Uppskriftir og fróðleikur um spelt, bakstur og mat. |
|
02.10.2013 21:00FrómasHráefni: 4 stk. Egg 100 gr. Sykur 4-5 stk. Matarlímsblöð 250 ml. Rjómi (einn peli) 1 dl. Bragðefni Aðferð: Setjið matarlímsblöðin í vatn í glas eða skál og látið liggja í um 10-15 mín. Þeyttið saman egginn og sykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Bragðefnið og matarlímið er brætt saman yfir vatnsbaði (kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum áður en þau eru sett saman við bragðefnið), á meðan er rjóminn þeyttur. Þegar matarlímið er alveg bráðnað í bragðefninu þá er það siktað og bætt saman við eggjablönduna og blandað rólega saman, því nærst er rjómanum blandað rólega saman við og smakkið. Hellið blönduni í eina stóra skál eða nokkrar litlar og setjið í ískáp í 2-6 klst. (eftir því hvort það er bara ein skál notuð eða fleiri). Skreytið með rjóma og ávöxtum ef vill þegar frómasinn er orðin stífur. Best er að skreyta rétt áður en hann er borinn fram. Bragðefnið getur verið safi af niðursoðnum ávöxtum og eða líkjör. Einnig ef bragðið er of dauft þá er gott að setja 1/2 dl. til viðbótar af bragðefni, en athugi samt að bragðið verður sterkara þegar frómasinn hefur stífnað. |
Tenglar
Eldra efni |
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is