Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Sósur (Heitar)

01.07.2011 05:01

Coka cola sósa

Hráefni:
2 dl coka cola
2 dl tómatsósa
½ hvítvínsedik
½ laukur, smátt saxaður
1 ½ tsk svartur pipar
2 msk púðursykur
2 tsk salt
2 tsk chili duft

Aðferð:
Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 1-1 ½ klst.
Sósan geymist í allt að 3 vikur í kæli.

01.07.2011 05:00

Gráðaosta sósa

Hráefni:
1/2 líter vatn
2.msk. kjötkraftur
1.staup brandí
1.dl. rjómi
100 gr. gráðaostur
1.msk. hunang

Aðferð:
Allt sett i pott og soðið saman í 5 mín. eða þar til þykknar.

01.07.2011 04:52

Súrsætsósa

Hráefni:
1 laukur - lítill
1 gulrót
1/2 græn paprika
1 hvítlauksgeiri
100 gr. sykur
1 1/2 dl. hvítvínsedik
1 1/2 dl. vatn
1 msk tómatpurre
1 msk soyasósa
1 dl tómatsósa

Aðferð:
Skerið allt grænmetið í litla bita og saxaðu hvítlaukin fínt.
Blandaðu öllu saman og látið sjóða við vægan hita þangað til allt grænmetið er meyrt.
Bættu tómatsósunni út í og hitaðu að suðu.
Borin fram heit með t.d.djúpsteiktum fiski, kjötbollum eða rækjum.

01.07.2011 00:36

Súrsætsósa (einföld og fljótleg)

Hráefni:
1 dl. Sykur
1 dl. Tómatsósa
1 dl. Borðedik
1 dl. Vatn
1 dós Ananas, lítil
1 msk. Kartöflumjöl


Aðferð:
Setjið sykurinn, tómatsósuna , borðedikið og vatnið í pott og látið suðuna koma upp. Látið krauma  í smá stund. Blandið smá vatni saman við kartöflumjölið og hellið því saman við sósuna, passið að það má ekki sjóða sósuna eftir að kartöflumjölið er komið saman við, vegna þess að þá verður sósan eins og tyggjó. Svo er ananasinum og safanum blanndað saman við í lokin.
Þessi sósa er góð með kjöti og fiski.

01.07.2011 00:30

Villisveppasósa

Hráefni:
450-500 gr íslenskir villisveppir
6-8 gr þurrkaðir kóngasveppir, muldir í morteli
2 msk olía
2 pelar rjómi
75 gr gráðostur
salt, sykur og pipar
koníak

Aðferð:
Sveppirnir skornir í bita/sneiðar og steiktir í olíunni. Þeir síðan settir í pott ásamt rjómanum og muldum kóngasveppunum. Suðan látin koma hægt upp og gráðostinum bætt út í. Saltað og piprað eftir smekk og einnig er gott að láta örlítinn sykur með til að skerpa bragðið. Sósan látin sjóða við lægsta hita i 30-40 mín og hrært í af og til. Rétt áður en hún er borin fram er 1 msk af koníaki bætt út í.

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365300
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 14:53:46