Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

10.08.2015 05:19

Húsmæðrasúpa Línu

2 rauðar papríkur

2 grænar papríkur

1 box sveppir

1 laukur

1 rauðlaukur

1 púrrulaukur

6 hvítlauksrif

400 gr. hvítkál

250 gr smjör

1-2 bréf beikon (klippið niður í litla bita)

2 dósir niðursoðnir tómatar (maukaðir í matvinnsluvél)

2 dósir vatn (látið renna í sitt hvora dósina og þannig skolað hana í leiðinni)

2 flöskur Heins chili sause

1 flaska vatn (gerið eins skolið flöskuna og bætið við í súpuna)

3 grænmetiskraftur

400 gr. rjómaostur (1 askja)

5 dl rjómi

1-2 msk. karrý

1 msk. papríka

Salt eftir smekk

 

Saxið niður allt grænmeti og setjið í pott ásamt smjörinu. Létt steikið í smá stund bætið þá beikoninu saman við og steikjið áfram í ca. 10 mínútur við lágan hita.

Bætið maukuðum tómötunum, chilli sósunni og vatninu í pottinn og hrærið í, myljið grænmetisteningana saman við. Bættið rjómaostinum og rjómanum út í og kryddið. Látið suðuna koma upp og látið mala í 30 mín við lágan hita.   

 

 

Berið fram með soðnu eggi

29.11.2014 00:00

Pakistani

Hráefni:
500 gr. Hakk
2 stk. Meðalstórir laukar
100 gr. Smjörlíki
1 dós. niðursoðnir tómatar
2-3 tsk. Tómatpúrra
1 tsk. Papripukrydd
2 tsk. Karrý
1 tsk. Engifer
1 tsk. Hvítlauksduft.
2 tsk. Kóriander
1 1/2 tsk. Grahm Masala (sleppi þessu alltaf)
2 tsk. Salt

Aðferð:
Þurrsteikjið hakkið og setjið í skál. Saxið laukinn og steikjið hann í potti í smjörlíkinu í smá stund en passið að brenna hann ekki, á að vera ljós. Þá bætið þið öllu kryddinu saman við. Þá er tómötunum og tómatpúrruni blandið vel saman. Loks er steikta hakkið bætt saman við gumsið í pottinum og látið mala í 30 mín.
Gutt er að bera þetta fram með hrísgrjónum og vefjum (tortilla) og jafnvel heitum mæisbaunum. Vefjur


Hráefni:

5 dl. Spelt
1 tsk. Salt
1/2 dl. olía
150-175 ml. Heitt vatn

Aðferð:
Sigtið speltið og saltið í skál, nuddið olíunu inn í speltið og loks er vatninu bætt saman við í smá skömtum og hnoðað. fletjið út og þurrsteikt á pönnu. Gott er að bleita klút til að hafa undir og yfir kökunum þegar búið er að steikja þær. Ath. passið að steikja ekki of mikið því þá verða kökurnar stökkari og þá erfiðara að vefja þeim saman.

17.11.2014 23:21

Pottréttur Línu

Hráefni:
1 kg. Hakk
1 1/2 L. vatn
1 msk. grænmetiskraftur (frá Himneskt og færst í Bónus)
100 gr. Smjör
2 stk. Gul paprika
2 stk. Græn paprika
1 askja Sveppir
2 stk. Laukar (stærð eftir smekk)
1 dós Hunts pasta sauce með Roasted Garlic & Onion (26 OZ eða 737 gr)
2 tsk. Pure Garlic (Frá Santa Maria, er með kvörn og færst í bónus)
4 tsk. Chili Explosion (Frá Santa Maria, er með kvörn og færst í bónus)
1 bolli. Hrisgrjón (ósoðin)

Aðferð:
Saxið grænmeti eftir smekk og steikjið á pönnu í smjörinu(mér finnst alltaf best að steikja sveppina í smástund áður en ég sett hitt græmnetið út á pönnuna) og kryddið með helmingnum af kryddinu. Á meðan verið er að steikja grænmetið þá er vatninu og grænmetiskraftinum sett í stóran pott og látið sjóða. Þá er græmnetinu helt saman við soðið í pottinum og hitinn lækkaður undir pottinum en passa að suðan haldist undir pottinum. Hakkið steikt (ekki þvo pönnuna áður) og kryddað með restinni af kryddinu þegar það er orðið vel brúnað. Á meðan hakkið er að steikjast þá er Hunts sósan bætt út í pottinn með soðinu og grænmetinu og muna að hræra af og til í pottinum allan tíman. Þegar hakkið er brúnað og kryddað þá er því bætt saman við það sem er í pottinum og að lokum eru hrísgrjónunum bætt saman við kássuna. Sjóðið í minnst 30 mín og hrærið reglulega í á milli því hrísgrjónin villja falla til botns. Ef vökvinn er of mikill þá er hægt að þykkja kássuna með ljósum sósujafnara.

ATH! Kryddið er allfarið eftir smekk setji meira ef þið viljið hafa þetta sterkt, minna ef þið vilji ekki hafa mjög sterkt.

