Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Kjöt

30.07.2014 13:55

Indverskur kjúklingur.

Hráefni:
1 stk niðurskorinn kjúklingur
3 msk tómatpurre
3 msk AB mjólk
1/2 tsk garam masala
1/2 tsk chilli duft
2 hvítlauksrif,kreist
2 msk mango chutney
1 tsk salt
2 msk kóriander
4 msk olífuolía
150 ml vatn
1 dós kókosmjólk.

 

 

Aðferð:

Öllu kryddi blandað saman í skál ásamt tómatpurre og AB mjólk.
Olían hituð í potti eða á Wok pönnu-kryddblandan sett út í og látin sjóða í 2 mín, hræra í á meðan.
Kjúklingurinn er settur í og látinn krauma í 1/2 tíma-hræra annað slagið.
Vatninu bætt í og látinn sjóða þar til hann er tilbúinn.
Í lokin er kókosmjólkinni hellt yfir og suðan látin koma upp til að jafna sósuna.

Borið fram með nanbrauði.

 

 

Nanbrauð.

Hráefni:
450 gr hveiti
1 msk salt
280 ml volgt vatn
90 gr olía.

 

Aðferð:

Öllu þessu er blandað saman þar til úr verður meðfærilegt deig sem síðan er flatt út í litlar kökur,þær eru steiktar á þurri þykkbotna pönnu.

30.07.2014 13:54

Kalkúnn með sveppafyllingu

Hráefni:
4 1/2 kg kalkúnn
4-5 feitar beikonsneiðar
1/2 sítróna
salt
brætt smjör

Fylling
2-3 dl franskbrauð (1-2 daga gamalt)
1 dl sérrí eða portvín
innyfli úr kalkún (lifur,hjarta og fóarn)
400 g niðursoðnir sveppir (vökvinn í sósu)
1 dl fersk steinselja
salt og pipar

Sósa
soð af kalkún
sveppasoð
vatn
2-3 kjúklingateningar
1/2 dl sérrí eða portvín
hveiti
rjómi

 

 

Aðferð:

Rífið niður brauðið og leggið í bleyti í vínið. Hakkið innyflin í matkvörn, setjið sveppi, steinselju og brauðið í kvörnina og hakkið saman. Kryddið með salti og pipar.
Hreinsið og þerrið kalkúninn. Troðið fyllingunni inn í hann og saumið fyrir opið eða lokið með trépinnum.
Nuddið kalkúninn vel að utan með sítrónu og salti. Leggið beikonsneiðar yfir bringuna og pakkið kalkúninum inn í álpappír. Steikið í 250°C heitum ofni í tvær klst. Takið álpappírinn og beikonsneiðarnar af, penslið kalkúninn með bræddu smjöri. Steikið áfram í 20 mín eða þar til kalkúnninn er fallega brúnn.
er fyrir 6-8
Sósa
Hellið kalkúnasoðinu í pott ásamt sveppasoði og vatni.
Kryddið með kjúklingateningum og sérríi eða portvíni. Þykkið sósuna með hveitijafningi (hveiti og vatni) eða sósujafnara. Hellið rjóma út í og hitið (sjóðið ekki)
Berið fram með brúnuðum kartöflum og waldorfsalati.

30.07.2014 13:53

Kjúklingabringur m/mozzarella

Hráefni:
4 kjúklingabringur
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
4 sneiðar mozzarellaostur
1 tsk ólífuolía
basillauf
salt og pipar

 

 

Aðferð:

Kryddið bringurnar eftir smekk og steikið í oíunni á pönnu. Takið af pönnunni og setjið sólþurrkaða tómata ofan á hverju bringu, setjið síðan mozzarellaostsneið og basillauf þar ofan á. Setjið bringurnar aftur á pönnuna, látið lokið á og steikið þar til osturinn er bráðnaður.

30.07.2014 13:52

Kjúklingabringur Tex-Mex

Hráefni:
800 gr kjúklingabringur

Marinering:
5-7 hvítlauksgeirar (má vera 7-10) bara betra
2 cm engiferrót
1 dl barbecue sósa
1/2 dl appelsínuþykkni
1/2 tsk negulduft (má sleppa) geri það oftast
1 tsk cumminduft
1tsk kórianderduft (er oftast með hann ferskan)
1 1/2 msk dijon sinnep
1 msk hlynsyróp
1 dl góð matarolía

 

Aðferð:

Setjið hvítlaukinn og engiferrótina í matvinnsluvél eða töfrasprota og hakka smátt. Látið allt annað innihald nema olíuna í skálina og blandið vel saman. Á meðan vélin er að snúast helllið þá matarolíunni saman við í mjórri bunu.
Setjið bringurnar í skál og hellið helmingnum af marineringunni yfir en afgangurinn fer í sósuna.
Gott er að láta bringurnar marinerast í leginum yfir nótt eða jafnvel sólarhring.
Bringurnar eru annaðhvort pönnusteiktar (geri það oftast í ca 15 mínútur samtals á báðum hliðum) eða bara smella þeim á grillið. Muna að snúa bringunum oft á meðan steikingu stendur svo þær brenni ekki, og pensla með marineringunni annað slagið.
Finnst best að hafa gott salat sem meðlæti ásamt góðu brauði.

 


Sósan:
Hráefni:

1msk góð matarolía
6 hvítlauksgeirar saxaðir
1 chillipipar kjarnhreinsaður og smátt skorinn
1dl kjötsoð
1/2 - 1dl barbecue sósa
marineringin sem tekið var frá í sósuna
1 msk hunang
3 cl bourbon-viskí ( má sleppa)

Aðferð:

Léttsteikja hvítluk og cillipipar saman og hella síðan kjötsoðinu yfir öllu öðru blandað saman við og hitað í potti og látið simmera smá stund þá tilbúið.

29.07.2014 13:55

Svínahnakki í mango chutney.

Hráefni:

4-6 Svínahnakkasneiðar

1 askja sveppir

2-4 paprikur (Rauð, græn, gul eða eftir smekk)

½-1 stk. Púrrulaukur

1  krukka Mango chutney sósa

½ L. Rjómi eða dós af Kókosmjólk.

Tondori krydd.

 

Aðferð:

Skerið kjötið í munnbita og kryddið með tondori kryddinu, skerið grænmetið og steikið. Mér finnst best að byrja á sveppunum og steikja þá upp úr smjöri. Þegar grænmetið er steikt er það tekið af pönnuni og kjötið steikt á meðan er sósan og rjóminn sett í pott og hitað því næst er grænmetið sett smá stund á pönnuna og allt sem er á pönnunni sett í pottinn með sósuni þegar suðan er kominn upp á henni. Látið mala í 20-30 mín. Berið fram með hrisgrjónum og fersku grænmetri.

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365289
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 14:09:38