Uppskriftir og fróðleikur

um spelt, bakstur og mat.

Flokkur: Eftirréttir

10.09.2014 05:00

Ananasfrómas

Hráefni:
250 gr sykur
5 egg
12 matarlímsblöð
1/2 l rjómi
1/2 dós ananas
1 kreist sítróna

 

 

Aðferð:

Hrærið saman eggjarauður og sykurinn ljóst og létt. Þeytið rjóman í annarri skál. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í ca 10 mín. Kreistið vatnið frá og bræðið það í uþb 2 dl af ananassafa (úr dósinni) yfir vatnsbaði,kælið að miklu leyti. Blandið matarlíminu varlega saman við eggjasykurblönduna,síðan sítrónusafanum og svo rjómanum. Síðan smátt skorinn ananasinn og stífþeyttar eggjahvítur.

Hellt í skálar og látið stífna.

Þetta er einnig gott að nota sem fyllingu í tertur.  Ef notað innan í tertur, leyfið þessu þá að stífna aðeins áður en þið setjið þetta á tertubotnana.

10.09.2014 04:30

Eplabaka

Hráefni:
200 gr. smjör
200 gr. sykur
200 gr. spelt
6 stk. epli
Kanelsykur
Gúmmelaði að vild, t.d. súkklaðirúsínur, marsipanbrauð, suðusúkkulaði, hnetur, möndlur....... má líka sleppa.

 

 

Aðferð:

Smjöri, sykri og spelti hnoðað vel saman. Látið helst standa yfir nótt í ísskáp (ekki nauðsynlegt).  Fletjið deigið út og látið þekja eldfast mót.
Afhýðið eplin og takið kjarnann úr. Skerið í sneiðar og byrjjið að raða ofan á deigið. Gott er að strá kanel yfir með jöfnu millibili og jafnvel setja góðan slurk af súkkulaði eða öðru góðgæti með.
Bakist við 180°C þar til deigið er orðið gullinbrúnt og eplin vel bökuð.

10.09.2014 04:10

Eplakaka Þóru

Hráefni:
250 gr. Sykur
250 gr. Smjörlíki
4 stk. Egg
250 gr. Spelt
¼ tsk. Hjartasalt
1 tsk. Kanill
1 tsk. Vanilludropar eða möndludropar

Epla og súkkulaði (magn eftir smekk) brytjað út í degið
eða eplunum raðað ofan á.
Mjög gott heitt með ís og/eða rjóma.

Aðferð:

Sykurinn og smjörlíkinu hrært vel saman, svo er eggjunum hrært saman við og því næst er þurrefnunum blandað saman við. Í lokin eru droppunum, eplunum og súkkulaðinu blandað saman við degið.  Setjið degið í vel smurt form og stráið kanilsykri yfir og bakið við 175°C fyrstu 20 mín. og lækkið þá hitan niður í 120°C og bakið í 30 mín. til viðbótar.
Deigið passar í tvö kringlótmót, en einnig er gott að setja degið í skúffu.


10.09.2014 04:05

Eplakanillvöflur

Hráefni:

3 dl. Spelt má vera gróft

1 tsk.  Lyftiduft

1 msk.  Maple syrup

1/8 tsk.  Salt 

2 dl.  Mjólk

2 stk.  Egg

3 msk.  Matarolía

vanillindroppar

ein vel full tsk, kanill,

eitt til eitt og hálft rifið epli

 

 

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál, því  næst er allur vökvinn settur saman við og öllu hrært vel saman. Svo eru eggjunum bætt út í og blandað saman við.

Að lokum eru eplin rifin niður og hrært saman við deigið. Bakað í vöfflu járni.

Borið fram með sultu, ávöxtum og rjóma. Það má vera ís líka.