03.10.2014 15:05

Ostasalat

Hráefni:
1 dós sýrður rjómi
1 dós létt majones (lítil )
Smá púrrulaukur
1 græn paprika
1 rauð paprika
blá vínber skorin í tvennt
rauð vínber skorin í tvennt
1 hvítlauksostur
1 mexíkó ostur


Aðferð:
Allt skorið smátt og blandað saman borið fram með ritz kexi eða brauði.


 


03.10.2014 14:00

Pepparone ostasalat

Hráefni:
150 gr. Sýrður rjómi
200 gr. majones
1 stk. Laukur
2 stk. Pepperoniost
1/2 tsk. paprikkuost eða hvítlauksost
100 gr. skinka
20 stk. blá vínber skorin í tvennt (má vera meira)

Aðferð:
Allt skorið smátt og blandað saman, látið bíða aðeins í kæli. Borið fram með ritz kexi eða brauði og bláum vínbetjum

03.10.2014 13:00

Túnfisksalat

Hráefni:
1 dós Túnfisk (olíu eða vatni)
1-2 stk. Laukur, fer eftir smekk
2-4 stk. Harð soðin egg, fer líka eftir smekk
250 ml. Majones (má vera meira eða minna)


Aðferð:

Hellið vökvanum af túnfisknum of setjið hann í skál. Saxið laukinn í smátt og bætið saman við túnfiskinn. Skerið eggin í eggjaskera lang og svo þvers um og bætið þeim í skálina. Loks er majonesið hrært saman við. Það má salta og pipra ef vill, jafnvel setja smá Aromat.

02.10.2014 21:43

Pastaréttur með ostasósu

Hráefni:

500 gr. spelt pasta

1 askja sveppir, (250 gröm)

1 stk. rauð paprika,

1 stk. græn paprika

1 stk. vorlaukur

4 stk. gullrætur

1 haus brokkolí

1 krukka maisbaunir

1 bréf skinka, reykt

 

Ostasósa.

1 askja beikonsmurostur (300 gröm)

1 askja sveppasmurostur (300 gröm)

500 ml. rjómi

250 ml. mjólk

Allur safin af maisbaununum

Smá salt ef vill

 

Aðferð:

Sjóðið pastað eins og stendur á umbúðunum, skerið grænmetið niður í bita (stærðin fer eftir smekk) og steikjið á pönnu. Skerið skinkuna í strimla.

Sósa:

Setjið rjóman og ostana saman í pott og hitið saman, hellið safanum og mjólkini saman við og látið malla í 2-3 mín. saltið ef þarf.

Samsetning:

Blandið saman pastanu, grænmetinu, maisbaununum og skinkuni í eldfastmót og hellið sósuni vel yfir. Hitið í ofni við 200°C í 15-20 mín.

Borið fram með hvítlauksbrauði og jafnvel fersku grænmeti.

 

Ath. Það má nota hvaða gerð sem er af pasta og hvaða grænmeti sem ykkur dettur í hug að nota. Einnig má prufa sig áfram með aðrar smuroststegundir og álegstegundir, en ég mæli með því að forsteikja bekonið ef það verður fyrir valinu. Til steikingar má nota það sem þið eruð vön, olíu, smjör, smjörlíki eða kóksolíu. 

10.09.2014 05:00

Ananasfrómas

Hráefni:
250 gr sykur
5 egg
12 matarlímsblöð
1/2 l rjómi
1/2 dós ananas
1 kreist sítróna

 

 

Aðferð:

Hrærið saman eggjarauður og sykurinn ljóst og létt. Þeytið rjóman í annarri skál. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í ca 10 mín. Kreistið vatnið frá og bræðið það í uþb 2 dl af ananassafa (úr dósinni) yfir vatnsbaði,kælið að miklu leyti. Blandið matarlíminu varlega saman við eggjasykurblönduna,síðan sítrónusafanum og svo rjómanum. Síðan smátt skorinn ananasinn og stífþeyttar eggjahvítur.

Hellt í skálar og látið stífna.

Þetta er einnig gott að nota sem fyllingu í tertur.  Ef notað innan í tertur, leyfið þessu þá að stífna aðeins áður en þið setjið þetta á tertubotnana.

10.09.2014 04:30

Eplabaka

Hráefni:
200 gr. smjör
200 gr. sykur
200 gr. spelt
6 stk. epli
Kanelsykur
Gúmmelaði að vild, t.d. súkklaðirúsínur, marsipanbrauð, suðusúkkulaði, hnetur, möndlur....... má líka sleppa.

 

 

Aðferð:

Smjöri, sykri og spelti hnoðað vel saman. Látið helst standa yfir nótt í ísskáp (ekki nauðsynlegt).  Fletjið deigið út og látið þekja eldfast mót.
Afhýðið eplin og takið kjarnann úr. Skerið í sneiðar og byrjjið að raða ofan á deigið. Gott er að strá kanel yfir með jöfnu millibili og jafnvel setja góðan slurk af súkkulaði eða öðru góðgæti með.
Bakist við 180°C þar til deigið er orðið gullinbrúnt og eplin vel bökuð.

