Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Brauð og smábrauð

31.07.2014 22:13

Bananabrauð

Hráefni:

2 bollar spelt (má vera fínt og gróft)

1 bolli sykur

½ tsk. salt

1 tsk. natron (matarsóti)

3 stk. bananar

1 stk. egg

 

 

Aðferð:

Stappið banana vel og kekklausir. Blandið þurrefnunum saman í skál, því næst stöppuðum bönunum og loks egginu. Setjið deigið í smurt formkökuform og

Bakist í 50 mín. við 180 °C

27.07.2014 21:25

Beyglur

Hráefni:
U.þ.b. 3 dl. fingurvolgt vatn
2 tsk. þurrger
1 1/2 msk. sykur
500 gr. spelt
1 1/2 tsk. salt

 

 

Aðferð:

Leysið gerið upp í 1 dl. af vatni. Blandið þurrefnunum saman við. Bætið við vatni eins og þarf. Látið deigið síðan lyfta sér í um 1 klst. Mótið 8 kúlur úr deiginu, gerið gat með fingrinum í miðju hverrar kúlu og mótið síðan kúluna þar til hún lítur út eins og myndarleg beygla. Látið lyfta sér í um 10 mín. Sjóðið vatn í víðum potti. Lækkið hitann en þó þannig að vatnið bulli. Sjóðið beyglurnar þar til þær fljóta upp á yfirborðið, ágætt er að snúa þeim við alla vega einu sinni. Veiðið síðan upp úr pottinum (t.d. með fiskispaða þannig að vatnið renni af) og setjið á plötu með smá olíubornum bökunarpappír. 

Bakist í um 20 mín. við 220°C (um 15 mín. ef þið eruð með blástur).

Þetta er í raun grunnuppskrift af  beygglum þannig að  það má leika sér með eins og hverjum hentar. Á að duga í 8 stk.


Til tilbreytingar:
Notið hvítlaukssalt í staðinn fyrir venjulegt salt. Setjið 2-3 kúfullar matskeiðar af pestói í deigið áður en þið bætið við því sem upp á vantar af vatninu í lokin. Stráið fræjum (t.d. sesamfræjum) yfir beyglurnar áður en þið bakið þær.

27.07.2014 01:00

Flatkökur

Hráefni:
200 gr. Spelt
200 gr. Rúmmjöl
200 gr. Gróft spelt
1 velfull tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
1/2 L. Vatn


Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Sjóðið vatnið og blandið því varlega saman við. Hrærið öllu saman - blandan þarf að vera jöfn, en það má ekki hræra of mikið, þá verða flatkökurnar seigar.
Hitið pönnukökupönnu á eldavélinni og smyrjið hana. Setjið um það bil eina ausu af deigi á pönnuna og steikið þar til flatkakan verður fallega bökuð á báðum hliðum.

Staflið flatkökunum upp og breiðið heitan rakan klút yfir til þess að þær þorni ekki. Best að pakka þeim fljótt í plastpoka.... ja, nema maður vilji borða þær í hvelli.

27.07.2014 00:45

Gaujabrauð

Hráefni:
3 dl. Spelt
1/2 tsk. Salt
1 msk. Olía
1 dl. Heitt vatn
smá mjöl til að fletja út í.


Aðferð:

Speltið og saltið blandað saman í skál og olíunni nuddað inn í mjölið.  Vökvinn bætt útí og öllu hnoðað saman í mjúkt deig.

Deigið skipt niður í tíu litlar kúlur sem eru flattar út í lítil þunn brauð.

Steikjið brauðið á þurri pönnu báðu meginn í u.þ.b. ½ til 1 mín. hvor hlið.

Ath: Brauðið brennur auðveldlega eins og flatkökur og í fjórfalda uppskrift er gott að láta 5 dl. af vatni.


Þetta er uppskrift frá Gauja litla.

27.07.2014 00:30

Grunnuppskrift af brauði

Hráefni:
1 kg. Spelt
1/2 dl. Þurrger
1 tsk. Salt
1 msk. Sykur (má sleppa)
150 gr. Smjörlíki eða 1/2 dl. Matarolía
600 - 1000 ml Vatn ,volgt

Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið rólega saman (ef hrærivél er notum er gott að nota korókinn og láta vélina vera á minsta styrk). Þá er smjörlíkimu bætt saman við og svo vatninu. Ef matarolía er notuð er gott að setja hana saman við fyrstu 600 ml af vatninu því það þarf alla vega 600 ml af vatni í degið en stundum meira. Blandið rólega saman í fyrstu og svo aukið hraðan í nærsthæðsta eða hæðsta. 
Einnig er hægt að hnoða degið í höndunum og þá finnst mér best að fara alveg eins að eins og með hrærivélina nema að í staðinn fyrir krókkinn nota ég sleif og blanda öllu saaman þannig að hægt sé að hella úr skálini (að vökvinn renni ekki út um allt) á borð og byrja að hnoða. Það er nauðsinlegt að hnoða degið lengi og ákveðið í ca. 10-15 mín. í höndunum en í hrærivél um 5 mín. þá er degið látið hefast í minst 45 mín. en má hefast í 2-3 klst. 
Úr þessu deigi má móta hvaða brauð sem er stór sem smá , bollur eða snittubrauð, pylsubrauð eða hamborgarabrauð. 
Einnig má setja saman við degið allskonar fræ, kúmen eða bara það sem manni dettur í hug.
Bakstur tíminn er mislangur eftir því hvað er verið að baka úr deiginu.

