Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Kökur

10.09.2014 04:10

Eplakaka Þóru

Hráefni:
250 gr. Sykur
250 gr. Smjörlíki
4 stk. Egg
250 gr. Spelt
¼ tsk. Hjartasalt
1 tsk. Kanill
1 tsk. Vanilludropar eða möndludropar

Epla og súkkulaði (magn eftir smekk) brytjað út í degið
eða eplunum raðað ofan á.
Mjög gott heitt með ís og/eða rjóma.

Aðferð:

Sykurinn og smjörlíkinu hrært vel saman, svo er eggjunum hrært saman við og því næst er þurrefnunum blandað saman við. Í lokin eru droppunum, eplunum og súkkulaðinu blandað saman við degið.  Setjið degið í vel smurt form og stráið kanilsykri yfir og bakið við 175°C fyrstu 20 mín. og lækkið þá hitan niður í 120°C og bakið í 30 mín. til viðbótar.
Deigið passar í tvö kringlótmót, en einnig er gott að setja degið í skúffu.


10.09.2014 04:05

Eplakanillvöflur

Hráefni:

3 dl. Spelt má vera gróft

1 tsk.  Lyftiduft

1 msk.  Maple syrup

1/8 tsk.  Salt 

2 dl.  Mjólk

2 stk.  Egg

3 msk.  Matarolía

vanillindroppar

ein vel full tsk, kanill,

eitt til eitt og hálft rifið epli

 

 

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál, því  næst er allur vökvinn settur saman við og öllu hrært vel saman. Svo eru eggjunum bætt út í og blandað saman við.

Að lokum eru eplin rifin niður og hrært saman við deigið. Bakað í vöfflu járni.

Borið fram með sultu, ávöxtum og rjóma. Það má vera ís líka.

10.09.2014 04:00

Eplapie

Hráefni:

4 bollar spelt

2 bollar haframjöl

2 bolli sykur

480 gr smjörlíki

2 stk. Egg

2 tsk. Lyftiduft

1 kg. Epli eða eftir smekk

 

Aðferð:

Stillið ofninn á 150-170°C. Flysjið eplin og rífið niður í rifjárni. Fínmalið haframjölið í matvinnsluvél. Blandið þurrefnunum í skál, bræðið smjörið við vægan hita og hellið saman við þurrefnin. Hnoðið. Setjið eggin saman við og hnoðið aðeins meira. Smyrjið eldfast mót og þekið botninn með deiginu og upp á hliðarnar, notið ca. 2/3 af deiginu. Setjið rifin eplin yfir deigið í mótinu og svo restina af deiginu yfir eplin. Bakist í 45 mín (lengur ef þið viljið hafa kökuna vel bakað, ca. 60 mín.)

Gott er að vera búin að setja allt í eldfastamótið fyrr um daginn og baka kökuna bara rétt áður en hún er borin fram. Hún er mjög góð með ís og þeyttum rjóma.

Ég hef gert þessa sömu köku (pie) með rabarbara og hindiberjum. Þá var ég með 800 gr. Smátt saxaðan rabarbara og 250 gr. Frosin hindiber og stráði smá sykri yfir fyllinguna áður en ég setti deigið yfir þar sem rabarbarinn er svo súr.

27.09.2013 11:21

Frönsk súkkulaðikaka með kremi

Hráefni:
4 stk. Egg
2 dl. Sykur
200 gr. Suðusúkkulaði
200 gr. Smjör
1 dl. Spelt

Aðferð:
Bræðið suðusúkkulaðið og smjörið í potti og látið kólna á meðan eggin og sykurinn er þeytt saman (ca. 10 mín). Blandið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu samanvið eggjaþeytuna og speltinu rólega saman með sleif. Setjið í smurt eldfastmót og bakið við 150°C í 30-45 mín. Látið kólna smá.
Kakan hefast vel en fellur þegar hún er tekin úr ofninum.

Krem:
Hráefni:
150 gr. Suðusúkkulaði
75 gr. Smjör
1 msk. Sýróp

Aðferð:
Setið suðusúkkulaðið og smjörið í pott og bræðið. blandið sýrópinu saman við í lokin og hellið yfir kökuna. Gott er eað kæla kremið í nokkrar mínútur.

01.10.2009 08:01

Hjónabandssæla

Hráefni:
300 gr. Spelt
300 gr. Tröllahafrar
100 gr. Hrásykur
300 gr. Smjör
1 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Salt
300 gr. Sykurlaus sulta

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál, bræðið smjörið og hellið því í skálina og hnoðið saman. Það má einnig hnoða deigið á borði. Smyrjið form og setjið 2/3 af deiginu í botnin og smyrjið sultuni yfir deigið. Myljið restina af deiginu yfir sultuna og bakið við 180°C í 30 mín.

01.10.2009 08:00

Hjónabandssæla með púðursykri

Hráefni: 

3 bollar haframjöl,
2 ½ bolli spelt,
1 tsk natron,
1 tsk lyftiduft,
250 gr smjör eða smjörliki,
2 bollar púðursykur,
2 egg,
Rabbabarasulta eða önnur gerð eftir smekk.