10.09.2014 04:10

Eplakaka Þóru

Hráefni:
250 gr. Sykur
250 gr. Smjörlíki
4 stk. Egg
250 gr. Spelt
¼ tsk. Hjartasalt
1 tsk. Kanill
1 tsk. Vanilludropar eða möndludropar

Epla og súkkulaði (magn eftir smekk) brytjað út í degið
eða eplunum raðað ofan á.
Mjög gott heitt með ís og/eða rjóma.

Aðferð:

Sykurinn og smjörlíkinu hrært vel saman, svo er eggjunum hrært saman við og því næst er þurrefnunum blandað saman við. Í lokin eru droppunum, eplunum og súkkulaðinu blandað saman við degið.  Setjið degið í vel smurt form og stráið kanilsykri yfir og bakið við 175°C fyrstu 20 mín. og lækkið þá hitan niður í 120°C og bakið í 30 mín. til viðbótar.
Deigið passar í tvö kringlótmót, en einnig er gott að setja degið í skúffu.


10.09.2014 04:05

Eplakanillvöflur

Hráefni:

3 dl. Spelt má vera gróft

1 tsk.  Lyftiduft

1 msk.  Maple syrup

1/8 tsk.  Salt 

2 dl.  Mjólk

2 stk.  Egg

3 msk.  Matarolía

vanillindroppar

ein vel full tsk, kanill,

eitt til eitt og hálft rifið epli

 

 

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál, því  næst er allur vökvinn settur saman við og öllu hrært vel saman. Svo eru eggjunum bætt út í og blandað saman við.

Að lokum eru eplin rifin niður og hrært saman við deigið. Bakað í vöfflu járni.

Borið fram með sultu, ávöxtum og rjóma. Það má vera ís líka.

10.09.2014 04:00

Eplapie

Hráefni:

4 bollar spelt

2 bollar haframjöl

2 bolli sykur

480 gr smjörlíki

2 stk. Egg

2 tsk. Lyftiduft

1 kg. Epli eða eftir smekk

 

Aðferð:

Stillið ofninn á 150-170°C. Flysjið eplin og rífið niður í rifjárni. Fínmalið haframjölið í matvinnsluvél. Blandið þurrefnunum í skál, bræðið smjörið við vægan hita og hellið saman við þurrefnin. Hnoðið. Setjið eggin saman við og hnoðið aðeins meira. Smyrjið eldfast mót og þekið botninn með deiginu og upp á hliðarnar, notið ca. 2/3 af deiginu. Setjið rifin eplin yfir deigið í mótinu og svo restina af deiginu yfir eplin. Bakist í 45 mín (lengur ef þið viljið hafa kökuna vel bakað, ca. 60 mín.)

Gott er að vera búin að setja allt í eldfastamótið fyrr um daginn og baka kökuna bara rétt áður en hún er borin fram. Hún er mjög góð með ís og þeyttum rjóma.

Ég hef gert þessa sömu köku (pie) með rabarbara og hindiberjum. Þá var ég með 800 gr. Smátt saxaðan rabarbara og 250 gr. Frosin hindiber og stráði smá sykri yfir fyllinguna áður en ég setti deigið yfir þar sem rabarbarinn er svo súr.

31.07.2014 22:13

Bananabrauð

Hráefni:

2 bollar spelt (má vera fínt og gróft)

1 bolli sykur

½ tsk. salt

1 tsk. natron (matarsóti)

3 stk. bananar

1 stk. egg

 

 

Aðferð:

Stappið banana vel og kekklausir. Blandið þurrefnunum saman í skál, því næst stöppuðum bönunum og loks egginu. Setjið deigið í smurt formkökuform og

Bakist í 50 mín. við 180 °C

31.07.2014 02:07

Crepes

Hráefni:
1 bolli Spelt
2 bollar Mjólk
2 Egg
50 gr. Smjörlíki eða olía
salt

Aðferð:

Gott er að nota olíu frekkar en smjörlíki vegna sæta keimsins því þetta er notað sem matarpönnukökur.
Dæmi um fyllingu gæti verið: bráðinn hvítlauksostur, hrísgrjón, skinka, pepperoni, paprika, rækjur eða í raun og veru hvað sem er. Bara það sem hverjum og einum þykir best og auðvitað hvað til er í ísskápnum!

30.07.2014 14:02

Grískt salat

Hráefni:
2 tómatar
2 plómutómatar
1 gúrka
1 laukur
1 rauðlaukur
1 rauð paprika
Svartar ólívur
1 krukka Létt feti í kryddolíu

 

 

Aðferð:

Allt skorið í frekar stóra bita. Ólívum, Léttfeta og kryddlegi hellt yfir. Gott sem forréttur, meðlæti með steikinni eða bara sem máltíð.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365393
Samtals gestir: 103728
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 05:56:18