Stórt brauð eru ca. 20-30 mín við 190°C en smá brauð í um 10 mín . við sama hita. En hafa ber í huga að bakaraofnar eru misjafnir eins og þeir eru margir, þannig að það er best að finna út hvað hentar hverjum ofni.

26.07.2009 23:45

Kringlur

Hráefni:
8 dl. Spelt
5 msk. Þurrger
1/2 tsk. Salt
1/2 tsk. Kúmen
3 dl. Vatn
1/2 Egg
2 msk. Matarolía


Aðferð:
Setjið þurrefnin í skál og blandið saman. Blandið saman vatninu og matarolíuni og hellið saman við þurrefnin og blandið saman, loks er egginu blandað saman við deigið.
Látið hefast í 30 - 45 mín. í skálini. Mótið kringlurnar og setjið á plötu klæda bökunarpappír og látið kringlurnar hefast í 30 mín. og bakist svo við 200 - 220°C í 10 - 15 mín.
Ath: Ef þið hnoðið deigið í hrærivél er best að nota krókinn og byrja rólega og þegar þurrefnin og vökvinn er komin í þokkalegt deig er gott að auka hraðan í smá tíma því þá verða kringlurnar loft meiri, hefast betur.  

26.07.2009 23:35

Kryddbrauð

Hráefni:
3 dl spelt
3 dl haframjöl
3 dl mjólk
2 dl sykur
1 tsk kakó
1 tsk natron
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/2 tsk negull
smá salt

 

 

Aðferð:

Allt sett saman og hrært vel. Sett í smurt form og bakað við 175 gráður í 1-1 1/2 klst

26.07.2009 23:23

Lítil fléttubrauð

Hráefni:
2 ½ dl volgt vatn
3 tsk þurrger
1 tsk salt
1 tsk sykur
400 - 450 g spelt
1 egg til penslunar
Birki eða sesamfræ sem skraut

 

 

Aðferð:
Setjið gerið, sykurinn og saltið út í vatnið.  Bætið út í speltinu þar til deigið er viðráðanlegt.  Látið lyfta sér á hlýjum stað í 30 mín.  Hnoðið deigið og skiptið því í 16 parta.  Skiptið hverjum bita í 3 parta og gerið ca 12 cm lengjur. 

Fléttið saman 3 lengjur, setjið á plötu, smyrjið með eggi og setjið birki eða sesamfræ ofan á.  Bakið á blæstri og 200°C í ca 15 mín.

24.07.2009 00:00

Skonsur

Hráefni

3 bollar Spelt
1/2 bolli Sykur
3 tsk. Lyftiduft
1/2 tsk. Natron
2 stk. Egg
3 dl. Mjólk


Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál, bættið mjólkinni og eggjunum útí þurrefnin og blandið vel saman, en passið að hræra ekki of mikið því þá verða skonsurnar seigar.  Bakið skonsurnar á pönnukökupönnu við vægan hita.

Ath. Ef ekki er til pönnukökupanna er líka hægt að baka skonsurnar á venjulegri pönnu, en þá eru skonsurnar bara litlar eins og klattar og lummur. Einnig  ef svo ílla fer að það er ekki til panna... en vöfflujárn, þá er ekkert sem bannar það að baka skonsurnar í vöfflujárninu.

 


23.07.2009 00:00

Speltbrauð

Hráefni:
5 dl. Spelt
1 dl. Haframjöl
3 tsk. Vínsteinslyftiduft
1/2 tsk. Salt
2 dl. AB-mjólk
1 1/2 dl. Sjóðandi vatn
1 stk. Egg


Aðferð:
Blandið saman þurrefnunum. Setjið vökvann útí og hrærið eins lítið og hægt er.
Smyrjið eitt jólakökkuform. 
Bætið egginu saman við degið, en passið að hræra eins lítið og hægt er.
Bakað í 25 - 35 mín við 200°C.


Einnig er hægt að bæta þeim kryddum og öðru sem okkur þykir gott útí brauðið, t.d:
2 hvítlauksrif
1 tsk tandoori krydd
pítsusósu í stað hluta vökvans
sólþurrkaðir tómatar
ólífur
oregano
timian
strá osti yfir

22.07.2009 00:00

Vefjur

Hráefni:
5 dl. Spelt
1 tsk. Salt
1/2 dl. olía
150-175 ml. Heitt vatn

Aðferð:
Sigtið speltið og saltið í skál, nuddið olíunu inn í speltið og loks er vatninu bætt saman við í smá skömtum og hnoðað. fletjið út og þurrsteikt á pönnu. Gott er að bleita klút til að hafa undir og yfir kökunum þegar búið er að steikja þær. Ath. passið að steikja ekki of mikið því þá verða kökurnar stökkari og þá erfiðara að vefja þeim saman.
  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365289
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 14:09:38