Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

10.09.2014 04:30

Eplabaka

Hráefni:
200 gr. smjör
200 gr. sykur
200 gr. spelt
6 stk. epli
Kanelsykur
Gúmmelaði að vild, t.d. súkklaðirúsínur, marsipanbrauð, suðusúkkulaði, hnetur, möndlur....... má líka sleppa.

 

 

Aðferð:

Smjöri, sykri og spelti hnoðað vel saman. Látið helst standa yfir nótt í ísskáp (ekki nauðsynlegt).  Fletjið deigið út og látið þekja eldfast mót.
Afhýðið eplin og takið kjarnann úr. Skerið í sneiðar og byrjjið að raða ofan á deigið. Gott er að strá kanel yfir með jöfnu millibili og jafnvel setja góðan slurk af súkkulaði eða öðru góðgæti með.
Bakist við 180°C þar til deigið er orðið gullinbrúnt og eplin vel bökuð.

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 45
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 365443
Samtals gestir: 103731
Tölur uppfærðar: 8.3.2021 06:32:20