Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
02.10.2014 21:43Pastaréttur með ostasósuHráefni: 500 gr. spelt pasta 1 askja sveppir, (250 gröm) 1 stk. rauð paprika, 1 stk. græn paprika 1 stk. vorlaukur 4 stk. gullrætur 1 haus brokkolí 1 krukka maisbaunir 1 bréf skinka, reykt
Ostasósa. 1 askja beikonsmurostur (300 gröm) 1 askja sveppasmurostur (300 gröm) 500 ml. rjómi 250 ml. mjólk Allur safin af maisbaununum Smá salt ef vill
Aðferð: Sjóðið pastað eins og stendur á umbúðunum, skerið grænmetið niður í bita (stærðin fer eftir smekk) og steikjið á pönnu. Skerið skinkuna í strimla. Sósa: Setjið rjóman og ostana saman í pott og hitið saman, hellið safanum og mjólkini saman við og látið malla í 2-3 mín. saltið ef þarf. Samsetning: Blandið saman pastanu, grænmetinu, maisbaununum og skinkuni í eldfastmót og hellið sósuni vel yfir. Hitið í ofni við 200°C í 15-20 mín. Borið fram með hvítlauksbrauði og jafnvel fersku grænmeti.
Ath. Það má nota hvaða gerð sem er af pasta og hvaða grænmeti sem ykkur dettur í hug að nota. Einnig má prufa sig áfram með aðrar smuroststegundir og álegstegundir, en ég mæli með því að forsteikja bekonið ef það verður fyrir valinu. Til steikingar má nota það sem þið eruð vön, olíu, smjör, smjörlíki eða kóksolíu. |
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is