Aðferð:

Blandið saman þurrefnum, brytjið smjöri saman við og bleytið i með egginu.
Hnoðið deigið.
Fletjið um það bil tvo þriðju af deiginu út og setjið í smurt form. Smyrjið sultu yfir. Myljið afganginn af deiginu yfir eða fletjið það út og skerið í strimla og leggjið yfir.
Bakið kökuna við 200°c.

01.10.2009 07:43

Jógúrkmuffins

Hráefni:
2½ bolli spelt 
2 bolli sykur
250 gr. brætt smjörlíki
3 stk. egg
½ tsk. matarsóti
½ tsk. salt
1 dós jógúrt, hnetu og karmellu eða kaffi (180 ml.)
100 gr. súkkulaði saxað/bitar

Aðferð:
Allt sett í skál og blandað vel saman, passa að hræra ekki of mikið. Degið sett í muffinsform og bakað við 180°C í ca. 10 mín.

01.10.2009 07:00

Möndlukaka með Bleiku kremi

Hráefni:
2. egg
1 1/2. dl. sykur
1 3/4.dl. spelt
1. tsk. lyftiduft
100.gr. brætt smjörliki
1 1/2. tsk, möndludropar.

Krem:
Bleikur glassúr: florsykur---heittvatn--matarlitur.

Aðferð:  

Egg og sykur þeytt vel saman. Spelti og lytiduft bætt út í og hrært smá . Smjörliki og dropum bætt í. Sett í vel smurt form. Bakað í ca. 30.min við 175c.  Kakan kæld, glassúrinn búin til og settur ofan á kökkuna.

01.10.2009 06:34

Möndlukaka Krissa

Hráefni:
100 gr Smjölíki (mjúkt)
100 gr Sykur
200 gr Spelt
1 stk Egg
1 tsk Lyftiduft
1¼ dl Mjólk
vanilludropar
möndludropar

Kremið.
Flórsykur
Kakkó
Sjóðandi heitt kaffi
Vanilludropar


Aðferð:
Smjörlíkinu og sykrinum hrært saman. Spelt, lyftiduft, eggin sett í skálina og hrært svo er mjólk og dropunum helt útí (það finnst alveg þegar þetta er tilbúið)
Ekki hræra mikið, bara rétt að ná þessu saman.
Sett í smurt form og inní ofn þar til kakan er orðin ljós brún. 180°C í ca. 30 mín.
Kakan kæld. Á meðan er kremið hrært saman.   Sigtið saman flórsykur og kakó í skál hellið ögn af heitu kaffinu út í og hrærið saman, magnið fer eftri smekk. Þegar glassúrinn er hæfilega þykkur/þunnur er vanilludropunum bætt út í. Ath. það verður að láta kremið strax á af því annars verður það kekkjótt

01.10.2009 06:20

Sjónvarpskaka

Hráefni:
Kökubotn:
300 gr sykur
4 egg
1 tsk vanillusykur
250 gr spelt
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 gr smjör

Ofaná bráð:
125 gr smjör
100 gr kókosmjöl
125 gr dökkur púðursykur
4 msk mjólk

Aðferð:
Kökubotninn:
Þeyta saman egg og sykur, bætið spelti, vanillusykur, lyftiduft blandað saman. Smjör brætt í mjólk og öllu blandað saman og sett í ofnskúffu.
Ofninn settur á 175°C og botninn bakaður í ca. 20 mín.

Ofanábráðin:
Allt NEMA kókosmjölið brætt saman í potti, - hella kókosmjöli saman við þegar allt er bráðið. Þessu er síðan hellt yfir heitan kökubotninn og hann svo settur aftur inn í ofninn í ca 10 mín við 200°C

01.10.2009 06:17

Skúffukaka

Hráefni:
4 bl. Spelt
3 bl. Sykur
3-4 msk. Kakó
9 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
5 stk. Egg
200 gr. Smjör, brætt
3 bl. Mjólk
1 glas vaniludropar

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman, setjið egginn, smjörið, mjólkina og dropana í skálina og blandið vel saman við þurrefnin. Smyrjið ofnskóffu og setjið deigið í skúffuna. Bakist við 200°C í ca. 20-40 mín.
Látið kökuna kólna og setjið smjörkem eða glassúr yfir kökuna.

01.10.2009 00:00

Vínarterta.

Hráefni:
150 gr smjörlíki
150 gr sykur
200 gr spelt
200 gr egg
500 gr berjamauk
2 tsk lyftiduft

Aðferð:

Lyftidufti blandað saman við speltið. Smjörlíkið er linað og hrært með sykrinum, þar til það er orðið að þéttri froðu, þá eru eggin hrærð saman við eitt og eitt í einu ásamt einni msk af spelti með hverju þeirra, þannig er haldið áfram þar til eggin eru búin. Sett í tertuform. Bakað við góðann hita. Lögð saman með berjamauki. Stundum borin rjómi með eða jafnvel smurður ofna á.

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 64
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365273
Samtals gestir: 103683
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 13:16:02