10.09.2014 04:00

Eplapie

Hráefni:

4 bollar spelt

2 bollar haframjöl

2 bolli sykur

480 gr smjörlíki

2 stk. Egg

2 tsk. Lyftiduft

1 kg. Epli eða eftir smekk

 

Aðferð:

Stillið ofninn á 150-170°C. Flysjið eplin og rífið niður í rifjárni. Fínmalið haframjölið í matvinnsluvél. Blandið þurrefnunum í skál, bræðið smjörið við vægan hita og hellið saman við þurrefnin. Hnoðið. Setjið eggin saman við og hnoðið aðeins meira. Smyrjið eldfast mót og þekið botninn með deiginu og upp á hliðarnar, notið ca. 2/3 af deiginu. Setjið rifin eplin yfir deigið í mótinu og svo restina af deiginu yfir eplin. Bakist í 45 mín (lengur ef þið viljið hafa kökuna vel bakað, ca. 60 mín.)

Gott er að vera búin að setja allt í eldfastamótið fyrr um daginn og baka kökuna bara rétt áður en hún er borin fram. Hún er mjög góð með ís og þeyttum rjóma.

Ég hef gert þessa sömu köku (pie) með rabarbara og hindiberjum. Þá var ég með 800 gr. Smátt saxaðan rabarbara og 250 gr. Frosin hindiber og stráði smá sykri yfir fyllinguna áður en ég setti deigið yfir þar sem rabarbarinn er svo súr.

02.10.2013 21:00

Frómas

Hráefni:
4 stk. Egg
100 gr. Sykur
4-5 stk. Matarlímsblöð
250 ml. Rjómi (einn peli)
1 dl. Bragðefni


Aðferð:
Setjið matarlímsblöðin í vatn í glas eða skál og látið liggja í um 10-15 mín.
Þeyttið saman egginn og sykurinn þar til blandan verður létt og ljós.
Bragðefnið og matarlímið er brætt saman yfir vatnsbaði (kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum áður en þau eru sett saman við bragðefnið), á meðan er rjóminn þeyttur.
Þegar matarlímið er alveg bráðnað í bragðefninu þá er það siktað og bætt saman við eggja
blönduna og blandað rólega saman, því nærst er rjómanum blandað rólega saman við og smakkið. Hellið blönduni í eina stóra skál eða nokkrar litlar og setjið í ískáp í 2-6 klst. (eftir því hvort það er bara ein skál notuð eða fleiri).
Skreytið með rjóma og ávöxtum ef vill þegar 
frómasinn er orðin stífur.
Best er að skreyta
rétt áður en hann er borinn fram.

Bragðefnið getur verið safi af niðursoðnum ávöxtum og eða líkjör.
Einnig ef bragðið er of dauft þá er gott að setja 1/2 dl. til viðbótar af bragðefni, en athugi samt að bragðið verður sterkara þegar frómasinn hefur stífnað.

27.09.2013 11:21

Frönsk súkkulaðikaka með kremi

Hráefni:
4 stk. Egg
2 dl. Sykur
200 gr. Suðusúkkulaði
200 gr. Smjör
1 dl. Spelt

Aðferð:
Bræðið suðusúkkulaðið og smjörið í potti og látið kólna á meðan eggin og sykurinn er þeytt saman (ca. 10 mín). Blandið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu samanvið eggjaþeytuna og speltinu rólega saman með sleif. Setjið í smurt eldfastmót og bakið við 150°C í 30-45 mín. Látið kólna smá.
Kakan hefast vel en fellur þegar hún er tekin úr ofninum.

Krem:
Hráefni:
150 gr. Suðusúkkulaði
75 gr. Smjör
1 msk. Sýróp

Aðferð:
Setið suðusúkkulaðið og smjörið í pott og bræðið. blandið sýrópinu saman við í lokin og hellið yfir kökuna. Gott er eað kæla kremið í nokkrar mínútur.

30.07.2009 13:21

Kókosbolludesert.

Hráefni:
1 marengsbotn
1/4 L rjómi
1 lítil askja jarðarber
2-3 kíví
3 kókosbollur
100 gr rjómasúkklaði.

