Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

27.07.2014 01:00

Flatkökur

Hráefni:
200 gr. Spelt
200 gr. Rúmmjöl
200 gr. Gróft spelt
1 velfull tsk. Lyftiduft
1 tsk. Salt
1/2 L. Vatn


Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Sjóðið vatnið og blandið því varlega saman við. Hrærið öllu saman - blandan þarf að vera jöfn, en það má ekki hræra of mikið, þá verða flatkökurnar seigar.
Hitið pönnukökupönnu á eldavélinni og smyrjið hana. Setjið um það bil eina ausu af deigi á pönnuna og steikið þar til flatkakan verður fallega bökuð á báðum hliðum.

Staflið flatkökunum upp og breiðið heitan rakan klút yfir til þess að þær þorni ekki. Best að pakka þeim fljótt í plastpoka.... ja, nema maður vilji borða þær í hvelli.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365372
Samtals gestir: 103726
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 04:22:20