Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Smákökur

27.07.2014 21:28

Guðbjargarkökur

Hráefni:

2 1/2 bolli Haframjöl

2 1/2 bolli Spelt

2 1/2 bolli Sykur

1 1/2 bolli Smjörlíki (brætt)

2 stk Egg

1 tes. Natron

Örlítið salt

2 bolli Rúsínur, Súkkulaði og saxaðar möndlur  

 

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum og naminu vel saman á borði, búið til holu í þurrefnablönduna og hellið bráðnu smjörlíkinu í holuna og blandið saman, að lokum eru egginn sett saman við og hnoðoa. Deigið á að vera frekar blaut.

Bakist við 180°C blástur í 5-10 mín.

27.07.2014 21:20

Gyðingakökur

Hráefni:
500 gr spelt
250 gr smjör
250 gr sykur
2 egg
10 dropar af sítrónudropum
1 1/2 tsk hjartarsalt
1-2 msk mjólk
75 gr saxaðar möndlur í skraut + steyttur sykur

 

 

Aðferð:

Þurrefnunum er blandað saman. Smjörið mulið saman við. Eggjum, mjólk og sítrónudropum bætt við. Hnoðað þar til stíft og laust við allar spurngur. Geymt yfir nótt í ísskáp.
Deigið er flatt þunnt út (munið að hafa spelt við höndina og strá á borðplötuna og yfir deigið ef með þarf), síðan er stungnar út kökur með því að nota glas. Kökunum er raðað á plötur, penslaðar með eggi og steyttum sykri og söxuðum möndlum dreift yfir. Bakaðar ljósbrúnar við ca 200°C.

27.07.2014 21:15

Hálfmánar

Hráefni:
500 gr spelt
250 gr sykur
200 gr smjörlíki
1/2 tsk hjartarsalt
1 tsk lyftiduft
1 egg
1 dl mjólk
kardemommudropar eftir smekk
sveskjusulta eða önnur að eigin vali

 

Aðferð:

Hnoðað deig. Sem sagt öllu hnoðað saman, flatt út og stungið út með glasi, ekki of stórar kökur samt. Smá sulta sett á miðju hverrar kökur og hún svo brotin saman og þrýst á með skafti á gaffli svo kökurnar haldist lokaðar. Bakað við 200°C  í 10-12 mín. Passið bara að setja ekki of mikla sultu því þá springa kökurnar og verða hreint ekki lystugar á nokkurn hátt, þó bragðið verði nú svipað:)

27.07.2014 21:10

Mars smákökur

Hráefni:
370  gr. Sykur

200  gr. Spelt

125 gr. Smjör

75 gr. Möndlur, malaðar

½ dl. Rjómi


Ofan á
4 msk. Rjómi

4 stk. Mars (65 g. hvert)

Heilar möndlur til skrauts


Aðferð:

Bakstur
Hnoðið saman speltinu, möndlunum, sykrinum, smjörinu og rjómanum. Hnoðið deigið vel saman. Búið til kúlur úr deiginu og leggið með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið neðarlega í ofninum við 170°C í 15 mín.

Ofan á
(Mars bráð)
Bræðið Mars súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði, bætið rjómanum saman við og hrærið vel í þar til massinn er orðinn mjúkur. Setjið smávegis á hverja köku með teskeið og þrýstið möndlu ofan á. Best er að gera þetta meðan kökurnar eru ennþá volgar.


27.07.2014 21:00

Mömmukökkur

Hráefni:
8 bollar. spelt
1½ bolli. sykur
4 tsk matarsódi (natron)
150 gr. smjorlíki
4 egg
2 bollar. ylvolgt sýróp

 

Aðferð:

Spelti, sykur og matarsótinn sigtað saman, smjörlíkinu bætt út í, síðan eggjunum einu í einu í senn og hrært í á meðan. Að lokum er sýrópið hrært saman við. Flatt þunnt út og kökkur stungnar út með glassi og sett á smurða ofn plötu.

Bakað við 160°C í ca. 5-10 mín. Kökurnar eiga að vera ljósbrúnar.

27.07.2014 20:55

Piparkökur

4 dl. Spelt (fín malað)
1,5 dl. Hrásykur
2 tsk. Kanill
1 tsk. Negull
1 tsk. Engifer
1/8 tsk. Pipar
1 tsk. Matarsódi
90 gr. Smjör
0,5 dl. Mjólk
0,5 dl. Sykurrófusíróp eða Döðlusíróp

Blandið öllu hráefninu saman og hnoðið.
Geymið í kæli yfir nótt.
Fletjið deigið út fremur þunnt og stingið út kökur. Það má líka gera litlar kúlur í staðinn fyrir að fletja út og stinga út kökur.
Bakið við 200°C. í ca. 10 mín.

Ath. Þetta deig er líka kjörið til að nota í Mömmukökur, en þá er öllu krydd sleppt.

27.07.2014 20:50

Sörur

Kökurnar

200 g möndlur

180 g flórsykur

3 eggjahvítur

salt á hnífsoddi

Hitið ofninn í 160-180°C. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og blandið flórsykrinum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið möndlunum og flórsykrinum varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á bökunarpappír. Bakið í ca 10-12 mínútur.

Krem

5-6 msk sýróp (velgt)

6 eggjarauður

300 g smjör

2 msk kakó

2 tsk kaffiduft (instant kaffi gott að mylja fínt í mortéli)

Velgið sýrópið. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru orðnar kremgular og þykkar. Hellið sýrópinu þá í mjórri bunu saman við og þeytið á meðan. Síðan er mjúku smjöri bætt í og þeytt á meðan. Bætið kakó og kaffi út í og hrærið vel saman. Látið kremið kólna í ísskáp í 1-2 klst. áður en það er sett á kökurnar.

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið því á sörubotnana. Notið skeið til að slétta úr kreminu þannig að það þynnist við kantana. Kælið kökurnar vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar.

Hjúpur

400 g suðusúkkulaði

Skerið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins áður en kremhlutanum á sörunum er dýft ofan í.

 

27.07.2014 00:00

Rúnars Súkkulaðibitakökur.

Hráefni:

300 gr. Spelt

150 gr. Sykur

125 gr. Púðursykur

150 gr. Smjörlíki (lint) 

1  stk. Egg

1  tsk. Natron

Vanillusykur

  

 

Aðferð:

Þurrefnunum blandað saman á borði, því næst mylljið smjörlíkið saman við

Þurrefnablönduna og að lokum er eggjunum hnoðað saman við.

Geymið degið í ísskáp í nokkra tíma. Búið til kúlur og stingið súkkulaðibita

í hverja kúlu. Bakist við 180°C blástur í 5-10 mín. 

 

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365300
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 14:53:46