 

 

Aðferð:

þeytið rjómann og myljið marengsbotninn saman við.
Blandið vel og dreifið blöndunni í botninn á meðalstóru fati.
Skerið jarðarber og kíví í sneiðar og raðið ávöxtunum ofan á rjómablönduna.
Myljið kókosbollurnar þar ofan á (best er að gera það með höndunum).
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu yfir réttinn.

30.07.2009 13:18

Sælkera-marengsfjall.

Hráefni:
6 eggjahvítur og rauður
300 gr sykur
2 tsk edik
7,5 dl rjómi
450 gr jarðarber,300 gr bláber
100 gr flórsykur
150 gr súkkulaði
40 gr smjör.

 

 

Aðferð:

Þeytið eggjahvíturnar, edikið og sykurinn saman eins og venja er með marengs.
Takið blönduna úr skálinni með matskeið og búið til litlar marengs-smákökur og set á bökunarpappír.  Það fer svo inn í ofn og bakast í klukkutíma við 135°C.
Á meðan þeytið þið rjómann og set út í hann jarðarberin og bláberin en skilja þarf smá eftir til skreytingar.
Eftir að marengs-kökurnar eru tilbúnar er þeim raðað á kökudisk þannig að þær myndi botn. Látið svo rjóma yfir og næsta lag er aðeins minna af marengs og þaðan koll af kolli svo endar þetta í toppköku.
Kremið eu búið til með því að þeyta saman eggjarauðum og flórsykri.
Súkkulaði og smjör er brætt saman og síðan blandað við eggjablönduna. Að lokum er kreminu hellt yfir fjallið.

29.07.2009 13:23

Toblerone-mús

Hráefni:
200 gr Toblerone, eða annað mjólkursúkkulaði
3 dl rjómi
2 dl vanilluskyr
1 dl sýrður rjómi, 18 %

 

 

Aðferð:

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Þeytið rjóma, blandið öllu saman skyri og sýrðum rjóma og blandið öllu samana. Hellið blöndunni smátt og smátt saman við súkkulaðið og hrærið varlega saman. Hellið í litlar skálar eða glös og geymið í kæli í 2-3 klst. Skreytið með rifnu, dökku súkkulaði.

 

29.07.2009 13:20

Vatnsdeigsbollur

Hráefni:
2 dl. vatn

50 gr. smjörlíki

100 gr. spelt

3 stk. egg


Aðferð:

Setjið vatn og smjörlíki í pott og láta suðuna koma upp, gætið þess að smjörið bráðni.
Bætið speltinu í pottinn (á þessu stigi lækka ég hitann á hellunni) og hrærið í með sleif þar til myndast hefur slétt og samfellt deig, laust frá pottinum. Takið af hitanum og sejið í skál og sáldra smá sykri yfir degið,  kælið.  Hrærið síðan eggjunum saman við einu í einu, hrærið vel á milli. Stundum virðast eggin ekki vilja blandast deiginu en notið þolinmæðina og þess vegna gaffal í staðinn fyrir sleif. Einnig er í lagi að nota hrærivélina.  Setjið degið með matskeið á bökunarplötu  klædda smjörpappír með gott bill á milli.

Bakið í 30-35 mín. við 210°C (200°C í blástursofni.)

Varist að opna ofninn fyrr en vel er liðið á baksturstímann.
Það er mikið hægt að leika sér með svona deig, búa til litlar partýbollur og fylla þær af ís, búðing eða salati. Stórar bolludagsbollur og einnig hring úr deiginu sem hægt er að fylla með ýmsu móti.  En hafa ber í huga að baksturstíminn er breytilegur eftir stærð bollana. Partíbollurnar sem settar eru á með teskeið þurfa ca. 20 mín. en stóru bolludagsbollurnar sem settar eru með kúfaðri matskeið þurfa 45 mín. Og hringurinn svona um 50-60 mín. og honum er sprautað á plötuma, sem má líka gera við bollurnar stórar sem smáar. Þær verða bara fallegri.  

  • 1

Þessar gömlu góðu.

Tenglar

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 365300
Samtals gestir: 103684
Tölur uppfærðar: 6.3.2021 14:53:46