gulur Aðferð: Setjið saftina og sykurinn í pott og látið suðuna koma upp og sjóðið í 10-15 mín. Blandið hleipinum saman við og sjóðið í 1 mín. og setjið í hreinar krukkur strax. Lokið krukkunum á meðan hlaupið er heitt. 05.10.2009 21:26RababarasultaHráefni: 1 kg. Rababari 1 kg. Sykur
Aðferð: Skerið rababaran í hæfilega bita og setjið í pott og sykurinn með. Kveikið undir og látið suðuna koma upp þá er lækkað eins mikið og hægt er til að halda suðuni. Látið krauma í 4 - 6 klst. Þá er slökkt undir og sultan látin kólna áður en hún er sett í krukkurnar. 05.10.2009 13:38RauðlaukssultaHráefni:
Aðferð: Afhýðið rauðlauka og skerið í báta. Bræðið smjör við miðlungshita og létt steikið rauðlauksbátana. Hellið ediki og sykri yfir rauðlaukinn á pönnunni. Látið á vægan hita og sjóðið saman í þykka sultu. Saltið og piprið eftir smekk. 04.10.2009 21:22ReyniberjahlaupHráefni:
Aðferð: Leggið ber í bleyti yfir nótt í kalt vatn blandað örlitlu ediki. Sjóðið berin í vatni við vægan hita í 2 klst. Sigtið gegnum grisju. Mælið safann og notið í 1 kíló af sykri á móti 1 lítra af safa. Setjið í pott og sjóðið þar til þykknar. Setjið í hreinar krukkur og látið kólna. 04.10.2009 21:19RifsberjahlaupHráefni:
Aðferð: Skolið ber og setjið í pott og látið suðuna koma hægt upp. Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Bætið sykri út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót. Hrærið í annað slagið á meðan sultan sýður. Síið í gegnum grisju og hellið hlaupinu í hreinar krukkur, látið kólna. 30.07.2009 12:00SólberjahlaupHráefni:
Aðferð: Skolið ber og setjið þau í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp hægt. Sjóðið við vægan hita í 10 mín. Bætið sykri út í og sjóðið í 10 mín í viðbót. Hrærið í annað slagið á meðan sultan sýður. Síið í gegnum grisju og hellið hlaupinu í hreinar krukkur og látið kólna.
|
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is